Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Bjarki Sigurðsson skrifar 15. nóvember 2025 13:25 Grímur Atlason er framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Eftirlit með vistunarúrræðum fyrir börn er nánast í skötulíki að sögn framkvæmdastjóra Geðhjálpar. Svör Barna- og fjölskyldustofu vegna rannsóknar lögreglu á ofbeldismáli starfsmanns gegn barni á Stuðlum veki áhyggjur. Í vikunni var greint frá því að starfsmaður á meðferðarheimilinu Stuðlum væri grunaður um að hafa ráðist á fjórtán ára skjólstæðing í lok júní. Samkvæmt heimildum fréttastofu er starfsmaðurinn grunaður um að hafa tekið skjólstæðinginn hálstaki eftir að hann skvetti úr gosglasi á starfsmanninn. Atvikið var ekki tilkynnt til Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála og frétti stofnunin af málinu í gegnum fjölmiðla. Barna og fjölskyldustofa hefur ekki gefið kost á viðtali vegna málsins en þess í stað sent stutta yfirlýsingu þar sem sagt er að einungis alvarleg óvænt atvik séu tilkynnt til nefndarinnar. Það eigi ekki við þegar kemur til þvingana inni á meðferðarheimili. Grímur Atlason, formaður Geðhjálpar, segir þetta verklag furðulegt. „Við höfum hér hjá Geðhjálp margoft bent á það að eftirlit með þessum stöðum, bæði innra og ytra eftirlit, sé næstum því í skötulíki. Ef það er eitthvað eftirlit. Þetta dæmi og hvernig Barna- og fjölskyldustofa svarar og talar um hvernig atvik eru skráð og í hvaða farveg mál fara, gefur tilefni til að spyrja: Bíddu eru einhver mál? Því málin virðast aldrei komast í réttan farveg,“ segir Grímur. Grímur er eiginmaður lögmanns brotaþola í málinu en foreldrar barna í öðrum svipuðum málum hafa oft leitað til hans og Geðhjálpar. Hann segir aðbúnað á meðferðarheimilum barna ekki nægilega góðan. „Allar þessar skýrslur segja það sama. Þá förum við að hugsa um þetta í viku og tölum um þetta eins og við gerum núna í fjölmiðlum, en síðan hættum við að tala um þetta. Við þurfum að setja þetta í forgang og gera eitthvað við þetta. Setja börnin í forgang. Gera þessa staði þannig að það sé almennilega að þeim búið,“ segir Grímur. „Það er sanngjarnt gagnvart starfsfólki sem þarna vinnur, við ekkert endilega góðar aðstæður, og er sett í þá stöðu að það sé því að kenna að ástandið sé svona. Ástandið er svona því við skömmtum þessu svo naumt og ákveðum að þetta sé ekki forgangsmál í samfélaginu,“ segir Grímur. Málefni Stuðla Börn og uppeldi Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Í vikunni var greint frá því að starfsmaður á meðferðarheimilinu Stuðlum væri grunaður um að hafa ráðist á fjórtán ára skjólstæðing í lok júní. Samkvæmt heimildum fréttastofu er starfsmaðurinn grunaður um að hafa tekið skjólstæðinginn hálstaki eftir að hann skvetti úr gosglasi á starfsmanninn. Atvikið var ekki tilkynnt til Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála og frétti stofnunin af málinu í gegnum fjölmiðla. Barna og fjölskyldustofa hefur ekki gefið kost á viðtali vegna málsins en þess í stað sent stutta yfirlýsingu þar sem sagt er að einungis alvarleg óvænt atvik séu tilkynnt til nefndarinnar. Það eigi ekki við þegar kemur til þvingana inni á meðferðarheimili. Grímur Atlason, formaður Geðhjálpar, segir þetta verklag furðulegt. „Við höfum hér hjá Geðhjálp margoft bent á það að eftirlit með þessum stöðum, bæði innra og ytra eftirlit, sé næstum því í skötulíki. Ef það er eitthvað eftirlit. Þetta dæmi og hvernig Barna- og fjölskyldustofa svarar og talar um hvernig atvik eru skráð og í hvaða farveg mál fara, gefur tilefni til að spyrja: Bíddu eru einhver mál? Því málin virðast aldrei komast í réttan farveg,“ segir Grímur. Grímur er eiginmaður lögmanns brotaþola í málinu en foreldrar barna í öðrum svipuðum málum hafa oft leitað til hans og Geðhjálpar. Hann segir aðbúnað á meðferðarheimilum barna ekki nægilega góðan. „Allar þessar skýrslur segja það sama. Þá förum við að hugsa um þetta í viku og tölum um þetta eins og við gerum núna í fjölmiðlum, en síðan hættum við að tala um þetta. Við þurfum að setja þetta í forgang og gera eitthvað við þetta. Setja börnin í forgang. Gera þessa staði þannig að það sé almennilega að þeim búið,“ segir Grímur. „Það er sanngjarnt gagnvart starfsfólki sem þarna vinnur, við ekkert endilega góðar aðstæður, og er sett í þá stöðu að það sé því að kenna að ástandið sé svona. Ástandið er svona því við skömmtum þessu svo naumt og ákveðum að þetta sé ekki forgangsmál í samfélaginu,“ segir Grímur.
Málefni Stuðla Börn og uppeldi Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira