Almenningur sé ekki í hættu vegna netárása Máni Snær Þorláksson skrifar 16. maí 2023 10:36 Anton M. Egilsson, forstjóri Syndis, segir almenning ekki vera í hættu vegna þeirra netárása sem nú standa yfir. Aðsend Nokkrir stjórnsýsluvefir, eins og vefir Alþingis og dómstóla, hafa legið niðri í morgun. Forstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis segir þá aðila sem hafa hótað netárásum af þessu tagi yfirleitt herja á slíka vefi. Almenningur sé ekki í hættu en þurfi að bíða af sér vesen sem fylgir árásunum. „Ég hugsa að það séu svona DDoS árásir í gangi,“ segir Anton Már Egilsson, forstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis, í samtali við fréttastofu. Um sé að ræða árás þar sem mikilli umferð er beint inn á vefsíður með þeim afleiðingum að þær liggja niðri. „Þær fela í sér að það er sent gríðarlegt magn af fyrirspurnum og þá myndast það mikið álag að vefirnir anna því ekki. Það eru milljónir og milljarðar fyrirspurna sem eru sendar inn, bara bull fyrirspurnir en þær senda vefina á hliðina og þeir geta þá ekki þjónustað þá sem koma á vefinn í eðlilegum tilgangi.“ Anton segir þá aðila sem hafa verið að hóta árásum af þessu tagi yfirleitt herja á stjórnsýsluvefi. Árásir sem þessar fylgi yfirleitt þegar þjóðir eru að ræða um og styðja við málefni Úkraínu. Þá séu þær líka fylgifiskur ferðalaga Volodomír Selenskí. „Til dæmis var Selenskí að hitta Rishi Sunak í gær, þá tóku þeir út töluvert af lestarkerfasíðunum,“ segir Anton. „Eftir því sem hann ferðast um heiminn eða eftir því hvaða þjóðarleiðtogar eru að tjá sig um málefni hans þá fylgja árásirnar.“ Valdi frekar truflun en tjóni Anton segir að lítið sé hægt að gera í svona árásum nema að bíða þær af sér. „Nema það hafi verið búið að koma fyrir einhverjum vörnum eða slíku áður en ef þær halda ekki núna þá þarf sennilega að bíða af sér vesenið á meðan á því stendur.“ Þá sé ólíklegt að árásir af þessu tagi valdi tjóni sem slíku, þær séu frekar bara truflun. „Þetta er það sem við vorum að búast við. Það sem við vonum hins vegar er að þróaðri árásir, sem krefjast meiri undirbúnings og við sáum rosalega mikið af tilraunum til dæmis í síðustu viku við undirbúning að slíku, að þær hafi ekki náð neitt í gegn. Því þá værum við að horfa á miklu meiri skaða á kerfin, þá væru þeir komnir inn í kerfin en ekki bara á vefina til þess að valda einhverju alvöru, gagnaskýrslutökutjóni eða einhverri svoleiðis árás.“ Er einhver hætta á slíku? „Það er að sjálfsögðu hætta á því og töluverð hætta á því. En við sjáum hitt vera að raungerast, sem við töldum að væri enn meiri líkur á og er auðveldara að framkvæma, sem eru þessar netárásir með fyrirspurnunum.“ Anton segir að almenningur sé ekki í hættu en að netárásirnar geti valdið ákveðinni truflun, sérstaklega þegar kemur að því að sækja upplýsingar á stjórnsýsluvefum. „Fólk þarf kannski að sækja þjónustu þessara stofnana, það er vesenið sem verður á meðan á þessu stendur. En engin hætta fyrir almenning að öðru leyti.“ Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Netöryggi Tölvuárásir Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Innlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Fleiri fréttir Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Sjá meira
„Ég hugsa að það séu svona DDoS árásir í gangi,“ segir Anton Már Egilsson, forstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis, í samtali við fréttastofu. Um sé að ræða árás þar sem mikilli umferð er beint inn á vefsíður með þeim afleiðingum að þær liggja niðri. „Þær fela í sér að það er sent gríðarlegt magn af fyrirspurnum og þá myndast það mikið álag að vefirnir anna því ekki. Það eru milljónir og milljarðar fyrirspurna sem eru sendar inn, bara bull fyrirspurnir en þær senda vefina á hliðina og þeir geta þá ekki þjónustað þá sem koma á vefinn í eðlilegum tilgangi.“ Anton segir þá aðila sem hafa verið að hóta árásum af þessu tagi yfirleitt herja á stjórnsýsluvefi. Árásir sem þessar fylgi yfirleitt þegar þjóðir eru að ræða um og styðja við málefni Úkraínu. Þá séu þær líka fylgifiskur ferðalaga Volodomír Selenskí. „Til dæmis var Selenskí að hitta Rishi Sunak í gær, þá tóku þeir út töluvert af lestarkerfasíðunum,“ segir Anton. „Eftir því sem hann ferðast um heiminn eða eftir því hvaða þjóðarleiðtogar eru að tjá sig um málefni hans þá fylgja árásirnar.“ Valdi frekar truflun en tjóni Anton segir að lítið sé hægt að gera í svona árásum nema að bíða þær af sér. „Nema það hafi verið búið að koma fyrir einhverjum vörnum eða slíku áður en ef þær halda ekki núna þá þarf sennilega að bíða af sér vesenið á meðan á því stendur.“ Þá sé ólíklegt að árásir af þessu tagi valdi tjóni sem slíku, þær séu frekar bara truflun. „Þetta er það sem við vorum að búast við. Það sem við vonum hins vegar er að þróaðri árásir, sem krefjast meiri undirbúnings og við sáum rosalega mikið af tilraunum til dæmis í síðustu viku við undirbúning að slíku, að þær hafi ekki náð neitt í gegn. Því þá værum við að horfa á miklu meiri skaða á kerfin, þá væru þeir komnir inn í kerfin en ekki bara á vefina til þess að valda einhverju alvöru, gagnaskýrslutökutjóni eða einhverri svoleiðis árás.“ Er einhver hætta á slíku? „Það er að sjálfsögðu hætta á því og töluverð hætta á því. En við sjáum hitt vera að raungerast, sem við töldum að væri enn meiri líkur á og er auðveldara að framkvæma, sem eru þessar netárásir með fyrirspurnunum.“ Anton segir að almenningur sé ekki í hættu en að netárásirnar geti valdið ákveðinni truflun, sérstaklega þegar kemur að því að sækja upplýsingar á stjórnsýsluvefum. „Fólk þarf kannski að sækja þjónustu þessara stofnana, það er vesenið sem verður á meðan á þessu stendur. En engin hætta fyrir almenning að öðru leyti.“
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Netöryggi Tölvuárásir Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Innlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Fleiri fréttir Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Sjá meira