Fiskeldi

Fréttamynd

Formenn stjórnarflokkanna funduðu með fulltrúum sveitarfélaganna um fiskeldismál

Formenn stjórnarflokka ríkisstjórnarinnar funduðu í gær með bæjarstjóra Vesturbyggðar og oddvita Tálknafjarðarbæjar. Tilefni fundarins var að ræða stöðuna sem nú er uppi hjá fiskeldisfyrirtækjum í sveitarfélögunum tveimur en úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála ógilti fyrr í vikunni rekstrarleyfi fyrirtækjanna til fiskeldis á Vestfjörðum. Sveitarstjórnarmenn sveitarfélaganna sátu einnig fundinn.

Innlent
Fréttamynd

Virðist byggja á mistökum opinberra stofnanna segir ráðherra

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir ýmislegt benda til þess að úrskurðir sem fella úr gildi rekstarleyfi tveggja laxeldisfyrirtækja á Vestfjörðum byggi á mistökum. Verið sé að bera saman epli og appelsínur og ekki hafi verið tekið tillit til hagsmuna samfélagsins fyrir vestan.

Innlent
Fréttamynd

Eldislaxinn var að því kominn að hrygna í Eyjafjarðaránni

Hrygnan sem veiddist í Eyjafjarðará var kynþroska og komin að því að hrygna. Framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva segir fjölda eldislaxa í ám landsins innan áhættuviðmiða. Fjórir eldislaxar hafa nú þegar verið staðfestir í íslenskum veiðiám í sumar. Veiðifélögin hafa gríðarlegar áhyggjur af málinu.

Innlent
Fréttamynd

Tólf draga sig úr kokkalandsliðinu

Tólf kokkar hafa ákveðið að draga sig úr kokkalandsliðinu vegna ákvörðunar Klúbbs matreiðslumeistara að gera styrktarsamning við fiskeldisfélagið Arnarlax.

Innlent
Fréttamynd

Yfirgangur

Framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldistöðva vandaði Pálma Gunnarssyni ekki kveðjurnar í grein hér í blaðinu á dögunum.

Skoðun