Manneldi fyrir austan Gauti Jóhannesson skrifar 18. ágúst 2020 10:30 Mikil uppbygging hefur verið í fiskeldi á Austfjörðum undanfarin ár og er reiknað með að framleiðslan verði 17 – 18.000 tonn á þessu ári. Til einföldunar má gera ráð fyrir að 10 starfsmenn þurfi til að framleiða hver 1000 tonn enda lætur nærri að nú hafi 170 manns hafi beina atvinnu af eldi og vinnslu á svæðinu. Við þetta bætast svo fjölmörg afleidd störf s.s. ýmis iðnaðarstörf, netaverkstæði, köfun, veitingar, gisting og flutningar svo nokkur dæmi séu tekin. Engum dylst þau miklu efnahagslegu áhrif sem fiskeldi hefur haft á sunnanverðum Austfjörðum á undanförnum árum. Þar hefur orðið viðsnúningur í atvinnulífinu og íbúaþróun samhliða uppbyggingu greinarinnar og fjölmörg afleidd störf hafa skapast eins og áður hefur komið fram. Af því tilefni má nefna að nýlega var úthlutað 5.000 fermetra lóð undir umbúðaverksmiðju á Djúpavogi auk þess sem nú er unnið að breytingu á aðalskipulagi vegna byggingar laxasláturhúss sem fyrirhugað er að rísi þar einnig. Umtalsverðar framkvæmdir eru fyrirhugaðar í Djúpavogshöfn m.a. til að koma til móts við þarfir greinarinnar en einnig til að bæta hefðbundna löndunaraðstöðu. Það er því ljóst að umtalsverðar fjárfestingar eru í farvatninu og líklegt að fiskeldi og vinnsla verði mikilvæg stoð í atvinnulífi nýs sameinaðs sveitarfélags í framtíðinni. Eins og oft vill verða eru skiptar skoðanir um greinina. Hagsmunaaðilar hafa sig mjög í frammi og fyrir leikmann er oft erfitt að átta sig á raunverulegri stöðu mála og hvað er satt og hvað er rétt. Eftir stendur að fyrir íbúa sveitarfélaganna sem um ræðir er mikið í húfi. Það er því mikilvægt að þeim stofnunum sem málaflokkurinn heyrir undir sé gert kleift að sinna skyldum sínum og að leyfisveitingar og umsóknarferli sé skilvirkt og gagnsætt og byggi á bestu fáanlegu upplýsingum. Það ástand sem við búum við nú er tímabundið. Þegar þessu fordæmalausa tímabili lýkur þá er leiðin til baka fyrir nýtt sameinað sveitarfélag á Austurlandi vörðuð öflugri og fjölbreyttri sókn í atvinnumálum. Sjálfstæðisflokkurinn í nýju sameinuðu sveitarfélagi vill styðja við frekari uppbyggingu í tengslum við fiskeldi með ábyrgum hætti og samstarfi við eftirlitsaðila. Leita leiða til að stuðla að fullvinnslu og frekari verðmætasköpun í vinnslu sjávarafla og fullnýta þá möguleika sem Egilsstaðaflugvöllur og hafnir nýs sveitarfélags hafa til vöruútflutnings og útflutnings ferskvöru Settu X við D á kosningadaginn. Með samstilltu átaki íbúa, fyrirtækja og sveitarfélagsins er framtíðin björt. Höfundur er sveitarstjóri Djúpavogshrepps og fyrsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í nýju sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðar eystri, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Djúpivogur Borgarfjörður eystri Seyðisfjörður Fljótsdalshérað Fiskeldi Gauti Jóhannesson Mest lesið Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Skoðun Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Mikil uppbygging hefur verið í fiskeldi á Austfjörðum undanfarin ár og er reiknað með að framleiðslan verði 17 – 18.000 tonn á þessu ári. Til einföldunar má gera ráð fyrir að 10 starfsmenn þurfi til að framleiða hver 1000 tonn enda lætur nærri að nú hafi 170 manns hafi beina atvinnu af eldi og vinnslu á svæðinu. Við þetta bætast svo fjölmörg afleidd störf s.s. ýmis iðnaðarstörf, netaverkstæði, köfun, veitingar, gisting og flutningar svo nokkur dæmi séu tekin. Engum dylst þau miklu efnahagslegu áhrif sem fiskeldi hefur haft á sunnanverðum Austfjörðum á undanförnum árum. Þar hefur orðið viðsnúningur í atvinnulífinu og íbúaþróun samhliða uppbyggingu greinarinnar og fjölmörg afleidd störf hafa skapast eins og áður hefur komið fram. Af því tilefni má nefna að nýlega var úthlutað 5.000 fermetra lóð undir umbúðaverksmiðju á Djúpavogi auk þess sem nú er unnið að breytingu á aðalskipulagi vegna byggingar laxasláturhúss sem fyrirhugað er að rísi þar einnig. Umtalsverðar framkvæmdir eru fyrirhugaðar í Djúpavogshöfn m.a. til að koma til móts við þarfir greinarinnar en einnig til að bæta hefðbundna löndunaraðstöðu. Það er því ljóst að umtalsverðar fjárfestingar eru í farvatninu og líklegt að fiskeldi og vinnsla verði mikilvæg stoð í atvinnulífi nýs sameinaðs sveitarfélags í framtíðinni. Eins og oft vill verða eru skiptar skoðanir um greinina. Hagsmunaaðilar hafa sig mjög í frammi og fyrir leikmann er oft erfitt að átta sig á raunverulegri stöðu mála og hvað er satt og hvað er rétt. Eftir stendur að fyrir íbúa sveitarfélaganna sem um ræðir er mikið í húfi. Það er því mikilvægt að þeim stofnunum sem málaflokkurinn heyrir undir sé gert kleift að sinna skyldum sínum og að leyfisveitingar og umsóknarferli sé skilvirkt og gagnsætt og byggi á bestu fáanlegu upplýsingum. Það ástand sem við búum við nú er tímabundið. Þegar þessu fordæmalausa tímabili lýkur þá er leiðin til baka fyrir nýtt sameinað sveitarfélag á Austurlandi vörðuð öflugri og fjölbreyttri sókn í atvinnumálum. Sjálfstæðisflokkurinn í nýju sameinuðu sveitarfélagi vill styðja við frekari uppbyggingu í tengslum við fiskeldi með ábyrgum hætti og samstarfi við eftirlitsaðila. Leita leiða til að stuðla að fullvinnslu og frekari verðmætasköpun í vinnslu sjávarafla og fullnýta þá möguleika sem Egilsstaðaflugvöllur og hafnir nýs sveitarfélags hafa til vöruútflutnings og útflutnings ferskvöru Settu X við D á kosningadaginn. Með samstilltu átaki íbúa, fyrirtækja og sveitarfélagsins er framtíðin björt. Höfundur er sveitarstjóri Djúpavogshrepps og fyrsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í nýju sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðar eystri, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar