Offita tengd mikilli skjánotkun Elín Albertsdóttir skrifar 4. október 2019 10:00 Margir krakkar venja sig á að borða á meðan þau horfa. Það getur skapað offituvandamál. Vísindamenn í Finnlandi hafa uppgötvað að mikil seta barna fyrir framan sjónvarp, snjalltæki eða tölvur getur aukið mjög magafitu þeirra. Það getur gerst þótt börnin hreyfi sig líka. Vísindamenn við háskólann í Helsinki hafa kannað tengsl milli skjátíma barna og ofþyngdar. Rannsóknin sýnir að krakkar sem eyða miklum tíma fyrir framan skjáinn eru í aukinni hættu að fá fitu um sig miðja. Vitað er að börn narta gjarnan í eitthvað gott á meðan horft er á sjónvarp eða iPad. Jafnvel mjög virkum börnum sem hreyfa sig mikið er hætt við að fá magafitu sitji þau of lengi fyrir framan sjónvarpið eða snjalltæki. Niðurstaðan var sú sama óháð aldri barnsins, kyni, móðurmáli eða hreyfingu í frítíma. Elina Engberg, vísindamaður við háskólann í Helsinki, segir að vel geti verið að of þung börn eyði meiri tíma fyrir framan skjáinn en þau sem grennri eru. Sömuleiðis getur vel verið að of mikill tími fyrir framan tækin leiði til ofþyngdar. Rannsóknin var unnin í samvinnu við Rannsóknasetur í lýðheilsu í Finnlandi. Rannsóknin birtist í vísindatímaritinu Scientific Reports. Frekari rannsóknir eru nauðsynlegar til að skoða betur samspil skjátíma, hreyfingar og mataræðis meðal barnanna. Yfir tíu þúsund börn tóku þátt í rannsókninni og voru þau á aldrinum 9-12 ára. Börnin voru vigtuð, hæðin könnuð auk þess sem mittismál þeirra var mælt. Þetta er ein af fáum rannsóknum sinnar tegundar. Spurt var hversu miklum tíma þau eyða fyrir framan sjónvarp, tölvu eða snjalltæki á degi hverjum utan skólatíma. Foreldrar ættu að setja reglur um skjátíma barna og fylgjast með hvað þau eru að borða með bíómyndunum. Þau börn sem eyddu mestum tíma fyrir framan skjáinn voru jafnframt þau feitustu. Samkvæmt könnun í Svíþjóð beita margir foreldrar einhvers konar takmörkunum eða hafa reglur um skjátíma barna, sérstaklega í sumarfríinu. Af þeim sem voru spurðir voru 46% foreldra með einhvers konar reglur. Sænskur sálfræðingur segir að foreldrar ættu að beita sama aga gagnvart skjátíma og nammidögum. Að takmarka eða stjórna skjátíma barna skapar góða siði og eykur heilbrigða hreyfingu og góðar svefnvenjur. Um leið er komið í veg fyrir ýmsa vanheilsu. Það ætti að vera auðvelt að stjórna skjátíma ungra barna en getur orðið erfiðara þegar barnið verður unglingur. Hins vegar þurfa foreldrar að vera á varðbergi þegar börnin komast á þann aldur. Fylgjast þarf með og vera vakandi yfir því á hvers konar síðum unglingarnir eru. Mikil skjánotkun ungmenna getur gert þau einmana því félagsleg tengsl verða minni. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Heilbrigðismál Heilsa Samfélagsmiðlar Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Vísindamenn í Finnlandi hafa uppgötvað að mikil seta barna fyrir framan sjónvarp, snjalltæki eða tölvur getur aukið mjög magafitu þeirra. Það getur gerst þótt börnin hreyfi sig líka. Vísindamenn við háskólann í Helsinki hafa kannað tengsl milli skjátíma barna og ofþyngdar. Rannsóknin sýnir að krakkar sem eyða miklum tíma fyrir framan skjáinn eru í aukinni hættu að fá fitu um sig miðja. Vitað er að börn narta gjarnan í eitthvað gott á meðan horft er á sjónvarp eða iPad. Jafnvel mjög virkum börnum sem hreyfa sig mikið er hætt við að fá magafitu sitji þau of lengi fyrir framan sjónvarpið eða snjalltæki. Niðurstaðan var sú sama óháð aldri barnsins, kyni, móðurmáli eða hreyfingu í frítíma. Elina Engberg, vísindamaður við háskólann í Helsinki, segir að vel geti verið að of þung börn eyði meiri tíma fyrir framan skjáinn en þau sem grennri eru. Sömuleiðis getur vel verið að of mikill tími fyrir framan tækin leiði til ofþyngdar. Rannsóknin var unnin í samvinnu við Rannsóknasetur í lýðheilsu í Finnlandi. Rannsóknin birtist í vísindatímaritinu Scientific Reports. Frekari rannsóknir eru nauðsynlegar til að skoða betur samspil skjátíma, hreyfingar og mataræðis meðal barnanna. Yfir tíu þúsund börn tóku þátt í rannsókninni og voru þau á aldrinum 9-12 ára. Börnin voru vigtuð, hæðin könnuð auk þess sem mittismál þeirra var mælt. Þetta er ein af fáum rannsóknum sinnar tegundar. Spurt var hversu miklum tíma þau eyða fyrir framan sjónvarp, tölvu eða snjalltæki á degi hverjum utan skólatíma. Foreldrar ættu að setja reglur um skjátíma barna og fylgjast með hvað þau eru að borða með bíómyndunum. Þau börn sem eyddu mestum tíma fyrir framan skjáinn voru jafnframt þau feitustu. Samkvæmt könnun í Svíþjóð beita margir foreldrar einhvers konar takmörkunum eða hafa reglur um skjátíma barna, sérstaklega í sumarfríinu. Af þeim sem voru spurðir voru 46% foreldra með einhvers konar reglur. Sænskur sálfræðingur segir að foreldrar ættu að beita sama aga gagnvart skjátíma og nammidögum. Að takmarka eða stjórna skjátíma barna skapar góða siði og eykur heilbrigða hreyfingu og góðar svefnvenjur. Um leið er komið í veg fyrir ýmsa vanheilsu. Það ætti að vera auðvelt að stjórna skjátíma ungra barna en getur orðið erfiðara þegar barnið verður unglingur. Hins vegar þurfa foreldrar að vera á varðbergi þegar börnin komast á þann aldur. Fylgjast þarf með og vera vakandi yfir því á hvers konar síðum unglingarnir eru. Mikil skjánotkun ungmenna getur gert þau einmana því félagsleg tengsl verða minni.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Heilbrigðismál Heilsa Samfélagsmiðlar Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira