Tölvuárásir

Fréttamynd

Rúss­neskir hakkarar náðu tölvu­póstum leið­toga Microsoft

Rússneskir hakkarar, sem taldir eru á vegum rússnesku leyniþjónustunnar ZVR, eru sagðir hafa brotið sér leið inn í tölvukerfi Microsoft þar sem þeir komu höndum yfir tölvupósta frá fólki í leiðtogateymi fyrirtækisins auk starfsmanna netöryggis- og lögmannadeilda þess. Tölvuþrjótarnir eru þeir sömu og komu að SolarWinds árásinni, sem lýst hefur verið sem þeirri verstu í sögu Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Rannsaka enn hvort þrjótar hafi komist yfir gögn Brimborgar

Starfsemi bílaumboðsins Brimborgar og tengdra fyrirtækja komst aftur í gang í dag eftir að netárás stöðvaði hana í hátt í tvo sólarhringa. Forstjóri fyrirtækisins segir að tekist hafi að endurheimta öll gögn en sérfræðingar kanni enn hvort að þrjótarnir hafi komist yfir persónuupplýsingar viðskiptavina.

Innlent
Fréttamynd

Enn og aftur ráðist á opinbera vefi

Netárásir voru gerðar í morgun á nokkra stjórnsýsluvefi, þar á meðal vef Alþingis, Stjórnarráðsins og Hæstaréttar. For­stjóri netör­ygg­is­sveit­ar­inn­ar CERT-IS segir sama hóp að baki árásunum og stóð að netárásum á meðan leiðtogafundur Evrópuráðsins fór fram í maí. 

Innlent
Fréttamynd

Lík­legt að á­rásirnar haldi á­fram

Óvissustig Almannavarna var virkjað í dag vegna netárása Rússa í tengslum við fund Evrópuráðsins. Sérfræðingur í netöryggi segir Íslendinga mega eiga von á fleiri árásum og að almenningur þurfi einnig að hafa varan á. 

Innlent
Fréttamynd

Almenningur sé ekki í hættu vegna netárása

Nokkrir stjórnsýsluvefir, eins og vefir Alþingis og dómstóla, hafa legið niðri í morgun. Forstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis segir þá aðila sem hafa hótað netárásum af þessu tagi yfirleitt herja á slíka vefi. Almenningur sé ekki í hættu en þurfi að bíða af sér vesen sem fylgir árásunum.

Innlent
Fréttamynd

Banka­ræningjar og stjórn­endur fyrir­tækja

Árið 1987 söng Pálmi Gunnarsson um hversu hratt tíminn liði á gervihnattaöld. 36 árum síðar hefur hraðinn aukist og gervihnöttunum bara fjölgað. Magnús Eiríksson hitti nefnilega naglann á höfuðið þegar hann samdi þennan eftirminnilega texta.

Skoðun
Fréttamynd

Reikna með netá­rásum ógna­hópa og mót­mælenda

Netöryggissveit íslenskra stjórnvalda reiknar með að ógnahópar og mótmælendur nýti sér leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík til þess að vekja á sér athygli með netárásum. Þær árásir gætu ekki aðeins beinst að fundinum sjálfum heldur íslenskum fyrirtækjum og stofnunum sem tengjast honum ekki.

Innlent
Fréttamynd

Gögnum um tölvuárásir Rússa lekið til fjölmiðla

Rússneska netöryggisfyrirtækið Vulkan hefur hjálpað herafla og leyniþjónustum Rússlands náið við netárásir og gagnaöflun. Auk þess hafa starfsmenn fyrirtækisins þjálfað starfsmenn leyniþjónusta Rússlands og tekið þátt í að dreifa falsfregnum og ýta undir upplýsingaóreiðu.

Erlent
Fréttamynd

Frumkóða Twitter lekið á netið

Hluta af frumkóða Twitter var lekið á netið nýverið og leikur grunur á að þar hafi verið á ferðinni fyrrverandi starfsmaður sem auðjöfurinn Elon Musk rak. Kóðinn var birtur á GitHub en fjarlægður þaðan þegar lögmenn Twitter sendu forsvarsmönnum síðunnar bréf.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

CERT-IS varar við vef­veiðum í gegnum smá­skila­boð

Netöryggis- og viðbragðsteymi CERT-IS segir ástæða til að vara við vefveiðum í gegnum smáskilaboð, sem teymið segir hafa færst í aukana á síðustu vikum. Nýmæli er að nú virðist svindlið beinast gegn rafrænum skilríkjum fólks.

Innlent
Fréttamynd

Rússar sagðir hafa hakkað síma Truss

Ríkisstjórn Bretlands stendur frammi fyrir háværum köllum eftir því að fregnir varðandi mögulega tölvuáárás á síma Liz Truss, þegar hún var utanríkisráðherra, verði rannsakaðar. Fjölmiðlar í Bretlandi hafa sagt frá því að rússneskir útsendarar hafi brotið sér leið inn í síma Truss í sumar.

Erlent
Fréttamynd

Vaxandi áhyggjur af netárásum birtast í kröftugum tekjuvexti Syndis

Mikill tekjuvöxtur hjá Syndis, sem hefur ráðandi markaðshlutdeild í netöryggislausnum hér á landi, endurspeglar sívaxandi áhyggjur íslenskra fyrirtækja af netárásum. „Eftirspurnin hefur aukist mikið og við eigum eftir að sjá enn stærra stökk árið 2022,“ segir Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri Syndis.

Innherji