Jón Gnarr kennir í brjósti um Einar arftaka sinn Jakob Bjarnar skrifar 14. október 2024 14:01 Jón Gnarr segir starf borgarstjóra það erfiðasta sem hægt er að hugsa sér og hann dauðvorkennir Einari Þorsteinssyni að þurfa að sinna því. Að vera borgarstjóri er ekki níu til fimm starf, þú ert alltaf borgarstjórinn. vísir/vilhelm Jón Gnarr fyrrverandi borgarstjóri kveðst í hlaðvarpsviðtali dauðvorkenna Einari Þorsteinssyni sitjandi borgarstjóra. Einar tók við keflinu af Degi B. Eggertssyni fyrrverandi borgarstjóra á miðju kjörtímabili en Dagur hefur verið orðaður við framboð í landsmálunum og þá fyrir Samfylkinguna. „Ég vorkenni honum mjög mikið. Ég komst að því að það að vera borgarstjóri Reykjavíkur er eitt erfiðasta starf sem hægt er að vinna. Vegna þess að þetta eru svo mörg störf,“ segir Jón í viðtali við Snorra Másson ritstjóra í hlaðvarpi hans. Jón stefnir nú á þingframboð undir merkjum Viðreisnar en hann var borgarstjóri fyrir hönd Besta flokksins á árunum 2010-2014. Einar Þorsteinsson hefur verið borgarstjóri frá ársbyrjun en var kjörinn í borgarstjórn árið 2022 í miklum kosningasigri Framsóknarflokksins. Þar hlaut flokkurinn um 19 prósent atkvæða en mælist nú með 4 prósenta fylgi. „Þetta eru í rauninni fjögur störf. Þú ert æðsti yfirmaður borgarinnar, þú ert pólitískur leiðtogi minnihlutans, þú ert andlit borgarinnar gagnvart og svo ertu einhvers konar opinber persóna. Þetta er svolítið eins og að vera frægur, að þetta er 24 klukkutíma á sólarhring. Þú ert ekki borgarstjóri til klukkan fimm. Þú heldur það kannski en þú ert alltaf borgarstjóri.“ Jón reyndist, þegar upp var staðið, þriðji borgarstjórinn til að ljúka kjörtímabili sem slíkur frá árinu 1982. „Þú ert í rauninni embættismaður. Yfirmaður. Það erfiðasta sem ég hef þurft að gera í lífinu hefur verið að segja upp fólki. Það er ekkert sem er jafnmikið eitur í mínum beinum og gegn mínum persónuleika að ákveða að eitthvað fólk eigi ekki lengur að hafa vinnuna sína.“ Samúð Jóns er nú öll með Einari. „Þannig að jú, ég dauðvorkenni Einari. Þegar ég sé viðtöl við hann og sé honum bregða fyrir, þá svona hugsa ég: „Ohh.““ Sveitarstjórnarmál Samfélagsmiðlar Reykjavík Viðreisn Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Sjá meira
„Ég vorkenni honum mjög mikið. Ég komst að því að það að vera borgarstjóri Reykjavíkur er eitt erfiðasta starf sem hægt er að vinna. Vegna þess að þetta eru svo mörg störf,“ segir Jón í viðtali við Snorra Másson ritstjóra í hlaðvarpi hans. Jón stefnir nú á þingframboð undir merkjum Viðreisnar en hann var borgarstjóri fyrir hönd Besta flokksins á árunum 2010-2014. Einar Þorsteinsson hefur verið borgarstjóri frá ársbyrjun en var kjörinn í borgarstjórn árið 2022 í miklum kosningasigri Framsóknarflokksins. Þar hlaut flokkurinn um 19 prósent atkvæða en mælist nú með 4 prósenta fylgi. „Þetta eru í rauninni fjögur störf. Þú ert æðsti yfirmaður borgarinnar, þú ert pólitískur leiðtogi minnihlutans, þú ert andlit borgarinnar gagnvart og svo ertu einhvers konar opinber persóna. Þetta er svolítið eins og að vera frægur, að þetta er 24 klukkutíma á sólarhring. Þú ert ekki borgarstjóri til klukkan fimm. Þú heldur það kannski en þú ert alltaf borgarstjóri.“ Jón reyndist, þegar upp var staðið, þriðji borgarstjórinn til að ljúka kjörtímabili sem slíkur frá árinu 1982. „Þú ert í rauninni embættismaður. Yfirmaður. Það erfiðasta sem ég hef þurft að gera í lífinu hefur verið að segja upp fólki. Það er ekkert sem er jafnmikið eitur í mínum beinum og gegn mínum persónuleika að ákveða að eitthvað fólk eigi ekki lengur að hafa vinnuna sína.“ Samúð Jóns er nú öll með Einari. „Þannig að jú, ég dauðvorkenni Einari. Þegar ég sé viðtöl við hann og sé honum bregða fyrir, þá svona hugsa ég: „Ohh.““
Sveitarstjórnarmál Samfélagsmiðlar Reykjavík Viðreisn Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Sjá meira