Manneldi fyrir austan Gauti Jóhannesson skrifar 18. ágúst 2020 10:30 Mikil uppbygging hefur verið í fiskeldi á Austfjörðum undanfarin ár og er reiknað með að framleiðslan verði 17 – 18.000 tonn á þessu ári. Til einföldunar má gera ráð fyrir að 10 starfsmenn þurfi til að framleiða hver 1000 tonn enda lætur nærri að nú hafi 170 manns hafi beina atvinnu af eldi og vinnslu á svæðinu. Við þetta bætast svo fjölmörg afleidd störf s.s. ýmis iðnaðarstörf, netaverkstæði, köfun, veitingar, gisting og flutningar svo nokkur dæmi séu tekin. Engum dylst þau miklu efnahagslegu áhrif sem fiskeldi hefur haft á sunnanverðum Austfjörðum á undanförnum árum. Þar hefur orðið viðsnúningur í atvinnulífinu og íbúaþróun samhliða uppbyggingu greinarinnar og fjölmörg afleidd störf hafa skapast eins og áður hefur komið fram. Af því tilefni má nefna að nýlega var úthlutað 5.000 fermetra lóð undir umbúðaverksmiðju á Djúpavogi auk þess sem nú er unnið að breytingu á aðalskipulagi vegna byggingar laxasláturhúss sem fyrirhugað er að rísi þar einnig. Umtalsverðar framkvæmdir eru fyrirhugaðar í Djúpavogshöfn m.a. til að koma til móts við þarfir greinarinnar en einnig til að bæta hefðbundna löndunaraðstöðu. Það er því ljóst að umtalsverðar fjárfestingar eru í farvatninu og líklegt að fiskeldi og vinnsla verði mikilvæg stoð í atvinnulífi nýs sameinaðs sveitarfélags í framtíðinni. Eins og oft vill verða eru skiptar skoðanir um greinina. Hagsmunaaðilar hafa sig mjög í frammi og fyrir leikmann er oft erfitt að átta sig á raunverulegri stöðu mála og hvað er satt og hvað er rétt. Eftir stendur að fyrir íbúa sveitarfélaganna sem um ræðir er mikið í húfi. Það er því mikilvægt að þeim stofnunum sem málaflokkurinn heyrir undir sé gert kleift að sinna skyldum sínum og að leyfisveitingar og umsóknarferli sé skilvirkt og gagnsætt og byggi á bestu fáanlegu upplýsingum. Það ástand sem við búum við nú er tímabundið. Þegar þessu fordæmalausa tímabili lýkur þá er leiðin til baka fyrir nýtt sameinað sveitarfélag á Austurlandi vörðuð öflugri og fjölbreyttri sókn í atvinnumálum. Sjálfstæðisflokkurinn í nýju sameinuðu sveitarfélagi vill styðja við frekari uppbyggingu í tengslum við fiskeldi með ábyrgum hætti og samstarfi við eftirlitsaðila. Leita leiða til að stuðla að fullvinnslu og frekari verðmætasköpun í vinnslu sjávarafla og fullnýta þá möguleika sem Egilsstaðaflugvöllur og hafnir nýs sveitarfélags hafa til vöruútflutnings og útflutnings ferskvöru Settu X við D á kosningadaginn. Með samstilltu átaki íbúa, fyrirtækja og sveitarfélagsins er framtíðin björt. Höfundur er sveitarstjóri Djúpavogshrepps og fyrsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í nýju sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðar eystri, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Djúpivogur Borgarfjörður eystri Seyðisfjörður Fljótsdalshérað Fiskeldi Gauti Jóhannesson Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Mikil uppbygging hefur verið í fiskeldi á Austfjörðum undanfarin ár og er reiknað með að framleiðslan verði 17 – 18.000 tonn á þessu ári. Til einföldunar má gera ráð fyrir að 10 starfsmenn þurfi til að framleiða hver 1000 tonn enda lætur nærri að nú hafi 170 manns hafi beina atvinnu af eldi og vinnslu á svæðinu. Við þetta bætast svo fjölmörg afleidd störf s.s. ýmis iðnaðarstörf, netaverkstæði, köfun, veitingar, gisting og flutningar svo nokkur dæmi séu tekin. Engum dylst þau miklu efnahagslegu áhrif sem fiskeldi hefur haft á sunnanverðum Austfjörðum á undanförnum árum. Þar hefur orðið viðsnúningur í atvinnulífinu og íbúaþróun samhliða uppbyggingu greinarinnar og fjölmörg afleidd störf hafa skapast eins og áður hefur komið fram. Af því tilefni má nefna að nýlega var úthlutað 5.000 fermetra lóð undir umbúðaverksmiðju á Djúpavogi auk þess sem nú er unnið að breytingu á aðalskipulagi vegna byggingar laxasláturhúss sem fyrirhugað er að rísi þar einnig. Umtalsverðar framkvæmdir eru fyrirhugaðar í Djúpavogshöfn m.a. til að koma til móts við þarfir greinarinnar en einnig til að bæta hefðbundna löndunaraðstöðu. Það er því ljóst að umtalsverðar fjárfestingar eru í farvatninu og líklegt að fiskeldi og vinnsla verði mikilvæg stoð í atvinnulífi nýs sameinaðs sveitarfélags í framtíðinni. Eins og oft vill verða eru skiptar skoðanir um greinina. Hagsmunaaðilar hafa sig mjög í frammi og fyrir leikmann er oft erfitt að átta sig á raunverulegri stöðu mála og hvað er satt og hvað er rétt. Eftir stendur að fyrir íbúa sveitarfélaganna sem um ræðir er mikið í húfi. Það er því mikilvægt að þeim stofnunum sem málaflokkurinn heyrir undir sé gert kleift að sinna skyldum sínum og að leyfisveitingar og umsóknarferli sé skilvirkt og gagnsætt og byggi á bestu fáanlegu upplýsingum. Það ástand sem við búum við nú er tímabundið. Þegar þessu fordæmalausa tímabili lýkur þá er leiðin til baka fyrir nýtt sameinað sveitarfélag á Austurlandi vörðuð öflugri og fjölbreyttri sókn í atvinnumálum. Sjálfstæðisflokkurinn í nýju sameinuðu sveitarfélagi vill styðja við frekari uppbyggingu í tengslum við fiskeldi með ábyrgum hætti og samstarfi við eftirlitsaðila. Leita leiða til að stuðla að fullvinnslu og frekari verðmætasköpun í vinnslu sjávarafla og fullnýta þá möguleika sem Egilsstaðaflugvöllur og hafnir nýs sveitarfélags hafa til vöruútflutnings og útflutnings ferskvöru Settu X við D á kosningadaginn. Með samstilltu átaki íbúa, fyrirtækja og sveitarfélagsins er framtíðin björt. Höfundur er sveitarstjóri Djúpavogshrepps og fyrsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í nýju sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðar eystri, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun