Telja Mumma og VG svíkja náttúruna Jakob Bjarnar skrifar 12. júní 2020 13:16 Náttúruverndarsinnum mörgum þykir það skjóta skökku við að hinn yfirlýsti náttúruverndarsinni og umhverfisráðherra skuli sitja hjá og horfa á þegar sjókvíaeldi er stóraukið við Íslandsstrendur. visir/Einar Árnason „Það er hreint út sagt ótrúlegt að engin á þingi skuli stíga fram og standa með náttúru og lífríki landsins gegn þessari vá sem sjókvíaeldið sannarlega er,“ segir Ingólfur Ásgeirsson í samtali við Vísi. Ingólfur er meðal annars er einn eiganda veiðifélagsins Starrir ehf en Ingólfur er einn stofnanda Íslenska náttúruverndarsjóðsins - The Icelandic Wildlife Fund. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra, sem jafnan er kallaður Mummi, sætir nú meðal annarra, harðri gagnrýni vegna sjókvíaeldis við Ísland og fyrirhugaðrar aukningar á því sviði. Þeir sem gagnrýna eldi við strendur landsins og þá meðal annars hættu á genamengun, telja það skjóta skökku við að Guðmundur Ingi skuli í besta falli skila auðu málinu en áður en hann gerðist ráðherra starfaði hann sem framkvæmdastjóri Landverndar. Þá kennir flokkur hans sig við náttúruvernd en andstæðingar sjókvíaeldis telja ekki nokkurn vafa leika á um að sjókvíaeldi er mengandi iðnaður. Stefna Vinstri grænna í sjókvíaeldinu er hins vegar sú að vera henni hlynnt heima í héraði. Nýtt áhættumat Hafró, sem Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra hefur fyrir sinn hatt samþykkt, felur í sér heimild til að ala allt að 106.500 tonn af laxi í sjó við Ísland, sem er tuttugu prósenta aukning á leyfilegu eldi á frjóum laxi. Með nýju áhættumati er heimilt að ala tólf þúsund tonn af laxi í Ísafjarðardjúpi. Auglýst eftir náttúruverndarsinnum á þingi Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga, var ómyrkur í máli í samtali við fréttastofu RÚV í gær, vegna þessa. Jón Helgi segir umhverfisráðherra bregðast náttúrunni, hann sitji bara hjá og horfi á. „Það er eiginlega alveg sama hvenær eitthvað fellur umhverfinu í vil varðandi þessi fiskeldismál, þá koma stjórnvöld alltaf inn og ógilda það til þess að ýta undir þennan iðnað og hjálpa þessum norsku fyrirtækjum að stunda sinn iðnað og menga þessa náttúru sem þau eru með ókeypis undir sína starfsemi.“ Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra hefur samþykkt nýtt og umdeilt áhættumat. Náttúruverndarsinnar segja það langt í frá að náttúran njóti vafans.visir/vilhelm Ingólfur er sama sinnis og telur þetta vart umdeilanlegt. „Maður spyr sig hvort umhverfisráðherra og fólk innan ríkisstjórnarflokkanna, sem maður hélt að vildi vernda umhverfi og lífríki Íslands, ætli bara að sitja hjá í þessu máli? Hvar eru náttúruverndarsinnarnir á Alþingi?“ spyr Ingólfur. Ingi Freyr Vilhjálmsson blaðamaður á Stundinni hefur fjallað ítarlega um sjókvíaeldi við Íslandsstrendur en í fréttaskýringum hans um málið hefur meðal annars verið á það bent hvernig úthlutun á leyfum verða að talsverðum auðæfum í norsku kauphöllinni. Tíu þúsund laxar sleppa á ári hverju í Djúpið Meðal íslenskra náttúruverndarsinna, en í þessu máli hafa þeir einkum komið fram úr röðum stangveiðimanna, er það ekki síst náttúran og laxastofninn sem slíkur sem menn hafa af áhyggjur. Ingólfur segir það hafa verið sannkallaðan sorgardag fyrir náttúruvernd á Íslandi, þegar opnað var fyrir sjókvíaeldi á norskum laxi í Ísafjarðardjúpi. Ingólfur Ásgeirsson segir það ótrúlega sorglegt að fórna eigi villta laxastofninum fyrir stundarhagsmuni. „Í áhættumati Hafrannsóknastofnunar kemur fram að af hverju tonni af eldislaxi sem er alið í sjókvíum sleppur að meðaltali 0,82 lax út í náttúruna. Sú tala er að vísu mjög varlega áætluð en ef við miðum bara við hana munu 9.600 eldislaxar af framandi stofni sleppa úr netapokunum í Djúpinu á hverju ári hér eftir. Allur íslenski villti laxastofninn telur um 80.000 fiska.“ Að sögn Ingólfs er ekki deilt um að erfðablöndun eigi sér stað. Hún sé óhjákvæmileg. „Við vitum að erfðablöndun er þegar staðfest í ánum sem liggja að fjörðum þar sem sjókvíaeldi er nú stundað á vestanverðum Vestfjörðum. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra en stangveiðimenn beina nú spjótum sínum að honum.visir/einar árnason Í skýrslu Hafrannsóknastofnunar sem birtist í ágúst 2017 kemur fram að erfðablöndun við norskan eldislax fannst í sex ám á Vestfjörðum. Uppruninn var úr því sjókvíaeldi sem þá var stundað hér en frá 2017 hefur umfang þess aukist verulega. Í Djúpinu er litlir laxastofnar sem munu fara illa út úr þessu.“ Genablöndun veikir getu villtra laxa Ingólfur lýsir því að rannsóknir sýni að laxastofnarnir í ánum sem liggja í Ísafjarðardjúp séu einstakir og eigi sér um 10 þúsund ára sögu. „Það er ótrúlega sorglegt að þeim eigi að fórna fyrir stundarhagsmuni. Það er vitað sleppifiskurinn blandast villtum stofnum og af það er stöðugt ár eftir ár veikir það getu villta laxins til að lifa af í náttúrunni, sem er nú þegar orðin honum fjandsamleg af manna völdum vegna hlýnunar og súrnun sjávar.“ Í Noregi finnst erfðablöndun við eldislax í um 66 prósent af villtum laxastofnum. „Norska vísindaráðið segir að sleppifiskar, sjúkdómar og sníkjudýr úr sjókvíaeldi séu stærsta manngerða hættan fyrir villta laxastofna. Þetta er allt þekkt og samt er Ísland að leyfa þessum iðnaði að þenjast hér út.“ Efnahagsmál Sjávarútvegur Fiskeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Tengdar fréttir Gustav Magnar nýtur góðs af sjókvíaeldi við Íslandsstrendur Ádeila Haralds Eiríkssonar á miklu flugi á Facebook. 14. janúar 2020 11:45 Ráðherra hefur varnaðarorð að engu Þegar sjávarútvegsráðherra kynnti á dögunum drög að nýrri reglugerð um fiskeldi í samráðsgátt stjórnvalda vakti eðlilega mesta athygli fráleit tillaga hans um að afnema fjarlægðamörk sjókvía frá ósum laxveiðiáa. 6. febrúar 2020 13:30 Segir sjókvíaeldismenn með sína fulltrúa í ráðuneytinu Sérfræðingar ráðuneytisins komu frá Arnarlaxi. 22. janúar 2020 11:00 Vilja friða Eyjafjörð fyrir sjókvíaeldi Bæjarstjórnin á Akureyri hefur samþykkt að leggja til við sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn vil að náttúran fái að njóta vafans. 23. maí 2020 20:06 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
„Það er hreint út sagt ótrúlegt að engin á þingi skuli stíga fram og standa með náttúru og lífríki landsins gegn þessari vá sem sjókvíaeldið sannarlega er,“ segir Ingólfur Ásgeirsson í samtali við Vísi. Ingólfur er meðal annars er einn eiganda veiðifélagsins Starrir ehf en Ingólfur er einn stofnanda Íslenska náttúruverndarsjóðsins - The Icelandic Wildlife Fund. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra, sem jafnan er kallaður Mummi, sætir nú meðal annarra, harðri gagnrýni vegna sjókvíaeldis við Ísland og fyrirhugaðrar aukningar á því sviði. Þeir sem gagnrýna eldi við strendur landsins og þá meðal annars hættu á genamengun, telja það skjóta skökku við að Guðmundur Ingi skuli í besta falli skila auðu málinu en áður en hann gerðist ráðherra starfaði hann sem framkvæmdastjóri Landverndar. Þá kennir flokkur hans sig við náttúruvernd en andstæðingar sjókvíaeldis telja ekki nokkurn vafa leika á um að sjókvíaeldi er mengandi iðnaður. Stefna Vinstri grænna í sjókvíaeldinu er hins vegar sú að vera henni hlynnt heima í héraði. Nýtt áhættumat Hafró, sem Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra hefur fyrir sinn hatt samþykkt, felur í sér heimild til að ala allt að 106.500 tonn af laxi í sjó við Ísland, sem er tuttugu prósenta aukning á leyfilegu eldi á frjóum laxi. Með nýju áhættumati er heimilt að ala tólf þúsund tonn af laxi í Ísafjarðardjúpi. Auglýst eftir náttúruverndarsinnum á þingi Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga, var ómyrkur í máli í samtali við fréttastofu RÚV í gær, vegna þessa. Jón Helgi segir umhverfisráðherra bregðast náttúrunni, hann sitji bara hjá og horfi á. „Það er eiginlega alveg sama hvenær eitthvað fellur umhverfinu í vil varðandi þessi fiskeldismál, þá koma stjórnvöld alltaf inn og ógilda það til þess að ýta undir þennan iðnað og hjálpa þessum norsku fyrirtækjum að stunda sinn iðnað og menga þessa náttúru sem þau eru með ókeypis undir sína starfsemi.“ Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra hefur samþykkt nýtt og umdeilt áhættumat. Náttúruverndarsinnar segja það langt í frá að náttúran njóti vafans.visir/vilhelm Ingólfur er sama sinnis og telur þetta vart umdeilanlegt. „Maður spyr sig hvort umhverfisráðherra og fólk innan ríkisstjórnarflokkanna, sem maður hélt að vildi vernda umhverfi og lífríki Íslands, ætli bara að sitja hjá í þessu máli? Hvar eru náttúruverndarsinnarnir á Alþingi?“ spyr Ingólfur. Ingi Freyr Vilhjálmsson blaðamaður á Stundinni hefur fjallað ítarlega um sjókvíaeldi við Íslandsstrendur en í fréttaskýringum hans um málið hefur meðal annars verið á það bent hvernig úthlutun á leyfum verða að talsverðum auðæfum í norsku kauphöllinni. Tíu þúsund laxar sleppa á ári hverju í Djúpið Meðal íslenskra náttúruverndarsinna, en í þessu máli hafa þeir einkum komið fram úr röðum stangveiðimanna, er það ekki síst náttúran og laxastofninn sem slíkur sem menn hafa af áhyggjur. Ingólfur segir það hafa verið sannkallaðan sorgardag fyrir náttúruvernd á Íslandi, þegar opnað var fyrir sjókvíaeldi á norskum laxi í Ísafjarðardjúpi. Ingólfur Ásgeirsson segir það ótrúlega sorglegt að fórna eigi villta laxastofninum fyrir stundarhagsmuni. „Í áhættumati Hafrannsóknastofnunar kemur fram að af hverju tonni af eldislaxi sem er alið í sjókvíum sleppur að meðaltali 0,82 lax út í náttúruna. Sú tala er að vísu mjög varlega áætluð en ef við miðum bara við hana munu 9.600 eldislaxar af framandi stofni sleppa úr netapokunum í Djúpinu á hverju ári hér eftir. Allur íslenski villti laxastofninn telur um 80.000 fiska.