Setti hundrað þúsund manna Facebook hóp á hliðina með boði í saumaklúbb Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. október 2019 23:44 Færslan sem setti allt á hliðina í Gefins, allt gefins hópnum í kvöld. Enginn verður svikinn af því að renna í gegnum athugasemdirnar. „Eigum við ekki að fara að hittast? Mér finnst alveg kominn tími á saumaklúbb, Dóra María hélt síðast. Viljum við halda okkur við stafrófið eða vill einhver sjálfboðaliði hafa næsta klúbb?“ Þannig hljóðaði Facebook-færsla hjá Guðrúnu Kristinsdóttur hjúkrunarfræðingi í kvöld. Síðan eru liðnir nokkrir klukkutímar og hafa yfir eitt þúsund manns skrifað athugasemd við færsluna og enn fleiri líkað við hana. Ástæðan er sú að færsla Guðrúnar fór ekki í saumaklúbbshópinn hennar á Facebook heldur í hópinn „Gefins, allt gefins!“ sem frá og með júlí í sumar hefur talið yfir 100 þúsund meðlimi. Þangað setur fólk inn færslur þegar það býður notaða hluti, yfirleitt húsgögn eða föt, án endurgjalds. Það mömmulegasta sem ég hef gert Guðrún áttaði sig fljótlega á því að færslan hefði ratað í rangan hóp. Óhætt er að segja að meðlimir „Gefins, allt gefins“ hafi haft verulega gaman af mistökunum. „OK þetta fór í vitlausan hóp :) en verður ekki bara stór saumaklúbbur á Arnarhólnum á föstudagskvöldið? Þetta er það mömmulegasta sem ég hef gert, segja krakkarnir mínir,“ skrifaði Guðrún í framhaldinu. Í framhaldinu tók einn framtakssamur sig til og ákvað að blása til saumaklúbbs á Arnarhóli laugardaginn 2. nóvember á milli klukkan 14 og 17. Sem stendur hafa 345 boðað komu sína og enn fleiri áhugasamir. Vinkonurnar skellihlæja Guðrún útskýrir í samtali við Fréttablaðið í kvöld að saumaklúbburinn hennar sé þrjátíu ára gamall en þær vinkonurnar séu allar hjúkrunarfræðingar. „Þeim finnst þetta náttúrulega drepfyndið,“ segir Guðrún um viðbrögðin í samtali við Fréttablaðið. Ýmsir hafa boðist til að mæta með veitingar í saumaklúbbinn, bjóða fram tónlistaratriði og þakka kærlega fyrir frábært boð. Það verður enginn svikinn af því að renna í gegnum athugasemdirnar við færslu Guðrúnar. Sjálf segist Guðrún að sjálfsögðu ætla að mæta ásamt vinkonum sínum úr saumaklúbbnum. Samfélagsmiðlar Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Sjá meira
„Eigum við ekki að fara að hittast? Mér finnst alveg kominn tími á saumaklúbb, Dóra María hélt síðast. Viljum við halda okkur við stafrófið eða vill einhver sjálfboðaliði hafa næsta klúbb?“ Þannig hljóðaði Facebook-færsla hjá Guðrúnu Kristinsdóttur hjúkrunarfræðingi í kvöld. Síðan eru liðnir nokkrir klukkutímar og hafa yfir eitt þúsund manns skrifað athugasemd við færsluna og enn fleiri líkað við hana. Ástæðan er sú að færsla Guðrúnar fór ekki í saumaklúbbshópinn hennar á Facebook heldur í hópinn „Gefins, allt gefins!“ sem frá og með júlí í sumar hefur talið yfir 100 þúsund meðlimi. Þangað setur fólk inn færslur þegar það býður notaða hluti, yfirleitt húsgögn eða föt, án endurgjalds. Það mömmulegasta sem ég hef gert Guðrún áttaði sig fljótlega á því að færslan hefði ratað í rangan hóp. Óhætt er að segja að meðlimir „Gefins, allt gefins“ hafi haft verulega gaman af mistökunum. „OK þetta fór í vitlausan hóp :) en verður ekki bara stór saumaklúbbur á Arnarhólnum á föstudagskvöldið? Þetta er það mömmulegasta sem ég hef gert, segja krakkarnir mínir,“ skrifaði Guðrún í framhaldinu. Í framhaldinu tók einn framtakssamur sig til og ákvað að blása til saumaklúbbs á Arnarhóli laugardaginn 2. nóvember á milli klukkan 14 og 17. Sem stendur hafa 345 boðað komu sína og enn fleiri áhugasamir. Vinkonurnar skellihlæja Guðrún útskýrir í samtali við Fréttablaðið í kvöld að saumaklúbburinn hennar sé þrjátíu ára gamall en þær vinkonurnar séu allar hjúkrunarfræðingar. „Þeim finnst þetta náttúrulega drepfyndið,“ segir Guðrún um viðbrögðin í samtali við Fréttablaðið. Ýmsir hafa boðist til að mæta með veitingar í saumaklúbbinn, bjóða fram tónlistaratriði og þakka kærlega fyrir frábært boð. Það verður enginn svikinn af því að renna í gegnum athugasemdirnar við færslu Guðrúnar. Sjálf segist Guðrún að sjálfsögðu ætla að mæta ásamt vinkonum sínum úr saumaklúbbnum.
Samfélagsmiðlar Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Sjá meira