Gögnum um tölvuárásir Rússa lekið til fjölmiðla Samúel Karl Ólason skrifar 30. mars 2023 19:00 Getty Rússneska netöryggisfyrirtækið Vulkan hefur hjálpað herafla og leyniþjónustum Rússlands náið við netárásir og gagnaöflun. Auk þess hafa starfsmenn fyrirtækisins þjálfað starfsmenn leyniþjónusta Rússlands og tekið þátt í að dreifa falsfregnum og ýta undir upplýsingaóreiðu. Þetta kemur fram í gögnum sem lekið hefur verið til fjölmiðla. Gögnin sýna, samkvæmt Guardian sem birti í dag eina fyrstu fréttina um lekann, að starfsmenn fyrirtækisins hafa unnið mikið fyrir FSB, GRU og SVR á undanförnum árum. Umrædd gögn eru frá árunum 2016 til 2021. Þeim var lekið til fjölmiðla af starfsmanni Vulkan sem var ósáttur við innrás Rússa í Úkraínu. Hann hafði fyrst samband við starfsmenn þýska dagblaðsins Süddeutsche Zeitung og sagði þeim að GRU og FSB skýldu sér á bakvið Vulkan. FSB er arftaki KGB og sér um leyniþjónustumál í Rússlandi. GRU er leyniþjónusta herafla Rússlands sem sér um leyniþjónustumál á erlendri grundu en SVR er þriðja leyniþjónustan sem starfar einnig á erlendri grundu. Í frétt Washington Post um gögnin segir að lekar sem þessir úr varnarmálaiðnaði Rússlands séu afar sjaldgæfir. Sá sem lak gögnunum gerði það með nafnleynd svo blaðamennirnir sem fengu þau vita ekki hver hann er en hann sagðist starfa fyrir Vulkan. Hann sagðist reiður vegna innrásarinnar í Úkraínu og að fyrirtækið væri að gera slæma hluti með ríkisstjórn Rússlands. Blaðamenn þeirra fjölmiðla sem fengið hafa aðgang að þeim fengu núverandi starfsmenn leyniþjónusta á Vesturlöndum og netöryggissérfræðinga til að fara yfir gögnin en þeir sögðu þau líklega vera raunveruleg. Þrír fyrrverandi starfsmenn Vulkan staðfestu einnig ýmislegt sem fram kemur í gögnunum. Sýna samstarf með alræmdum tölvuþrjótum Meðal þess sem gögnin eru sögð sýna er að forsvarsmenn herafla Rússlands hafi verið að leita að nýrri tækni til að gera umfangsmeiri og hættulegri árásir. Þau sýna einnig að Vulkan keyrði hugbúnað sem leitaði á netinu að öryggisgöllum og skrásetti þá, svo hægt væri að nota þá síðar. Gögnin tengja einnig Vulkan við sérstakt tölvuárásatól sem hópur netþrjóta sem kallast Sandworm hefur notað. Þessi hópur er sagður vera á vegum GRU og er meðal annars sagður hafa tvisvar sinnum valdið rafmagnsleysi í Úkraínu, gert árás á kerfi Ólympíuleikanna í Suður-Kóreu og um að hafa gert NotPetya-árásina. NotPetya er einhver skæðasta tölvuárás sem gerð hefur verið. Tölvuþrjótarnir dreifðu vírus sem smitaði tölvur um allan heim og læsti þeim. Eigendur þeirra fengu eingöngu skilaboð um að borgar lausnargjald í Bitcoin til að opna tölvurnar aftur. Bretar sökuðu Rússa um að hafa gert árásina en hún kom verulega niður á tölvukerfi sjúkrahúsa í landinu. Þrjótarnir eru einnig sakaðir um árásir sem beindust að rannsókn yfirvalda í Bretlandi á eitrun útsendara GRU á fyrrverandi njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans. Hópurinn hefur einnig gengið undir nafninu 74455 og kom að tölvuárásinni á landsnefnd Demókrataflokksins árið 2016. Þaðan stálu þeir tölvupóstum úr kerfi sem birtir voru í gegnum Wikileaks í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum það ár. Sjá einnig: Telja rússneska leynisveit reyna að valda óstöðugleika í Evrópu Gögnin sýna einnig að starfsmenn Vulkan þróuðu hugbúnað sem hægt er að nota til að vakta og stýra hluta internetsins á svæðum sem Rússar stjórna. Hugbúnaðinn er einnig hægt að nota til að dreifa áróðri og fölskum fréttum gegnum falska reikninga á samfélagsmiðlum. Þá sýna þau einnig að starfsmenn Vulkan þróuðu hugbúnað sem hægt er að nota til að þjálfa útsendara leyniþjónusta í tölvuárásum. Sérfræðingur sagði blaðamönnum Washington Post að verktakar eins og Vulkan væru sérstaklega mikilvægir GRU. Þeir komi með reynslu og þekkingu að borðinu sem leyniþjónustuna geti skort. Hann sagði GRU geta gert árásir án verktaka en aldrei jafn vel. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tölvuárásir Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Þetta kemur fram í gögnum sem lekið hefur verið til fjölmiðla. Gögnin sýna, samkvæmt Guardian sem birti í dag eina fyrstu fréttina um lekann, að starfsmenn fyrirtækisins hafa unnið mikið fyrir FSB, GRU og SVR á undanförnum árum. Umrædd gögn eru frá árunum 2016 til 2021. Þeim var lekið til fjölmiðla af starfsmanni Vulkan sem var ósáttur við innrás Rússa í Úkraínu. Hann hafði fyrst samband við starfsmenn þýska dagblaðsins Süddeutsche Zeitung og sagði þeim að GRU og FSB skýldu sér á bakvið Vulkan. FSB er arftaki KGB og sér um leyniþjónustumál í Rússlandi. GRU er leyniþjónusta herafla Rússlands sem sér um leyniþjónustumál á erlendri grundu en SVR er þriðja leyniþjónustan sem starfar einnig á erlendri grundu. Í frétt Washington Post um gögnin segir að lekar sem þessir úr varnarmálaiðnaði Rússlands séu afar sjaldgæfir. Sá sem lak gögnunum gerði það með nafnleynd svo blaðamennirnir sem fengu þau vita ekki hver hann er en hann sagðist starfa fyrir Vulkan. Hann sagðist reiður vegna innrásarinnar í Úkraínu og að fyrirtækið væri að gera slæma hluti með ríkisstjórn Rússlands. Blaðamenn þeirra fjölmiðla sem fengið hafa aðgang að þeim fengu núverandi starfsmenn leyniþjónusta á Vesturlöndum og netöryggissérfræðinga til að fara yfir gögnin en þeir sögðu þau líklega vera raunveruleg. Þrír fyrrverandi starfsmenn Vulkan staðfestu einnig ýmislegt sem fram kemur í gögnunum. Sýna samstarf með alræmdum tölvuþrjótum Meðal þess sem gögnin eru sögð sýna er að forsvarsmenn herafla Rússlands hafi verið að leita að nýrri tækni til að gera umfangsmeiri og hættulegri árásir. Þau sýna einnig að Vulkan keyrði hugbúnað sem leitaði á netinu að öryggisgöllum og skrásetti þá, svo hægt væri að nota þá síðar. Gögnin tengja einnig Vulkan við sérstakt tölvuárásatól sem hópur netþrjóta sem kallast Sandworm hefur notað. Þessi hópur er sagður vera á vegum GRU og er meðal annars sagður hafa tvisvar sinnum valdið rafmagnsleysi í Úkraínu, gert árás á kerfi Ólympíuleikanna í Suður-Kóreu og um að hafa gert NotPetya-árásina. NotPetya er einhver skæðasta tölvuárás sem gerð hefur verið. Tölvuþrjótarnir dreifðu vírus sem smitaði tölvur um allan heim og læsti þeim. Eigendur þeirra fengu eingöngu skilaboð um að borgar lausnargjald í Bitcoin til að opna tölvurnar aftur. Bretar sökuðu Rússa um að hafa gert árásina en hún kom verulega niður á tölvukerfi sjúkrahúsa í landinu. Þrjótarnir eru einnig sakaðir um árásir sem beindust að rannsókn yfirvalda í Bretlandi á eitrun útsendara GRU á fyrrverandi njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans. Hópurinn hefur einnig gengið undir nafninu 74455 og kom að tölvuárásinni á landsnefnd Demókrataflokksins árið 2016. Þaðan stálu þeir tölvupóstum úr kerfi sem birtir voru í gegnum Wikileaks í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum það ár. Sjá einnig: Telja rússneska leynisveit reyna að valda óstöðugleika í Evrópu Gögnin sýna einnig að starfsmenn Vulkan þróuðu hugbúnað sem hægt er að nota til að vakta og stýra hluta internetsins á svæðum sem Rússar stjórna. Hugbúnaðinn er einnig hægt að nota til að dreifa áróðri og fölskum fréttum gegnum falska reikninga á samfélagsmiðlum. Þá sýna þau einnig að starfsmenn Vulkan þróuðu hugbúnað sem hægt er að nota til að þjálfa útsendara leyniþjónusta í tölvuárásum. Sérfræðingur sagði blaðamönnum Washington Post að verktakar eins og Vulkan væru sérstaklega mikilvægir GRU. Þeir komi með reynslu og þekkingu að borðinu sem leyniþjónustuna geti skort. Hann sagði GRU geta gert árásir án verktaka en aldrei jafn vel.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tölvuárásir Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira