Tölvuþrjótar komust í kerfi breskrar kjörstjórnar Kjartan Kjartansson skrifar 8. ágúst 2023 13:53 Kjósandi kemur af kjörstað í aukakosningum í Uxbridge í London í júlí. Vísir/EPA Yfirkjörstjórn Bretlands segir að hún hafi orðið fyrir barðinu á „óvinveittum aðilum“ sem brutust inn í tölvukerfi hennar síðasta haust. Þrjótarnir fengu meðal annars aðgang að tölvupóstum, stjórnkerfum og kjörskrám. Innbrotið átti sér upphaflega stað í ágúst árið 2021 en það uppgötvaðist í október í fyrra. Ekki kom fram í yfirlýsingu yfirkjörstjórnarinnar í dag hver hefði staðið að innbrotinu. Yfirkjörstjórnin hefur umsjón með kosningum og eftirlit með fjármálum stjórnmálaflokka- og manna. Shaun McNally, yfirmaður kjörstjórnarinnar, segir hana vita inn í hvaða kerfi þrjótarnir komust. Hún hafi aftur á móti ekki vissu um hvaða gögn þeir skoðuðu, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Bresk þingnefnd komst að þeirri niðurstöðu að Rússar hefðu haft afskipti af þjóðaratkvæðagreiðslunni um sjálfstæði Skotlands árið 2014. Þá væru ásakanir um að þeir hefðu haft puttana í þjóðatkvæðagreiðslunni um útgönguna úr Evrópusambandinu tveimur árum síðar. Sama ár reyndu stjórnvöld í Kreml að hafa áhrif á úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum. Innbrotið segir McNally sýna að stofnanir sem koma nálægt framkvæmd kosninga séu enn skotmark og að mikilvægt sé að gæta öryggi þeirra. Stór hluti þeirra gagna sem þrjótarnir eru taldir hafa getað skoðað voru opinberar fyrir, þar á meðal nöfn og heimilisföng fólks sem var á kjörskrá frá 2014 til 2022 og sömuleiðis nöfn kjósenda erlendis. Bretland Kosningar í Bretlandi Tölvuárásir Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira
Innbrotið átti sér upphaflega stað í ágúst árið 2021 en það uppgötvaðist í október í fyrra. Ekki kom fram í yfirlýsingu yfirkjörstjórnarinnar í dag hver hefði staðið að innbrotinu. Yfirkjörstjórnin hefur umsjón með kosningum og eftirlit með fjármálum stjórnmálaflokka- og manna. Shaun McNally, yfirmaður kjörstjórnarinnar, segir hana vita inn í hvaða kerfi þrjótarnir komust. Hún hafi aftur á móti ekki vissu um hvaða gögn þeir skoðuðu, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Bresk þingnefnd komst að þeirri niðurstöðu að Rússar hefðu haft afskipti af þjóðaratkvæðagreiðslunni um sjálfstæði Skotlands árið 2014. Þá væru ásakanir um að þeir hefðu haft puttana í þjóðatkvæðagreiðslunni um útgönguna úr Evrópusambandinu tveimur árum síðar. Sama ár reyndu stjórnvöld í Kreml að hafa áhrif á úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum. Innbrotið segir McNally sýna að stofnanir sem koma nálægt framkvæmd kosninga séu enn skotmark og að mikilvægt sé að gæta öryggi þeirra. Stór hluti þeirra gagna sem þrjótarnir eru taldir hafa getað skoðað voru opinberar fyrir, þar á meðal nöfn og heimilisföng fólks sem var á kjörskrá frá 2014 til 2022 og sömuleiðis nöfn kjósenda erlendis.
Bretland Kosningar í Bretlandi Tölvuárásir Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira