Lokar fyrir aðgang að X í Brasilíu Kjartan Kjartansson skrifar 30. ágúst 2024 21:08 Alexandre de Moraes, forseti hæstaréttar Brasilíu, hefur velgt Elon Musk og X undir uggum undanfarin misseri. AP/Eraldo Peres Hæstiréttardómari í Brasilíu fyrirskipaði að aðgangi að samfélagsmiðlinum X skyldi lokað í landinu eftir að fyrirtækið hunsaði tilskipun hans um að tilnefna löglegan fulltrúa þar. Málið tengist því að X neitaði að verða við dómsúrskurðum um að loka skyldi á notendur sem dreifa fölskum upplýsingum á miðlinum. X, sem áður hét Twitter, hefur ekki átt opinberan fulltrúa í Brasilíu frá því að fyrrverandi fulltrúi fyrirtækisins hætti fyrr í þessum mánuði. Alexander de Moraes, forseti hæstaréttar Brasilíu, gaf X frest fram á gærkvöldið til þess að tilnefna fulltrúa vegna rannsóknar á miðlinum í tengslum við upplýsingafals og hatursáróður. De Moraes gaf út tilskipun í dag um að lokað yrði á X í Brasilíu þar til fyrirtækið verður við tilskipun hans um að tilnefna fulltrúa í landinu og greiðir dagsektir sem því voru gerðar. AP-fréttastofan segir að það byggi á lögum sem kveða á um að erlend fyrirtæki verði að hafa löglegan fulltrúa í landinu sem hægt sé að láta vita af dómsmálum sem koma upp og varða fyrirtækin. Elon Musk, eigandi X, hefur sakað de Moraes um að brjóta lög og að reyna að ritskoða pólitíska andstæðinga hans. Hann birti meðal annars tölvuteiknaða mynd af dómaranum á bak við lás og slá á X-reikningi sínum í vikunni. Deilan hófst með því að brasilíski dómarinn skipaði X að loka á tiltekna notendur sem voru til rannsóknar fyrir að dreifa upplýsingafalsi og ala á hatri. Musk brást við með því að loka skrifstofum X í Brasilíu og aflétta banni af notendum sem höfðu verið settir út af sakramentinu. AP segir að meirihluti hæstaréttar í Brasilíu standi með de Moraes. Stuðningsmenn hans segja að hann hafi gripið til nauðsynlegra varna fyrir brasilískt lýðræði sem sé ógnað um þessar mundir. Á meðal þeirra sem dómarinn skipaði X að banna voru ýmsir þingmenn flokks Jairs Bolsonaro, fyrrverandi forseta. Stuðningsmenn hans gerðu árás á brasilíska þinghúsið eftir að hann tapaði forsetakosningum í janúar í fyrra. X (Twitter) Brasilía Tjáningarfrelsi Samfélagsmiðlar Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Sjá meira
X, sem áður hét Twitter, hefur ekki átt opinberan fulltrúa í Brasilíu frá því að fyrrverandi fulltrúi fyrirtækisins hætti fyrr í þessum mánuði. Alexander de Moraes, forseti hæstaréttar Brasilíu, gaf X frest fram á gærkvöldið til þess að tilnefna fulltrúa vegna rannsóknar á miðlinum í tengslum við upplýsingafals og hatursáróður. De Moraes gaf út tilskipun í dag um að lokað yrði á X í Brasilíu þar til fyrirtækið verður við tilskipun hans um að tilnefna fulltrúa í landinu og greiðir dagsektir sem því voru gerðar. AP-fréttastofan segir að það byggi á lögum sem kveða á um að erlend fyrirtæki verði að hafa löglegan fulltrúa í landinu sem hægt sé að láta vita af dómsmálum sem koma upp og varða fyrirtækin. Elon Musk, eigandi X, hefur sakað de Moraes um að brjóta lög og að reyna að ritskoða pólitíska andstæðinga hans. Hann birti meðal annars tölvuteiknaða mynd af dómaranum á bak við lás og slá á X-reikningi sínum í vikunni. Deilan hófst með því að brasilíski dómarinn skipaði X að loka á tiltekna notendur sem voru til rannsóknar fyrir að dreifa upplýsingafalsi og ala á hatri. Musk brást við með því að loka skrifstofum X í Brasilíu og aflétta banni af notendum sem höfðu verið settir út af sakramentinu. AP segir að meirihluti hæstaréttar í Brasilíu standi með de Moraes. Stuðningsmenn hans segja að hann hafi gripið til nauðsynlegra varna fyrir brasilískt lýðræði sem sé ógnað um þessar mundir. Á meðal þeirra sem dómarinn skipaði X að banna voru ýmsir þingmenn flokks Jairs Bolsonaro, fyrrverandi forseta. Stuðningsmenn hans gerðu árás á brasilíska þinghúsið eftir að hann tapaði forsetakosningum í janúar í fyrra.
X (Twitter) Brasilía Tjáningarfrelsi Samfélagsmiðlar Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Sjá meira