Telja nauðsynlegt að efla viðbúnað vegna netárása, njósna og skemmdarverka Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. maí 2023 21:04 Greiningardeild Ríkislögreglustjóra telur nauðsynlegt að efla viðbúnað, fælingarmátt og viðnámsþrótt íslensks samfélags auk alþjóðlegrar samvinnu til þess að fyrirbyggja eða draga úr þeim skaða sem fjölþáttaárásir kunna að valda. Samsett/Vísir/Skjáskot Fjölþáttahernaður gegn Íslandi á átakatímum gæti haft mikil áhrif og einsýnt sé að efla verði viðbúnað, fælingarmátt og viðnámsþrótt íslensks samfélags auk alþjóðlegrar samvinnu til þess að fyrirbyggja eða draga sem mest úr þeim skaða sem slíkar árásir kunna að valda. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Greiningardeildar Ríkislögreglustjóra um fjölþáttaógnir. Þar kemur fram að hugtakið fjölþáttaógnir vísi til „samhæfðra og samstilltra aðgerða óvinveittra ríkja eða aðila tengdum ríkjum sem beita fjölbreyttum aðferðum, á skipulagðan hátt, til að nýta sér kerfislæga veikleika ríkja og/eða stofnana þeirra.“ Í skýrslunni segir að ógnir fjölþáttahernaðar gegn Íslandi myndu beinast gegn borgaralegum stofnunum og mikilvægum innviðum. Varnir þjóðarinnar geti verið ófullnægjandi á einhverjum sviðum og veikleikar því talsverðir. Netárásir, njósnir og skemmdarverk séu þar líklegustu birtingarmyndir fjölþáttaógna sem óvinveitt ríki myndi beita gegn Íslandi. Rússar hafi nýtt sér skipulagða glæpahópa til njósna og netárása Enn fremur segir að vitað sé að stjórnvöld í Rússlandi hafi nýtt skipulagða glæpahópa og sérfróða aðila til njósna, skemmdarverka, tölvu- og netárása og undirróðursstarfsemi af ýmsu tagi. Rússar séu sérstaklega taldir beina ólöglegri upplýsingaöflun og stafrænum árásum gegn ríkjum sem styðja Úkraínu. Þá sé hópur netþrjóta sem tengjast Rússlandi talin ábyrgur fyrir netárásum og tilraunum til ólöglegrar upplýsingaöflunar á Íslandi. Á árinu 2022 voru umfangsmiklar netárásir gerðar á vef lögreglunnar og tilraunir til að brjótast inn í tölvukerfi lögreglu og netaðgang starfsmanna. Á vettvangi NATO sé gengið út frá því að mjög miklar líkur séu á að rússnesk og kínversk stjórnvöld haldi uppi njósnum í aðildarríkjunum. Erlendar samstarfsstofnanir embættis ríkislögreglustjóra hafa upplýst að gera beri ráð fyrir að erlend ríki haldi uppi ólöglegum njósnum hér á landi. Einnig telja skýrsluhöfundar líklegt að Rússar muni beita stafrænum njósnum í meira mæli. Enn fremur að þeir séu reiðubúnir að notast við áhættusamari aðferðir við öflun upplýsinga og jafnvel að beita til þess ríkisborgurum annarra landa. Netárásir og undirróðursstarfsemi fyrstu merkin Í skýrslunni er talið að komi til þess að Rússar telji ástæðu til að ráðast gegn Íslandi með fjölþáttahernaði kynnu fyrstu merki um þau áform að birtast í tilraunum til að veikja samfélagið og auka í því úlfúð til lengri tíma. Fyrstu stig slíkra aðgerða gætu falist í undirróðursherferðum gegn tilteknum stjórnmálaflokkum, stjórnmálamönnum og stofnunum. Jafnframt kynnu Rússar að freista þess að dýpka átakalínur á borð við NATO-aðild og þátttöku Íslendinga í Evrópusamvinnu. Einnig er sérstaklega minnst á tortryggni í garð kínverskra tæknifyrirtækja í skýrslunni sökum kínverskrar löggjafar þar sem þarlend stjórnvöld geti krafist aðstoðar við upplýsingaöflun frá kínverskum stofnunum, fyrirtækjum og einstaklingum. Kínverskur tækja- og hugbúnaður væri því til þess fallinn að draga úr stafrænu öryggi, sérstaklega ef hann tengist viðkvæmum upplýsingum stjórnvalda eða innviðum. Skýrsluhöfundar telja að fjölþáttahernaður gegn Íslandi á hættu- eða átakatímum gæti haft mikil áhrif og að einsýnt sé að efla verður viðbúnað, fælingarmátt og viðnámsþrótt íslensks samfélags auk alþjóðlegrar samvinnu til þess að fyrirbyggja og/eða draga sem mest úr þeim skaða sem slíkar fjölþáttaárásir kunna að valda. Að lokum segir að forsenda Íslendinga sem herlausrar þjóðar í baráttunni gegn fjölþáttaógnum og -hernaði sé aðildin að NATO, varnarsamstarfið við Bandaríkin og aukið samstarf við Norðurlöndin á sviði varnar- og öryggismála. NATO Rússland Kína Öryggis- og varnarmál Lögreglumál Netöryggi Tölvuárásir Tengdar fréttir Reikna með netárásum ógnahópa og mótmælenda Netöryggissveit íslenskra stjórnvalda reiknar með að ógnahópar og mótmælendur nýti sér leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík til þess að vekja á sér athygli með netárásum. Þær árásir gætu ekki aðeins beinst að fundinum sjálfum heldur íslenskum fyrirtækjum og stofnunum sem tengjast honum ekki. 3. maí 2023 14:10 Gögnum um tölvuárásir Rússa lekið til fjölmiðla Rússneska netöryggisfyrirtækið Vulkan hefur hjálpað herafla og leyniþjónustum Rússlands náið við netárásir og gagnaöflun. Auk þess hafa starfsmenn fyrirtækisins þjálfað starfsmenn leyniþjónusta Rússlands og tekið þátt í að dreifa falsfregnum og ýta undir upplýsingaóreiðu. 30. mars 2023 19:00 Forsætisráðherra birtir ítarlega skýrslu um horfur í þjóðaröryggismálum Forsætisráðherra hefur skilað skýrslu um mat þjóðaröryggisráðs á ástandi og horfum í þjóðaröryggismálum. Skýrslan er löng og yfirgripsmikil og ljóst að verkefnin framundan eru mörg, ekki síst í ljósi stöðu öryggismála í Evrópu. 7. desember 2022 08:04 Rússar grunaðir um netárás á vefsíðu Evrópuþingsins Netárás var gerð á vefsíðu Evrópuþingsins fyrr í dag. Árásin var gerð mjög skömmu eftir að þingmenn samþykktu þingsályktun um að skilgreina Rússland sem hryðjuverkaríki. Rússneskur hópur hefur lýst yfir ábyrgð. 23. nóvember 2022 17:36 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Smyglaði sér ofan í laug og lét furðulega gagnvart gestum Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Greiningardeildar Ríkislögreglustjóra um fjölþáttaógnir. Þar kemur fram að hugtakið fjölþáttaógnir vísi til „samhæfðra og samstilltra aðgerða óvinveittra ríkja eða aðila tengdum ríkjum sem beita fjölbreyttum aðferðum, á skipulagðan hátt, til að nýta sér kerfislæga veikleika ríkja og/eða stofnana þeirra.“ Í skýrslunni segir að ógnir fjölþáttahernaðar gegn Íslandi myndu beinast gegn borgaralegum stofnunum og mikilvægum innviðum. Varnir þjóðarinnar geti verið ófullnægjandi á einhverjum sviðum og veikleikar því talsverðir. Netárásir, njósnir og skemmdarverk séu þar líklegustu birtingarmyndir fjölþáttaógna sem óvinveitt ríki myndi beita gegn Íslandi. Rússar hafi nýtt sér skipulagða glæpahópa til njósna og netárása Enn fremur segir að vitað sé að stjórnvöld í Rússlandi hafi nýtt skipulagða glæpahópa og sérfróða aðila til njósna, skemmdarverka, tölvu- og netárása og undirróðursstarfsemi af ýmsu tagi. Rússar séu sérstaklega taldir beina ólöglegri upplýsingaöflun og stafrænum árásum gegn ríkjum sem styðja Úkraínu. Þá sé hópur netþrjóta sem tengjast Rússlandi talin ábyrgur fyrir netárásum og tilraunum til ólöglegrar upplýsingaöflunar á Íslandi. Á árinu 2022 voru umfangsmiklar netárásir gerðar á vef lögreglunnar og tilraunir til að brjótast inn í tölvukerfi lögreglu og netaðgang starfsmanna. Á vettvangi NATO sé gengið út frá því að mjög miklar líkur séu á að rússnesk og kínversk stjórnvöld haldi uppi njósnum í aðildarríkjunum. Erlendar samstarfsstofnanir embættis ríkislögreglustjóra hafa upplýst að gera beri ráð fyrir að erlend ríki haldi uppi ólöglegum njósnum hér á landi. Einnig telja skýrsluhöfundar líklegt að Rússar muni beita stafrænum njósnum í meira mæli. Enn fremur að þeir séu reiðubúnir að notast við áhættusamari aðferðir við öflun upplýsinga og jafnvel að beita til þess ríkisborgurum annarra landa. Netárásir og undirróðursstarfsemi fyrstu merkin Í skýrslunni er talið að komi til þess að Rússar telji ástæðu til að ráðast gegn Íslandi með fjölþáttahernaði kynnu fyrstu merki um þau áform að birtast í tilraunum til að veikja samfélagið og auka í því úlfúð til lengri tíma. Fyrstu stig slíkra aðgerða gætu falist í undirróðursherferðum gegn tilteknum stjórnmálaflokkum, stjórnmálamönnum og stofnunum. Jafnframt kynnu Rússar að freista þess að dýpka átakalínur á borð við NATO-aðild og þátttöku Íslendinga í Evrópusamvinnu. Einnig er sérstaklega minnst á tortryggni í garð kínverskra tæknifyrirtækja í skýrslunni sökum kínverskrar löggjafar þar sem þarlend stjórnvöld geti krafist aðstoðar við upplýsingaöflun frá kínverskum stofnunum, fyrirtækjum og einstaklingum. Kínverskur tækja- og hugbúnaður væri því til þess fallinn að draga úr stafrænu öryggi, sérstaklega ef hann tengist viðkvæmum upplýsingum stjórnvalda eða innviðum. Skýrsluhöfundar telja að fjölþáttahernaður gegn Íslandi á hættu- eða átakatímum gæti haft mikil áhrif og að einsýnt sé að efla verður viðbúnað, fælingarmátt og viðnámsþrótt íslensks samfélags auk alþjóðlegrar samvinnu til þess að fyrirbyggja og/eða draga sem mest úr þeim skaða sem slíkar fjölþáttaárásir kunna að valda. Að lokum segir að forsenda Íslendinga sem herlausrar þjóðar í baráttunni gegn fjölþáttaógnum og -hernaði sé aðildin að NATO, varnarsamstarfið við Bandaríkin og aukið samstarf við Norðurlöndin á sviði varnar- og öryggismála.
NATO Rússland Kína Öryggis- og varnarmál Lögreglumál Netöryggi Tölvuárásir Tengdar fréttir Reikna með netárásum ógnahópa og mótmælenda Netöryggissveit íslenskra stjórnvalda reiknar með að ógnahópar og mótmælendur nýti sér leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík til þess að vekja á sér athygli með netárásum. Þær árásir gætu ekki aðeins beinst að fundinum sjálfum heldur íslenskum fyrirtækjum og stofnunum sem tengjast honum ekki. 3. maí 2023 14:10 Gögnum um tölvuárásir Rússa lekið til fjölmiðla Rússneska netöryggisfyrirtækið Vulkan hefur hjálpað herafla og leyniþjónustum Rússlands náið við netárásir og gagnaöflun. Auk þess hafa starfsmenn fyrirtækisins þjálfað starfsmenn leyniþjónusta Rússlands og tekið þátt í að dreifa falsfregnum og ýta undir upplýsingaóreiðu. 30. mars 2023 19:00 Forsætisráðherra birtir ítarlega skýrslu um horfur í þjóðaröryggismálum Forsætisráðherra hefur skilað skýrslu um mat þjóðaröryggisráðs á ástandi og horfum í þjóðaröryggismálum. Skýrslan er löng og yfirgripsmikil og ljóst að verkefnin framundan eru mörg, ekki síst í ljósi stöðu öryggismála í Evrópu. 7. desember 2022 08:04 Rússar grunaðir um netárás á vefsíðu Evrópuþingsins Netárás var gerð á vefsíðu Evrópuþingsins fyrr í dag. Árásin var gerð mjög skömmu eftir að þingmenn samþykktu þingsályktun um að skilgreina Rússland sem hryðjuverkaríki. Rússneskur hópur hefur lýst yfir ábyrgð. 23. nóvember 2022 17:36 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Smyglaði sér ofan í laug og lét furðulega gagnvart gestum Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Sjá meira
Reikna með netárásum ógnahópa og mótmælenda Netöryggissveit íslenskra stjórnvalda reiknar með að ógnahópar og mótmælendur nýti sér leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík til þess að vekja á sér athygli með netárásum. Þær árásir gætu ekki aðeins beinst að fundinum sjálfum heldur íslenskum fyrirtækjum og stofnunum sem tengjast honum ekki. 3. maí 2023 14:10
Gögnum um tölvuárásir Rússa lekið til fjölmiðla Rússneska netöryggisfyrirtækið Vulkan hefur hjálpað herafla og leyniþjónustum Rússlands náið við netárásir og gagnaöflun. Auk þess hafa starfsmenn fyrirtækisins þjálfað starfsmenn leyniþjónusta Rússlands og tekið þátt í að dreifa falsfregnum og ýta undir upplýsingaóreiðu. 30. mars 2023 19:00
Forsætisráðherra birtir ítarlega skýrslu um horfur í þjóðaröryggismálum Forsætisráðherra hefur skilað skýrslu um mat þjóðaröryggisráðs á ástandi og horfum í þjóðaröryggismálum. Skýrslan er löng og yfirgripsmikil og ljóst að verkefnin framundan eru mörg, ekki síst í ljósi stöðu öryggismála í Evrópu. 7. desember 2022 08:04
Rússar grunaðir um netárás á vefsíðu Evrópuþingsins Netárás var gerð á vefsíðu Evrópuþingsins fyrr í dag. Árásin var gerð mjög skömmu eftir að þingmenn samþykktu þingsályktun um að skilgreina Rússland sem hryðjuverkaríki. Rússneskur hópur hefur lýst yfir ábyrgð. 23. nóvember 2022 17:36