Samfélagsmiðlar

Fréttamynd

Langþráður draumur Röggu Hólm rættist

Langþráður draumur rapparans og plötusnúðarins Röggu Hólm rættist þegar hún sá átrúnaðargoðið og poppstjörnuna Beyoncé berum augum á tónleikum í borginni Varsjá í Póllandi í vikunni. 

Lífið
Fréttamynd

Fréttir hverfa af Face­book í Kanada

Fréttir munu nú smám saman hverfa af Facebook í Kanada, eftir að þingið þar samþykkti umdeild lög sem skylda fyrirtæki á borð við Meta og Google til að ganga til samningaviðræðna við fjölmiðla og greiða þeim fyrir efni sem birtist notendum þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Zucker­berg til í að slást við Musk

Mark Zucker­berg, eig­andi sam­fé­lags­miðilsins Face­book, segist vera til í að mæta Elon Musk, eig­anda sam­fé­lags­miðilsins Twitter í slags­málum. Nokkuð ljóst er að um grín er að ræða en Face­book vinnur nú að þróun nýs sam­fé­lags­miðils sem er keim­líkur Twitter.

Lífið
Fréttamynd

Ís­lensk sund­stjarna slær í gegn á gramminu

Myndband sem sýnir hina ungu og efnilegu sundkonu, Önnu Elínu, spreyta sig í ungbarnasundi hefur vakið stormandi lukku innan samfélagsmiðla. Móðir hennar, Emilía Madeleine Heenen, segist undrandi á viðtökunum en myndbandið hefur nú fengið yfir 40 milljón áhorfa. 

Lífið
Fréttamynd

Síma­stulds- og byrlunar­mál í salt­pækli fyrir norðan

Að sögn Eyþórs Þorbergssonar varasaksóknara hjá lögregluembættinu á Norðurlandi eystra verður ekkert að frétta af rannsókn á máli sem tengist meintri byrlun og símastuldi af Páli Steingrímssyni skipstjóra fyrr en í allra fyrsta lagi í haust. Málið liggur því í saltpækli þó langt sé síðan það kom upp.

Innlent
Fréttamynd

Það er komið síma­bann

Á síðustu árum hefur reglulega sprottið upp umræða um snjallsímabönn í skólum. Skólar segjast vera komnir með snjallsímabann, bannið gangi einstaklega vel og að allir séu svoleiðis himinlifandi með framtakið. Það sem ratar hins vegar ekki í fréttirnar er að margir skólar gefast upp á slíkum bönnum, jafnvel sömu skólar og lofaðir hafa verið í fjölmiðlum fyrir að taka skrefið.

Skoðun
Fréttamynd

„Við erum öll öðruvísi en allir hinir“

Kristján Hreinsson, skáld, segir taka þurfi umræðuna um minnihlutahópa á „æðra stig“. Við séum öll öðruvísi og „enginn geti í krafti einhverrar hneigðar eða einhverjar upplifunar, ákveðið að hann sé sérstakri en einhver annar“.

Innlent
Fréttamynd

Vill stefna Háskólanum vegna uppsagnar

Kristján Hreinsson skáld, greinir frá því á Facebook-síðu sinni að honum hafi verið sagt upp störfum hjá Háskóla Íslands, en hann hefur verið með hjá Endurmenntun: Skáldsagnaskrif.

Innlent
Fréttamynd

Ásdís Rán á OnlyFans

Fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir, gjarnan kölluð Ísdrottningin, hefur haslað sér völl á efnisveitunni OnlyFans. 

Lífið
Fréttamynd

Leitin að full­komnun

Ég er staddur í miðborg Oslóar umkringdur veitingastöðum í leit að rétta staðnum til að borða á. Valkvíðinn hellist yfir mig og ég opna símann til þess að hjálpa mér að þrengja leitina. Með allar upplýsingar í heiminum í vasanum hlýt ég að geta fundið hinn fullkomna stað fyrir mig.

Skoðun
Fréttamynd

Lilja ætlar ekki að taka RÚV af aug­lýsinga­markaði

Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra – fjölmiðlaráðherra – telur ekki skynsamlegt að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði vegna þess að þá færu auglýsingatekjurnar í auknari mæli til Facebook, Google og YouTube.

Innlent
Fréttamynd

Seg­ir notk­un sam­fé­lags­miðl­a geta skað­að börn

Vivek H. Murthy, landlæknir Bandaríkjanna, segir samfélagsmiðlanotkun geta skaðað börn. Of mikil notkun samfélagsmiðla leiði til meiri hættu á geðrænum vandamálum seinna á lífsleiðinni. Þetta kom fram í áliti sem Murthy birti í gær þar sem hann segir að gögn skorti til að segja samfélagsmiðlanotkun nægilega örugga fyrir börn og táninga.

Erlent
Fréttamynd

Meta í samkeppni við Twitter

Útlit er fyrir að Meta ætli í samkeppni við Twitter. Fregnir hafa borist af því að fyrirtækið muni gefa út í sumar forrit, sem tengist Instagram, þar sem notendur geta varpað fram stuttum textaskilaboðum til fylgjenda sinna og annarra. Til stendur að taka miðilinn í notkun í sumar.

Viðskipti erlent