“ Að sögn Ingólfs er ekki deilt um að erfðablöndun eigi sér stað. Hún sé óhjákvæmileg. „Við vitum að erfðablöndun er þegar staðfest í ánum sem liggja að fjörðum þar sem sjókvíaeldi er nú stundað á vestanverðum Vestfjörðum. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra en stangveiðimenn beina nú spjótum sínum að honum.visir/einar árnason Í skýrslu Hafrannsóknastofnunar sem birtist í ágúst 2017 kemur fram að erfðablöndun við norskan eldislax fannst í sex ám á Vestfjörðum. Uppruninn var úr því sjókvíaeldi sem þá var stundað hér en frá 2017 hefur umfang þess aukist verulega. Í Djúpinu er litlir laxastofnar sem munu fara illa út úr þessu.“ Genablöndun veikir getu villtra laxa Ingólfur lýsir því að rannsóknir sýni að laxastofnarnir í ánum sem liggja í Ísafjarðardjúp séu einstakir og eigi sér um 10 þúsund ára sögu. „Það er ótrúlega sorglegt að þeim eigi að fórna fyrir stundarhagsmuni. Það er vitað sleppifiskurinn blandast villtum stofnum og af það er stöðugt ár eftir ár veikir það getu villta laxins til að lifa af í náttúrunni, sem er nú þegar orðin honum fjandsamleg af manna völdum vegna hlýnunar og súrnun sjávar.“ Í Noregi finnst erfðablöndun við eldislax í um 66 prósent af villtum laxastofnum. „Norska vísindaráðið segir að sleppifiskar, sjúkdómar og sníkjudýr úr sjókvíaeldi séu stærsta manngerða hættan fyrir villta laxastofna. Þetta er allt þekkt og samt er Ísland að leyfa þessum iðnaði að þenjast hér út.“
Efnahagsmál Sjávarútvegur Fiskeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Tengdar fréttir Gustav Magnar nýtur góðs af sjókvíaeldi við Íslandsstrendur Ádeila Haralds Eiríkssonar á miklu flugi á Facebook. 14. janúar 2020 11:45 Ráðherra hefur varnaðarorð að engu Þegar sjávarútvegsráðherra kynnti á dögunum drög að nýrri reglugerð um fiskeldi í samráðsgátt stjórnvalda vakti eðlilega mesta athygli fráleit tillaga hans um að afnema fjarlægðamörk sjókvía frá ósum laxveiðiáa. 6. febrúar 2020 13:30 Segir sjókvíaeldismenn með sína fulltrúa í ráðuneytinu Sérfræðingar ráðuneytisins komu frá Arnarlaxi. 22. janúar 2020 11:00 Vilja friða Eyjafjörð fyrir sjókvíaeldi Bæjarstjórnin á Akureyri hefur samþykkt að leggja til við sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn vil að náttúran fái að njóta vafans. 23. maí 2020 20:06 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Gustav Magnar nýtur góðs af sjókvíaeldi við Íslandsstrendur Ádeila Haralds Eiríkssonar á miklu flugi á Facebook. 14. janúar 2020 11:45
Ráðherra hefur varnaðarorð að engu Þegar sjávarútvegsráðherra kynnti á dögunum drög að nýrri reglugerð um fiskeldi í samráðsgátt stjórnvalda vakti eðlilega mesta athygli fráleit tillaga hans um að afnema fjarlægðamörk sjókvía frá ósum laxveiðiáa. 6. febrúar 2020 13:30
Segir sjókvíaeldismenn með sína fulltrúa í ráðuneytinu Sérfræðingar ráðuneytisins komu frá Arnarlaxi. 22. janúar 2020 11:00
Vilja friða Eyjafjörð fyrir sjókvíaeldi Bæjarstjórnin á Akureyri hefur samþykkt að leggja til við sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn vil að náttúran fái að njóta vafans. 23. maí 2020 20:06