Enn ein óværan á Facebook gerir fólki lífið leitt Jakob Bjarnar skrifar 2. september 2019 15:01 Skjáskot af birtingarmynd óværunnar sem ferðast nú um Facebook á ógnarhraða. Fjölmargir sem nota samskiptaforritið Facebook, sem eru flestir Íslendingar, hafa ýmist verið merktir í færslu eða hafa séð í fréttaveitu sinni, auglýsta af miklum móð undraformúlu sem á að grenna þann sem neytir á undraskömmum tíma. Ef eitthvað hljómar of gott til að vera satt, þá er það líklega þannig; rugl, ergelsi og firra. Og svo er með þetta sem er einskonar vírus eða óværa.Standard Facebook-ormur Ágúst Jóhann Auðunsson er deildarstjóri Kerfisþjónustu Sýnar og Vísir spurði hann hvað þetta væri eiginlega? Hann sagðist ekki finna neitt staðfest um þetta tiltekna fyrirbæri, líklega væri þetta einhver óværa. „Annars væri ég alveg til í þetta undralyf ef þú kemst að öðru,“ segir Ágúst Jóhann léttur í bragði. „Líklegast er þetta standard „Facebook Ormur“ sem sækir forritsstubb við smell og póstar þá sambærilega á FB síðu viðkomandi og svo koll af kolli. Mögulega er þarna eitthvað verra á ferðinni Keylogger, vírus, botnet og svo framvegis sem er að safna og senda uppl/innslátt notenda til höfundar.“Ágúst Jóhann lætur sér hvergi bregða og hvetur til þess að fólk á samfélagsmiðlum beiti heilbrigðri skynsemi á netinu.visir/vilhelmDeildarstjórinn segir að það óþarfa að bregðast við með þeim hætti að öskra, slökkva á tölvunni og hlaupa úr húsi. „Að tilkynna til Facebook er nokkuð sem allir sem verða að gera til að almenningur eigi séns í viðureigninni við óværurnar,“ segir Ágúst Jóhann sem vill brýna fyrir mannskapnum á netinu almenna skynsemi í umgengni við óværu af þessu tagi. Þar séu engar töfralausnir í boði.Uppfæra, keyra og skannaEr vert að henda þeim af vinalista sem merkir mann í slíkum pósti? „Það er óþarfi, nema viðkomandi sé endurtekið að pósta óværum, frekar að vera með varann á varðandi öll innslög frá viðkomandi, sem og frá öllum öðrum.“Hvað er best fyrir þá sem eru að dreifa þessu að gera?„Uppfæra, keyra og skanna tölvuna með vírusvörn. Uppfæra stýrikerfi og netvafra. Stofna beiðni hjá FB vegna sýkingar. Fylgjast með næstu daga þegar betur kemur í ljós hvaða óværa þetta er, og bregðast við í samræmi við það.“ Ágúst Jóhann bendir á að menn geti sé hvað þeir hafa verið að gera með því að fara á: „https://www.facebook.com/me/allactivity Activity log“. Þar sjá menn hvort þeir séu enn þá að senda út einhverjar óværur. Þá má lesa sig nánar um vírusa hér. Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Sjá meira
Fjölmargir sem nota samskiptaforritið Facebook, sem eru flestir Íslendingar, hafa ýmist verið merktir í færslu eða hafa séð í fréttaveitu sinni, auglýsta af miklum móð undraformúlu sem á að grenna þann sem neytir á undraskömmum tíma. Ef eitthvað hljómar of gott til að vera satt, þá er það líklega þannig; rugl, ergelsi og firra. Og svo er með þetta sem er einskonar vírus eða óværa.Standard Facebook-ormur Ágúst Jóhann Auðunsson er deildarstjóri Kerfisþjónustu Sýnar og Vísir spurði hann hvað þetta væri eiginlega? Hann sagðist ekki finna neitt staðfest um þetta tiltekna fyrirbæri, líklega væri þetta einhver óværa. „Annars væri ég alveg til í þetta undralyf ef þú kemst að öðru,“ segir Ágúst Jóhann léttur í bragði. „Líklegast er þetta standard „Facebook Ormur“ sem sækir forritsstubb við smell og póstar þá sambærilega á FB síðu viðkomandi og svo koll af kolli. Mögulega er þarna eitthvað verra á ferðinni Keylogger, vírus, botnet og svo framvegis sem er að safna og senda uppl/innslátt notenda til höfundar.“Ágúst Jóhann lætur sér hvergi bregða og hvetur til þess að fólk á samfélagsmiðlum beiti heilbrigðri skynsemi á netinu.visir/vilhelmDeildarstjórinn segir að það óþarfa að bregðast við með þeim hætti að öskra, slökkva á tölvunni og hlaupa úr húsi. „Að tilkynna til Facebook er nokkuð sem allir sem verða að gera til að almenningur eigi séns í viðureigninni við óværurnar,“ segir Ágúst Jóhann sem vill brýna fyrir mannskapnum á netinu almenna skynsemi í umgengni við óværu af þessu tagi. Þar séu engar töfralausnir í boði.Uppfæra, keyra og skannaEr vert að henda þeim af vinalista sem merkir mann í slíkum pósti? „Það er óþarfi, nema viðkomandi sé endurtekið að pósta óværum, frekar að vera með varann á varðandi öll innslög frá viðkomandi, sem og frá öllum öðrum.“Hvað er best fyrir þá sem eru að dreifa þessu að gera?„Uppfæra, keyra og skanna tölvuna með vírusvörn. Uppfæra stýrikerfi og netvafra. Stofna beiðni hjá FB vegna sýkingar. Fylgjast með næstu daga þegar betur kemur í ljós hvaða óværa þetta er, og bregðast við í samræmi við það.“ Ágúst Jóhann bendir á að menn geti sé hvað þeir hafa verið að gera með því að fara á: „https://www.facebook.com/me/allactivity Activity log“. Þar sjá menn hvort þeir séu enn þá að senda út einhverjar óværur. Þá má lesa sig nánar um vírusa hér.
Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Sjá meira