Lífið

Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálf­systir þeirra

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hulda fékk loks að vita sannleikann.
Hulda fékk loks að vita sannleikann.

Hulda Salóme Guðmundsdóttir var 57 ára þegar hún fór í DNA próf til að sanna fyrir bróður sínum að hún væri alsystir systkina sinna en hann grunaði á einhvern óútskýrðan hátt að hún væri hálfsystir þeirra.

Niðurstöður prófsins komu Huldu sannarlega í opna skjöldu en þær sýndu að tilfinning bróður hennar hefði verið rétt og hún var hálfsystir þeirra. Þegar Hulda leitaði skýringa hjá móður sinni um blóðföður sinn leit djúpt grafið leyndarmálið loks dagsins ljós við mikinn létti móður hennar. Hulda átti föður á lífi.

„Hjálmar bróðir minn hendir þessu fram og segir, ég held að Hulda sé hálfsystir okkar. Ég veit eiginlega ekki af hverju hann segir þetta,“ segir hálfbróðir Huldu í síðasta þætti af Blóðböndum sem er aðgengilegur á Sýn+ og er í umsjón Helgu Arnardóttur.

Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti.

Klippa: Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.