Þrjátíu punda náttúrulausir urriðar á Þingvöllum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. október 2020 20:00 Össur Skarphéðinsson, doktor í fiskeldi, sem var staddur á Þingvöllum í gær í góða veðrinu ásamt fjölda fólks til að fylgjast með Urriðanum í Öxará. Magnús Hlynur Hreiðarsson Tuttugu og fjögurra til tuttugu og sjö punda urriðar ganga nú upp í Öxará á Þingvöllum þar sem þeir sýna sínar bestur hliðar fyrir þá fjölmörgu gesti, sem hafa farið á staðinn til að sjá göngurnar. Urriðarnir eru þeir stærstu í heimi. Margir lögðu leið sína um helgina, ekki síst í gær í góða veðrinu á Þingvelli til að njóta haustlitanna og náttúrunnar þar. Það sem stóð þó upp úr hjá flestum var að fylgjast með urriðanum í Öxará enda brýrnar fullar af áhugasömu fólki að fylgjast með þessum magnaða fiski. „Fólk kemur hingað til þess að horfa á stærsta urriða í heimi, Ísaldarurriðinn er að ganga núna upp í Öxaránna og er eiginlega hvað þéttbýlastur í ánni núna. Hann er að hrygna, hann hrygnir t.d. fyrir neðan brúnna rétt hjá þar sem Hótel Valhöll stóð, við stöplana þar sem eru malarbingir eru og síðan upp eftir allri ánni,“ segir Össur Skarphéðinsson, doktor í fiskeldi. Fólk hefur greinilega mjög mikinn áhuga á að fylgjast með Urriðanum sem er þessa dagana að ganga upp í Öxará.Magnús Hlynur Hreiðarsson Össur segir að það séu 1.500 til 1.600 urriðar sem ganga upp í ánna á hverju hausti. „Já, stærstu, sem ganga hingað upp í Öxará eru svona 24 til 27 pund. Ég hef einu sinni verið hér með 29 punda urriða en það sem er kannski merkilegast við það er að hérna fyrir utan ánna eru menn stundum að veiða stærri fiska, yfir 30 punda fiska en þeir koma aldrei upp í ánna og mín kenning er sú að þetta sé gamlir urriðar, sem eru enn að vaxa pínulítið en eru orðnir náttúrulausir eins og við kallarnir verða að lokum. Þess vegna ganga þeir ekki upp í ánna en veiðast stundum hérna fyrir utan.“ Össur segir það ekki koma sér á óvart hvað almenningur hefur mikinn áhuga á urriðanum á Þingvöllum. „Það er vel skiljanlegt, þetta er áttunda undur veraldar, þetta er náttúrulega alveg stórkostlegt, bæði stórkostlegt hvernig hefur texist að ná stofninum upp aftur og líka hér þar sem hið forna Alþingi stóð forðum, að þar skuli þessi hátindur sköpunarverksins undir norðurhjaranum bókstaflega vera til sýnis í sex til átta vikur á hverju ári,“ segir Össur. Flestir Urriðarnir eru á bilinu 24 til 27 pund en Össur segir að þeir elstu, sem eru komnir upp í 30 pund eða meira séu orðnir náttúrulausir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þingvellir Bláskógabyggð Fiskeldi Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Sjá meira
Tuttugu og fjögurra til tuttugu og sjö punda urriðar ganga nú upp í Öxará á Þingvöllum þar sem þeir sýna sínar bestur hliðar fyrir þá fjölmörgu gesti, sem hafa farið á staðinn til að sjá göngurnar. Urriðarnir eru þeir stærstu í heimi. Margir lögðu leið sína um helgina, ekki síst í gær í góða veðrinu á Þingvelli til að njóta haustlitanna og náttúrunnar þar. Það sem stóð þó upp úr hjá flestum var að fylgjast með urriðanum í Öxará enda brýrnar fullar af áhugasömu fólki að fylgjast með þessum magnaða fiski. „Fólk kemur hingað til þess að horfa á stærsta urriða í heimi, Ísaldarurriðinn er að ganga núna upp í Öxaránna og er eiginlega hvað þéttbýlastur í ánni núna. Hann er að hrygna, hann hrygnir t.d. fyrir neðan brúnna rétt hjá þar sem Hótel Valhöll stóð, við stöplana þar sem eru malarbingir eru og síðan upp eftir allri ánni,“ segir Össur Skarphéðinsson, doktor í fiskeldi. Fólk hefur greinilega mjög mikinn áhuga á að fylgjast með Urriðanum sem er þessa dagana að ganga upp í Öxará.Magnús Hlynur Hreiðarsson Össur segir að það séu 1.500 til 1.600 urriðar sem ganga upp í ánna á hverju hausti. „Já, stærstu, sem ganga hingað upp í Öxará eru svona 24 til 27 pund. Ég hef einu sinni verið hér með 29 punda urriða en það sem er kannski merkilegast við það er að hérna fyrir utan ánna eru menn stundum að veiða stærri fiska, yfir 30 punda fiska en þeir koma aldrei upp í ánna og mín kenning er sú að þetta sé gamlir urriðar, sem eru enn að vaxa pínulítið en eru orðnir náttúrulausir eins og við kallarnir verða að lokum. Þess vegna ganga þeir ekki upp í ánna en veiðast stundum hérna fyrir utan.“ Össur segir það ekki koma sér á óvart hvað almenningur hefur mikinn áhuga á urriðanum á Þingvöllum. „Það er vel skiljanlegt, þetta er áttunda undur veraldar, þetta er náttúrulega alveg stórkostlegt, bæði stórkostlegt hvernig hefur texist að ná stofninum upp aftur og líka hér þar sem hið forna Alþingi stóð forðum, að þar skuli þessi hátindur sköpunarverksins undir norðurhjaranum bókstaflega vera til sýnis í sex til átta vikur á hverju ári,“ segir Össur. Flestir Urriðarnir eru á bilinu 24 til 27 pund en Össur segir að þeir elstu, sem eru komnir upp í 30 pund eða meira séu orðnir náttúrulausir.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Þingvellir Bláskógabyggð Fiskeldi Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Sjá meira