Eir hakkaður í spað af óprúttnum þrjótum Jakob Bjarnar skrifar 8. febrúar 2024 15:08 Eiríkur með kaffibolla úti í Róm og fylgist með, sér til hrellingar, vefinn sinn í tómu tjóni. Og traffíkin inn á vefinn að fjara út. Eiríkur Jónsson blaðamaður hefur haldið úti fréttavef nú í rúmlega 12 ár – þar sem sagðar eru fréttir af ýmsu kostulegu úr daglega lífinu. Frá því fyrir áramót hefur hins vegar einhver óværa komist í kerfið hjá honum sem hleypti öllu í hnút. „Þetta er bara árás. Það kom alltaf upp einhver auglýsing frá vefmálafyrirtæki í Hull eða Grimsby. Þetta var skelfilegt, þetta var komið svo djúpt að það var ekki hægt að hreinsa þetta. Þeir voru komnir inn í kjarnann þannig að það þurfti að búa til nýjan vef. Allt farið. En það skiptir engu máli, það þarf ekkert að geyma þetta, þetta er ekki minnisvarði um mig,“ segir Eiríkur í samtali við Vísi. Svona hefur staðan verið frá því fyrir áramót. Og stöðugt hefur umferðin farið minnkandi. Þeir sem reyndu að komast inn á vefinn í gegnum síma gátu það ekki og hurfu því úr menginu. Og hinir, sem fóru í gegnum tölvu þurftu að berjast inn á vefinn. „Þetta hefur verið svona síðan fyrir áramót. Þetta er eins og að eiga vörubíl, keyra vörubíl í Grindavík og svo er hann allt í einu horfinn. það er ekkert grín, hvorki fyrir Grindavík né bílstjórann,“ segir Eiríkur og reynir að finna einhverja líkingu sem lýsir þessum hremmingum vel. En nú er búið að laga vefinn og Eiríkur heldur sínu striki. Um tíma mátti Eiríkur svara fólki sem hringdi lon og don og taldi sig eiga fullan rétt á að komast inn á vefinn. En Eiríkur svaraði öllum á sama hátt: Ertu búinn að borga áskriftina? Hann hefur nú smíðað nýtt slagorð: Fréttir fyrir fólk, ný forsíða daglega í bráðum 12 ár. Frítt inn! Fjölmiðlar Tölvuárásir Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Sjá meira
„Þetta er bara árás. Það kom alltaf upp einhver auglýsing frá vefmálafyrirtæki í Hull eða Grimsby. Þetta var skelfilegt, þetta var komið svo djúpt að það var ekki hægt að hreinsa þetta. Þeir voru komnir inn í kjarnann þannig að það þurfti að búa til nýjan vef. Allt farið. En það skiptir engu máli, það þarf ekkert að geyma þetta, þetta er ekki minnisvarði um mig,“ segir Eiríkur í samtali við Vísi. Svona hefur staðan verið frá því fyrir áramót. Og stöðugt hefur umferðin farið minnkandi. Þeir sem reyndu að komast inn á vefinn í gegnum síma gátu það ekki og hurfu því úr menginu. Og hinir, sem fóru í gegnum tölvu þurftu að berjast inn á vefinn. „Þetta hefur verið svona síðan fyrir áramót. Þetta er eins og að eiga vörubíl, keyra vörubíl í Grindavík og svo er hann allt í einu horfinn. það er ekkert grín, hvorki fyrir Grindavík né bílstjórann,“ segir Eiríkur og reynir að finna einhverja líkingu sem lýsir þessum hremmingum vel. En nú er búið að laga vefinn og Eiríkur heldur sínu striki. Um tíma mátti Eiríkur svara fólki sem hringdi lon og don og taldi sig eiga fullan rétt á að komast inn á vefinn. En Eiríkur svaraði öllum á sama hátt: Ertu búinn að borga áskriftina? Hann hefur nú smíðað nýtt slagorð: Fréttir fyrir fólk, ný forsíða daglega í bráðum 12 ár. Frítt inn!
Fjölmiðlar Tölvuárásir Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Sjá meira