Lokar fyrir aðgang að X í Brasilíu Kjartan Kjartansson skrifar 30. ágúst 2024 21:08 Alexandre de Moraes, forseti hæstaréttar Brasilíu, hefur velgt Elon Musk og X undir uggum undanfarin misseri. AP/Eraldo Peres Hæstiréttardómari í Brasilíu fyrirskipaði að aðgangi að samfélagsmiðlinum X skyldi lokað í landinu eftir að fyrirtækið hunsaði tilskipun hans um að tilnefna löglegan fulltrúa þar. Málið tengist því að X neitaði að verða við dómsúrskurðum um að loka skyldi á notendur sem dreifa fölskum upplýsingum á miðlinum. X, sem áður hét Twitter, hefur ekki átt opinberan fulltrúa í Brasilíu frá því að fyrrverandi fulltrúi fyrirtækisins hætti fyrr í þessum mánuði. Alexander de Moraes, forseti hæstaréttar Brasilíu, gaf X frest fram á gærkvöldið til þess að tilnefna fulltrúa vegna rannsóknar á miðlinum í tengslum við upplýsingafals og hatursáróður. De Moraes gaf út tilskipun í dag um að lokað yrði á X í Brasilíu þar til fyrirtækið verður við tilskipun hans um að tilnefna fulltrúa í landinu og greiðir dagsektir sem því voru gerðar. AP-fréttastofan segir að það byggi á lögum sem kveða á um að erlend fyrirtæki verði að hafa löglegan fulltrúa í landinu sem hægt sé að láta vita af dómsmálum sem koma upp og varða fyrirtækin. Elon Musk, eigandi X, hefur sakað de Moraes um að brjóta lög og að reyna að ritskoða pólitíska andstæðinga hans. Hann birti meðal annars tölvuteiknaða mynd af dómaranum á bak við lás og slá á X-reikningi sínum í vikunni. Deilan hófst með því að brasilíski dómarinn skipaði X að loka á tiltekna notendur sem voru til rannsóknar fyrir að dreifa upplýsingafalsi og ala á hatri. Musk brást við með því að loka skrifstofum X í Brasilíu og aflétta banni af notendum sem höfðu verið settir út af sakramentinu. AP segir að meirihluti hæstaréttar í Brasilíu standi með de Moraes. Stuðningsmenn hans segja að hann hafi gripið til nauðsynlegra varna fyrir brasilískt lýðræði sem sé ógnað um þessar mundir. Á meðal þeirra sem dómarinn skipaði X að banna voru ýmsir þingmenn flokks Jairs Bolsonaro, fyrrverandi forseta. Stuðningsmenn hans gerðu árás á brasilíska þinghúsið eftir að hann tapaði forsetakosningum í janúar í fyrra. X (Twitter) Brasilía Tjáningarfrelsi Samfélagsmiðlar Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Sjá meira
X, sem áður hét Twitter, hefur ekki átt opinberan fulltrúa í Brasilíu frá því að fyrrverandi fulltrúi fyrirtækisins hætti fyrr í þessum mánuði. Alexander de Moraes, forseti hæstaréttar Brasilíu, gaf X frest fram á gærkvöldið til þess að tilnefna fulltrúa vegna rannsóknar á miðlinum í tengslum við upplýsingafals og hatursáróður. De Moraes gaf út tilskipun í dag um að lokað yrði á X í Brasilíu þar til fyrirtækið verður við tilskipun hans um að tilnefna fulltrúa í landinu og greiðir dagsektir sem því voru gerðar. AP-fréttastofan segir að það byggi á lögum sem kveða á um að erlend fyrirtæki verði að hafa löglegan fulltrúa í landinu sem hægt sé að láta vita af dómsmálum sem koma upp og varða fyrirtækin. Elon Musk, eigandi X, hefur sakað de Moraes um að brjóta lög og að reyna að ritskoða pólitíska andstæðinga hans. Hann birti meðal annars tölvuteiknaða mynd af dómaranum á bak við lás og slá á X-reikningi sínum í vikunni. Deilan hófst með því að brasilíski dómarinn skipaði X að loka á tiltekna notendur sem voru til rannsóknar fyrir að dreifa upplýsingafalsi og ala á hatri. Musk brást við með því að loka skrifstofum X í Brasilíu og aflétta banni af notendum sem höfðu verið settir út af sakramentinu. AP segir að meirihluti hæstaréttar í Brasilíu standi með de Moraes. Stuðningsmenn hans segja að hann hafi gripið til nauðsynlegra varna fyrir brasilískt lýðræði sem sé ógnað um þessar mundir. Á meðal þeirra sem dómarinn skipaði X að banna voru ýmsir þingmenn flokks Jairs Bolsonaro, fyrrverandi forseta. Stuðningsmenn hans gerðu árás á brasilíska þinghúsið eftir að hann tapaði forsetakosningum í janúar í fyrra.
X (Twitter) Brasilía Tjáningarfrelsi Samfélagsmiðlar Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Sjá meira