Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Kristján Már Unnarsson skrifar 27. nóvember 2025 21:08 Heiðar Guðjónsson, þáverandi stjórnarformaður Eykons, á Reyðarfirði haustið 2015. Fyrir aftan er olíuleitarskipið sem rannsakaði Drekasvæðið á vegum CNOOC-hópsins. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson Nýtt félag, Dreki Kolvetni, hefur verið stofnað um olíuleit og fer Heiðar Guðjónsson fjárfestir fyrir félaginu. Hann var áður stjórnarformaður Eykons Energy, sem fyrir áratug var helsta íslenska félagið í olíuleit á Drekasvæðinu. Í fréttum Sýnar var rifjað upp þegar íslensk stjórnvöld úthlutuðu fyrstu olíuleitarleyfunum í Ráðherrabústaðnum árið 2013 í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur en meðal viðstaddra var olíumálaráðherra Noregs. Drekasvæðið er norðaustur af Íslandi á lögsögumörkum Íslands og Noregs. Vegna Jan Mayen-samnings Íslendinga og Norðmanna eiga þjóðirnar gagnkvæman nýtingarrétt á hluta svæðisins. Guðni Jóhannesson orkumálastjóri afhenti fyrstu olíuleitarleyfin í Ráðherrabústaðnum í janúar 2013 að viðstöddum Steingrími J. Sigfússyni atvinnuvegaráðherra og Ola Borten Moe, olíumálaráðherra Noregs.Vísir Koma rannsóknarskips til Reyðarfjarðar haustið 2015 sýndi að sérleyfishafar voru farnir að leggja milljarða í olíuleitina. Íslenska félagið Eykon, sem Heiðar Guðjónsson fór fyrir, stóð fyrir leiðangrinum ásamt samstarfsaðilum sínum, kínverska ríkisolíufélaginu CNOOC og norska ríkisolíufélaginu Petoro. Tíu mánuðum síðar, sumarið 2016, birtist annað olíuleitarskip á ytri höfninni í Reykjavík, einnig á leið á Drekasvæðið til bergmálsmælinga. Það var á vegum sérleyfishóps undir forystu kanadíska félagsins Ithaca. Alls voru þrír fyrirtækjahópar með leyfi frá íslenskum stjórnvöldum til olíuleitar. Rannsóknarskipið Harrier Explorer var það síðasta sem leitaði olíu á Drekasvæðinu sumarið 2016. Hér er skipið á ytri höfninni í Reykjavík áður en lagt var í leiðangurinn.Arnar Halldórsson Það þótti til marks um jákvæðar niðurstöður rannsókna að síðla árs 2017 veitti norska Stórþingið ríkisolíufélaginu Petoro fjárheimildir svo unnt væri að senda borskip á Drekasvæðið. Þá lá fyrir áætlun um að bora þrjár holur. Sérleyfin þrjú sem íslensk stjórnvöld úthlutuðu á Drekasvæðinu. Norska ríkisolíufélagið Petoro var 25% aðili að þeim öllum. Það kom því mjög á óvart þegar hinir erlendu samstarfsaðilar Eykons tilkynntu í ársbyrjun 2018 að þeir væru hættir við. Þeir gáfu þá skýringu að þeir teldu líkur á að finna arðbæra olíulind á Drekasvæðinu of litlar til að réttlæta frekari olíuleit. Tilkynningin í Lögbrtingarblaðinu um stofnun Dreka. Stofnendur eru félögin Ursus ehf. og Refskegg ehf. Heiðar Guðjónsson er einn skráður stjórnarmaður og prókúruhafi. Í varastjórn er skráður Haukur Óskarsson.grafík/Heiðar Aðalbjörnsson En Heiðar Guðjónsson er ekki búinn að gefast upp. Í Lögbirtingarblaðinu í fyrradag birtist tilkynning um að hann hefði stofnað félagið Dreka Kolvetni ehf. Tilgangur félagsins væri olíuleit og -vinnsla og tengd starfsemi. Heiðar kvaðst í dag ekki vilja koma í viðtal vegna nýja félagsins. Í viðtali við Vísi fyrir þremur mánuðum sagði hann að olíuvinnsla á Drekasvæðinu væri aftur komin á borðið. Kvaðst hann bjartsýnn á að fá sterk alþjóðleg fyrirtæki í lið með sér til að sækja um vinnslu- og leitarleyfi og boðaði frekari tíðindi í vetur. Hér má sjá frétt Sýnar: Olíuleit á Drekasvæði Bensín og olía Orkumál Fjarðabyggð Tengdar fréttir Stofnar félag um olíuleit Heiðar Guðjónsson fjárfestir og fyrrverandi forstjóri Sýnar hefur stofnað olíuleitarfélagið Dreka Kolvetni ehf. Greint er frá stofnun félagsins í Lögbirtingablaðinu í dag. 25. nóvember 2025 12:09 Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Heiðar Guðjónsson segir aðkomu alþjóðlegra fyrirtækja að olíuvinnslu á Drekasvæðinu á borðinu og segir að menn séu byrjaðir að skoða málið. Hann fagnar sjónarmiðum umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra, sem sagðist í viðtali á dögunum ekki sjá ástæðu til að banna olíuleit á svæðinu. 7. ágúst 2025 16:43 Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Bæjarráð Fjarðabyggðar beinir því til stjórnvalda að meta að nýju hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu í ljósi þess að orkuskipti ganga hægar en gert var ráð fyrir. Þetta segir í bókun sem samþykkt var á bæjarráðsfundi í gær. 18. mars 2025 10:56 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Sjá meira
Í fréttum Sýnar var rifjað upp þegar íslensk stjórnvöld úthlutuðu fyrstu olíuleitarleyfunum í Ráðherrabústaðnum árið 2013 í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur en meðal viðstaddra var olíumálaráðherra Noregs. Drekasvæðið er norðaustur af Íslandi á lögsögumörkum Íslands og Noregs. Vegna Jan Mayen-samnings Íslendinga og Norðmanna eiga þjóðirnar gagnkvæman nýtingarrétt á hluta svæðisins. Guðni Jóhannesson orkumálastjóri afhenti fyrstu olíuleitarleyfin í Ráðherrabústaðnum í janúar 2013 að viðstöddum Steingrími J. Sigfússyni atvinnuvegaráðherra og Ola Borten Moe, olíumálaráðherra Noregs.Vísir Koma rannsóknarskips til Reyðarfjarðar haustið 2015 sýndi að sérleyfishafar voru farnir að leggja milljarða í olíuleitina. Íslenska félagið Eykon, sem Heiðar Guðjónsson fór fyrir, stóð fyrir leiðangrinum ásamt samstarfsaðilum sínum, kínverska ríkisolíufélaginu CNOOC og norska ríkisolíufélaginu Petoro. Tíu mánuðum síðar, sumarið 2016, birtist annað olíuleitarskip á ytri höfninni í Reykjavík, einnig á leið á Drekasvæðið til bergmálsmælinga. Það var á vegum sérleyfishóps undir forystu kanadíska félagsins Ithaca. Alls voru þrír fyrirtækjahópar með leyfi frá íslenskum stjórnvöldum til olíuleitar. Rannsóknarskipið Harrier Explorer var það síðasta sem leitaði olíu á Drekasvæðinu sumarið 2016. Hér er skipið á ytri höfninni í Reykjavík áður en lagt var í leiðangurinn.Arnar Halldórsson Það þótti til marks um jákvæðar niðurstöður rannsókna að síðla árs 2017 veitti norska Stórþingið ríkisolíufélaginu Petoro fjárheimildir svo unnt væri að senda borskip á Drekasvæðið. Þá lá fyrir áætlun um að bora þrjár holur. Sérleyfin þrjú sem íslensk stjórnvöld úthlutuðu á Drekasvæðinu. Norska ríkisolíufélagið Petoro var 25% aðili að þeim öllum. Það kom því mjög á óvart þegar hinir erlendu samstarfsaðilar Eykons tilkynntu í ársbyrjun 2018 að þeir væru hættir við. Þeir gáfu þá skýringu að þeir teldu líkur á að finna arðbæra olíulind á Drekasvæðinu of litlar til að réttlæta frekari olíuleit. Tilkynningin í Lögbrtingarblaðinu um stofnun Dreka. Stofnendur eru félögin Ursus ehf. og Refskegg ehf. Heiðar Guðjónsson er einn skráður stjórnarmaður og prókúruhafi. Í varastjórn er skráður Haukur Óskarsson.grafík/Heiðar Aðalbjörnsson En Heiðar Guðjónsson er ekki búinn að gefast upp. Í Lögbirtingarblaðinu í fyrradag birtist tilkynning um að hann hefði stofnað félagið Dreka Kolvetni ehf. Tilgangur félagsins væri olíuleit og -vinnsla og tengd starfsemi. Heiðar kvaðst í dag ekki vilja koma í viðtal vegna nýja félagsins. Í viðtali við Vísi fyrir þremur mánuðum sagði hann að olíuvinnsla á Drekasvæðinu væri aftur komin á borðið. Kvaðst hann bjartsýnn á að fá sterk alþjóðleg fyrirtæki í lið með sér til að sækja um vinnslu- og leitarleyfi og boðaði frekari tíðindi í vetur. Hér má sjá frétt Sýnar:
Olíuleit á Drekasvæði Bensín og olía Orkumál Fjarðabyggð Tengdar fréttir Stofnar félag um olíuleit Heiðar Guðjónsson fjárfestir og fyrrverandi forstjóri Sýnar hefur stofnað olíuleitarfélagið Dreka Kolvetni ehf. Greint er frá stofnun félagsins í Lögbirtingablaðinu í dag. 25. nóvember 2025 12:09 Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Heiðar Guðjónsson segir aðkomu alþjóðlegra fyrirtækja að olíuvinnslu á Drekasvæðinu á borðinu og segir að menn séu byrjaðir að skoða málið. Hann fagnar sjónarmiðum umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra, sem sagðist í viðtali á dögunum ekki sjá ástæðu til að banna olíuleit á svæðinu. 7. ágúst 2025 16:43 Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Bæjarráð Fjarðabyggðar beinir því til stjórnvalda að meta að nýju hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu í ljósi þess að orkuskipti ganga hægar en gert var ráð fyrir. Þetta segir í bókun sem samþykkt var á bæjarráðsfundi í gær. 18. mars 2025 10:56 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Sjá meira
Stofnar félag um olíuleit Heiðar Guðjónsson fjárfestir og fyrrverandi forstjóri Sýnar hefur stofnað olíuleitarfélagið Dreka Kolvetni ehf. Greint er frá stofnun félagsins í Lögbirtingablaðinu í dag. 25. nóvember 2025 12:09
Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Heiðar Guðjónsson segir aðkomu alþjóðlegra fyrirtækja að olíuvinnslu á Drekasvæðinu á borðinu og segir að menn séu byrjaðir að skoða málið. Hann fagnar sjónarmiðum umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra, sem sagðist í viðtali á dögunum ekki sjá ástæðu til að banna olíuleit á svæðinu. 7. ágúst 2025 16:43
Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Bæjarráð Fjarðabyggðar beinir því til stjórnvalda að meta að nýju hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu í ljósi þess að orkuskipti ganga hægar en gert var ráð fyrir. Þetta segir í bókun sem samþykkt var á bæjarráðsfundi í gær. 18. mars 2025 10:56