Eir hakkaður í spað af óprúttnum þrjótum Jakob Bjarnar skrifar 8. febrúar 2024 15:08 Eiríkur með kaffibolla úti í Róm og fylgist með, sér til hrellingar, vefinn sinn í tómu tjóni. Og traffíkin inn á vefinn að fjara út. Eiríkur Jónsson blaðamaður hefur haldið úti fréttavef nú í rúmlega 12 ár – þar sem sagðar eru fréttir af ýmsu kostulegu úr daglega lífinu. Frá því fyrir áramót hefur hins vegar einhver óværa komist í kerfið hjá honum sem hleypti öllu í hnút. „Þetta er bara árás. Það kom alltaf upp einhver auglýsing frá vefmálafyrirtæki í Hull eða Grimsby. Þetta var skelfilegt, þetta var komið svo djúpt að það var ekki hægt að hreinsa þetta. Þeir voru komnir inn í kjarnann þannig að það þurfti að búa til nýjan vef. Allt farið. En það skiptir engu máli, það þarf ekkert að geyma þetta, þetta er ekki minnisvarði um mig,“ segir Eiríkur í samtali við Vísi. Svona hefur staðan verið frá því fyrir áramót. Og stöðugt hefur umferðin farið minnkandi. Þeir sem reyndu að komast inn á vefinn í gegnum síma gátu það ekki og hurfu því úr menginu. Og hinir, sem fóru í gegnum tölvu þurftu að berjast inn á vefinn. „Þetta hefur verið svona síðan fyrir áramót. Þetta er eins og að eiga vörubíl, keyra vörubíl í Grindavík og svo er hann allt í einu horfinn. það er ekkert grín, hvorki fyrir Grindavík né bílstjórann,“ segir Eiríkur og reynir að finna einhverja líkingu sem lýsir þessum hremmingum vel. En nú er búið að laga vefinn og Eiríkur heldur sínu striki. Um tíma mátti Eiríkur svara fólki sem hringdi lon og don og taldi sig eiga fullan rétt á að komast inn á vefinn. En Eiríkur svaraði öllum á sama hátt: Ertu búinn að borga áskriftina? Hann hefur nú smíðað nýtt slagorð: Fréttir fyrir fólk, ný forsíða daglega í bráðum 12 ár. Frítt inn! Fjölmiðlar Tölvuárásir Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Þetta er bara árás. Það kom alltaf upp einhver auglýsing frá vefmálafyrirtæki í Hull eða Grimsby. Þetta var skelfilegt, þetta var komið svo djúpt að það var ekki hægt að hreinsa þetta. Þeir voru komnir inn í kjarnann þannig að það þurfti að búa til nýjan vef. Allt farið. En það skiptir engu máli, það þarf ekkert að geyma þetta, þetta er ekki minnisvarði um mig,“ segir Eiríkur í samtali við Vísi. Svona hefur staðan verið frá því fyrir áramót. Og stöðugt hefur umferðin farið minnkandi. Þeir sem reyndu að komast inn á vefinn í gegnum síma gátu það ekki og hurfu því úr menginu. Og hinir, sem fóru í gegnum tölvu þurftu að berjast inn á vefinn. „Þetta hefur verið svona síðan fyrir áramót. Þetta er eins og að eiga vörubíl, keyra vörubíl í Grindavík og svo er hann allt í einu horfinn. það er ekkert grín, hvorki fyrir Grindavík né bílstjórann,“ segir Eiríkur og reynir að finna einhverja líkingu sem lýsir þessum hremmingum vel. En nú er búið að laga vefinn og Eiríkur heldur sínu striki. Um tíma mátti Eiríkur svara fólki sem hringdi lon og don og taldi sig eiga fullan rétt á að komast inn á vefinn. En Eiríkur svaraði öllum á sama hátt: Ertu búinn að borga áskriftina? Hann hefur nú smíðað nýtt slagorð: Fréttir fyrir fólk, ný forsíða daglega í bráðum 12 ár. Frítt inn!
Fjölmiðlar Tölvuárásir Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira