Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir skrifar 19. október 2020 11:30 Nú liggur fyrir að lífeyrissjóðurinn Gildi hefur fjárfest fyrir þrjá milljarða króna í Icelandic Salmon AS, norsku móðurfélagi Arnarlax. Þar með renna til Noregs beinharðir þrír milljarðar sem íslenskt verkafólk, meðal annars félagsmenn Eflingar, hafa sparað sér til elliáranna af launum sem unnið hefur verið fyrir hörðum höndum. Arnarlax stundar laxeldi í opnum sjókvíum á Vestfjörðum með frjóan eldislax af norskum uppruna. Frá eldinu streymir úrgangur óhreinsaður beint í sjóinn og safnast upp með tilheyrandi hættu fyrir lífríkið. Reglulega er hellt í opnar kvíarnar eitri til að drepa laxalús sem herjar á eldisfiskana, eitur sem strádrepur aðrar lífverur svo sem rækjur og krabbadýr á svæðinu. Og reglulega sleppa eldisfiskar sem rannsóknir hafa sýnt að útrýma villtum stofnum laxa ef innblöndunin stendur um lengri tíma í nægjanlega miklum mæli. Fjöregg komandi kynslóða, íslensk náttúra, er skiptimyntin sem látin er liggja á milli hluta í þessu braski. Verðmat hins norska móðurfélags Arnarlax var 50 milljarða fyrir innspýtingu íslenska verkafólksins. Á bak við það eru fyrst og fremst eldisleyfi Arnarlax upp á 25.000 tonn í vestfirskum sjó. Verðmat íslensku leyfanna er því ekki fjarri nýlegum kaupum norska sjókvíaeldisrisans Salmar AS, aðaleiganda Icelandic Salmon AS, á norskum leyfum af norska ríkinu þar sem greiddir voru 30 milljarðar fyrir 8.000 tonna leyfi. Þeir 30 milljarðar runnu í norska ríkiskassann, sameign norska verkalýðsins og annarra þar í landi. Á Íslandi er ekkert greitt til ríkisins fyrir úthlutuð eldisleyfi, eldiskvótinn er ókeypis. Íslenskt verkafólk hefur því með sparnaði sínum greitt hinum norsku nýlenduherrum fyrir hlutdeild í íslenskum leyfum sem veitt voru ókeypis. Á sama tíma greiðir norski eigandinn norska ríkinu fyrir viðbótarleyfi í Noregi. Hversu öfugsnúinn getur veruleikinn verið? Höfundur er lögfræðingur og félagi í Íslenska náttúrulífssjóðnum - The Icelandic Wildlife Fund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir að lífeyrissjóðurinn Gildi hefur fjárfest fyrir þrjá milljarða króna í Icelandic Salmon AS, norsku móðurfélagi Arnarlax. Þar með renna til Noregs beinharðir þrír milljarðar sem íslenskt verkafólk, meðal annars félagsmenn Eflingar, hafa sparað sér til elliáranna af launum sem unnið hefur verið fyrir hörðum höndum. Arnarlax stundar laxeldi í opnum sjókvíum á Vestfjörðum með frjóan eldislax af norskum uppruna. Frá eldinu streymir úrgangur óhreinsaður beint í sjóinn og safnast upp með tilheyrandi hættu fyrir lífríkið. Reglulega er hellt í opnar kvíarnar eitri til að drepa laxalús sem herjar á eldisfiskana, eitur sem strádrepur aðrar lífverur svo sem rækjur og krabbadýr á svæðinu. Og reglulega sleppa eldisfiskar sem rannsóknir hafa sýnt að útrýma villtum stofnum laxa ef innblöndunin stendur um lengri tíma í nægjanlega miklum mæli. Fjöregg komandi kynslóða, íslensk náttúra, er skiptimyntin sem látin er liggja á milli hluta í þessu braski. Verðmat hins norska móðurfélags Arnarlax var 50 milljarða fyrir innspýtingu íslenska verkafólksins. Á bak við það eru fyrst og fremst eldisleyfi Arnarlax upp á 25.000 tonn í vestfirskum sjó. Verðmat íslensku leyfanna er því ekki fjarri nýlegum kaupum norska sjókvíaeldisrisans Salmar AS, aðaleiganda Icelandic Salmon AS, á norskum leyfum af norska ríkinu þar sem greiddir voru 30 milljarðar fyrir 8.000 tonna leyfi. Þeir 30 milljarðar runnu í norska ríkiskassann, sameign norska verkalýðsins og annarra þar í landi. Á Íslandi er ekkert greitt til ríkisins fyrir úthlutuð eldisleyfi, eldiskvótinn er ókeypis. Íslenskt verkafólk hefur því með sparnaði sínum greitt hinum norsku nýlenduherrum fyrir hlutdeild í íslenskum leyfum sem veitt voru ókeypis. Á sama tíma greiðir norski eigandinn norska ríkinu fyrir viðbótarleyfi í Noregi. Hversu öfugsnúinn getur veruleikinn verið? Höfundur er lögfræðingur og félagi í Íslenska náttúrulífssjóðnum - The Icelandic Wildlife Fund.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun