Segja eldisfyrirtækin sýna lögum fullkomna fyrirlitningu Jakob Bjarnar skrifar 28. september 2020 15:45 Myndin sýnir sjóbirting sem lenti í lúsageri á leið til heimkynna sinna við Lofoten í Norður Noregi. Fiskur sem fær slíkan fjölda af lús á sig á mjög takmarkaða möguleika á að lifa af. Redd Villaksen - norsk náttúruverndarsamtök „Laxalús hefur haft skelfileg áhrif á villta laxastofna og sjóbirting. Við Noreg er staðan sú að 80 prósent sjóbirtingsstofna hefur skaðast vegna lúsafársins frá sjókvíunum,“ segir Ingólfur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Íslenska náttúruverndarsjóðsins, The Icelandic Wildlife Fund. Fiskeldisfyrirtæki skila ekki inn lögskipuðum skýrslum Samtökin hafa nú sent frá sér harðorða tilkynningu þar sem segir að samkvæmt reglugerð sem sjávarútvegsráðherra setti í maí skal MAST birta niðurstöður vöktunar á viðkomu sníkjudýra í fiskeldi ekki síðar en 20 dögum eftir að vöktunarskýrsla berst. Engin slík skýrsla hefur hins vegar birst á vef MAST á þeim fjórum mánuðum sem liðnir eru frá því reglugerðin var sett. Samkvæmt reglugerð sem sjávarútvegsráðherra setti í maí skal MAST birta niðurstöður vöktunar á viðkomu sníkjudýra í...Posted by Icelandic Wildlife Fund on Mánudagur, 28. september 2020 „Við hjá IWF sendum því MAST fyrirspurn og báðum um skýringar. Samkvæmt svari MAST var óskað eftir þessum vöktunarskýrslum frá fiskeldisfyrirtækjunum í júní en án árangurs,“ segir á Facebooksíðu samtakanna. Og vitnar beint í svör sem þeim hafa borist við fyrirspurnum sínum frá MAST: „Enn hefur enginn rekstraraðili í fiskeldi skilað inn gögnum á grundvelli 19. gr.b laga um fiskeldi. Matvælastofnun hefur ítrekað beiðni um skyldubundinn gögn og mun grípa til viðeigandi stjórnsýsluúrræða ef ástæða er til.“ Lúsager frá sjókvíaeldinu Á það er bent að reglugerðin um snýkjudýravöktunina byggi á lögum sem voru samþykkt á Alþingi í júní 2019 og tóku gildi 1. janúar 2020. Sjókvíaeldisfyrirtækin hafa því haft rúman tíma til að undirbúa sig. Ingólfur Ásgeirsson segir eldisfyrirtækin sýna fullkomna fyrirlitningu gagnvart lögum. „Fyrirlitning þessara fyrirtækja á lögum og reglum landsins virðist vera algjör. Lögin sem voru samþykkt í fyrra voru skref í áttina að því að auka aðhald með sjókvíaeldisfyrirtækjunum. Þau hafa þetta aðhald hins vegar að engu með því að sinna ekki lögbundinni upplýsingagjöf til MAST,“ segir Ingólfur. Erlendar rannsóknir sýni að lúsin leggst þungt á lax. Sérstaklega er ungviði villta fisksins hætta búin en það stráfellur þegar það lendir í lúsageri frá sjókvíaeldinu. „Þessar hörmulegu skuggahliðar sjókvíaeldsins hafa ekki fengið verðskuldaða athygli hér þrátt fyrir að MAST hafi gefið leyfi á hverju ári frá 2017 fyrir notkun kemískra efna eða lyfja til að meðhöndla lúsasmitaðan eldislax í sjókvíum á Vestfjörðum,“ segir Ingólfur. Fiskeldi Alþingi Umhverfismál Dýr Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Sjá meira
„Laxalús hefur haft skelfileg áhrif á villta laxastofna og sjóbirting. Við Noreg er staðan sú að 80 prósent sjóbirtingsstofna hefur skaðast vegna lúsafársins frá sjókvíunum,“ segir Ingólfur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Íslenska náttúruverndarsjóðsins, The Icelandic Wildlife Fund. Fiskeldisfyrirtæki skila ekki inn lögskipuðum skýrslum Samtökin hafa nú sent frá sér harðorða tilkynningu þar sem segir að samkvæmt reglugerð sem sjávarútvegsráðherra setti í maí skal MAST birta niðurstöður vöktunar á viðkomu sníkjudýra í fiskeldi ekki síðar en 20 dögum eftir að vöktunarskýrsla berst. Engin slík skýrsla hefur hins vegar birst á vef MAST á þeim fjórum mánuðum sem liðnir eru frá því reglugerðin var sett. Samkvæmt reglugerð sem sjávarútvegsráðherra setti í maí skal MAST birta niðurstöður vöktunar á viðkomu sníkjudýra í...Posted by Icelandic Wildlife Fund on Mánudagur, 28. september 2020 „Við hjá IWF sendum því MAST fyrirspurn og báðum um skýringar. Samkvæmt svari MAST var óskað eftir þessum vöktunarskýrslum frá fiskeldisfyrirtækjunum í júní en án árangurs,“ segir á Facebooksíðu samtakanna. Og vitnar beint í svör sem þeim hafa borist við fyrirspurnum sínum frá MAST: „Enn hefur enginn rekstraraðili í fiskeldi skilað inn gögnum á grundvelli 19. gr.b laga um fiskeldi. Matvælastofnun hefur ítrekað beiðni um skyldubundinn gögn og mun grípa til viðeigandi stjórnsýsluúrræða ef ástæða er til.“ Lúsager frá sjókvíaeldinu Á það er bent að reglugerðin um snýkjudýravöktunina byggi á lögum sem voru samþykkt á Alþingi í júní 2019 og tóku gildi 1. janúar 2020. Sjókvíaeldisfyrirtækin hafa því haft rúman tíma til að undirbúa sig. Ingólfur Ásgeirsson segir eldisfyrirtækin sýna fullkomna fyrirlitningu gagnvart lögum. „Fyrirlitning þessara fyrirtækja á lögum og reglum landsins virðist vera algjör. Lögin sem voru samþykkt í fyrra voru skref í áttina að því að auka aðhald með sjókvíaeldisfyrirtækjunum. Þau hafa þetta aðhald hins vegar að engu með því að sinna ekki lögbundinni upplýsingagjöf til MAST,“ segir Ingólfur. Erlendar rannsóknir sýni að lúsin leggst þungt á lax. Sérstaklega er ungviði villta fisksins hætta búin en það stráfellur þegar það lendir í lúsageri frá sjókvíaeldinu. „Þessar hörmulegu skuggahliðar sjókvíaeldsins hafa ekki fengið verðskuldaða athygli hér þrátt fyrir að MAST hafi gefið leyfi á hverju ári frá 2017 fyrir notkun kemískra efna eða lyfja til að meðhöndla lúsasmitaðan eldislax í sjókvíum á Vestfjörðum,“ segir Ingólfur.
Fiskeldi Alþingi Umhverfismál Dýr Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði