Jón Gnarr kennir í brjósti um Einar arftaka sinn Jakob Bjarnar skrifar 14. október 2024 14:01 Jón Gnarr segir starf borgarstjóra það erfiðasta sem hægt er að hugsa sér og hann dauðvorkennir Einari Þorsteinssyni að þurfa að sinna því. Að vera borgarstjóri er ekki níu til fimm starf, þú ert alltaf borgarstjórinn. vísir/vilhelm Jón Gnarr fyrrverandi borgarstjóri kveðst í hlaðvarpsviðtali dauðvorkenna Einari Þorsteinssyni sitjandi borgarstjóra. Einar tók við keflinu af Degi B. Eggertssyni fyrrverandi borgarstjóra á miðju kjörtímabili en Dagur hefur verið orðaður við framboð í landsmálunum og þá fyrir Samfylkinguna. „Ég vorkenni honum mjög mikið. Ég komst að því að það að vera borgarstjóri Reykjavíkur er eitt erfiðasta starf sem hægt er að vinna. Vegna þess að þetta eru svo mörg störf,“ segir Jón í viðtali við Snorra Másson ritstjóra í hlaðvarpi hans. Jón stefnir nú á þingframboð undir merkjum Viðreisnar en hann var borgarstjóri fyrir hönd Besta flokksins á árunum 2010-2014. Einar Þorsteinsson hefur verið borgarstjóri frá ársbyrjun en var kjörinn í borgarstjórn árið 2022 í miklum kosningasigri Framsóknarflokksins. Þar hlaut flokkurinn um 19 prósent atkvæða en mælist nú með 4 prósenta fylgi. „Þetta eru í rauninni fjögur störf. Þú ert æðsti yfirmaður borgarinnar, þú ert pólitískur leiðtogi minnihlutans, þú ert andlit borgarinnar gagnvart og svo ertu einhvers konar opinber persóna. Þetta er svolítið eins og að vera frægur, að þetta er 24 klukkutíma á sólarhring. Þú ert ekki borgarstjóri til klukkan fimm. Þú heldur það kannski en þú ert alltaf borgarstjóri.“ Jón reyndist, þegar upp var staðið, þriðji borgarstjórinn til að ljúka kjörtímabili sem slíkur frá árinu 1982. „Þú ert í rauninni embættismaður. Yfirmaður. Það erfiðasta sem ég hef þurft að gera í lífinu hefur verið að segja upp fólki. Það er ekkert sem er jafnmikið eitur í mínum beinum og gegn mínum persónuleika að ákveða að eitthvað fólk eigi ekki lengur að hafa vinnuna sína.“ Samúð Jóns er nú öll með Einari. „Þannig að jú, ég dauðvorkenni Einari. Þegar ég sé viðtöl við hann og sé honum bregða fyrir, þá svona hugsa ég: „Ohh.““ Sveitarstjórnarmál Samfélagsmiðlar Reykjavík Viðreisn Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Kennaraverkfall 2024 Mest lesið „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
„Ég vorkenni honum mjög mikið. Ég komst að því að það að vera borgarstjóri Reykjavíkur er eitt erfiðasta starf sem hægt er að vinna. Vegna þess að þetta eru svo mörg störf,“ segir Jón í viðtali við Snorra Másson ritstjóra í hlaðvarpi hans. Jón stefnir nú á þingframboð undir merkjum Viðreisnar en hann var borgarstjóri fyrir hönd Besta flokksins á árunum 2010-2014. Einar Þorsteinsson hefur verið borgarstjóri frá ársbyrjun en var kjörinn í borgarstjórn árið 2022 í miklum kosningasigri Framsóknarflokksins. Þar hlaut flokkurinn um 19 prósent atkvæða en mælist nú með 4 prósenta fylgi. „Þetta eru í rauninni fjögur störf. Þú ert æðsti yfirmaður borgarinnar, þú ert pólitískur leiðtogi minnihlutans, þú ert andlit borgarinnar gagnvart og svo ertu einhvers konar opinber persóna. Þetta er svolítið eins og að vera frægur, að þetta er 24 klukkutíma á sólarhring. Þú ert ekki borgarstjóri til klukkan fimm. Þú heldur það kannski en þú ert alltaf borgarstjóri.“ Jón reyndist, þegar upp var staðið, þriðji borgarstjórinn til að ljúka kjörtímabili sem slíkur frá árinu 1982. „Þú ert í rauninni embættismaður. Yfirmaður. Það erfiðasta sem ég hef þurft að gera í lífinu hefur verið að segja upp fólki. Það er ekkert sem er jafnmikið eitur í mínum beinum og gegn mínum persónuleika að ákveða að eitthvað fólk eigi ekki lengur að hafa vinnuna sína.“ Samúð Jóns er nú öll með Einari. „Þannig að jú, ég dauðvorkenni Einari. Þegar ég sé viðtöl við hann og sé honum bregða fyrir, þá svona hugsa ég: „Ohh.““
Sveitarstjórnarmál Samfélagsmiðlar Reykjavík Viðreisn Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Kennaraverkfall 2024 Mest lesið „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira