
Nóbelsverðlaun

Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði?
Nóbelsnefnd Karólínsku stofnunarinnar í Svíþjóð mun tilkynna innan skamms hver hlýtur Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði.

Hætta við að bjóða Rússum, Írönum og Hvít-Rússum
Forsvarsmenn Nóbelsverðlaunanna hafa dregið boð til sendiherra Rússlands, Írans og Belarús (eða Hvíta-Rússlands) á afhendingu verðlaunanna í Stokkhólmi i ár til baka. Það er eftir að upprunaleg ákvörðun þeirra var harðlega gagnrýnd víða um heim og í Svíþjóð.

Elsti maðurinn til að hljóta Nóbelsverðlaun er látinn
Bandaríski eðlisfræðingurinn John B. Goodenough er látinn, hundrað ára að aldri. Goodenough var einn þriggja sem hlaut Nóbelsverðlaun í eðlisfræði árið 2019 fyrir þróun liþíumrafhlaða og varð þar með elsti maðurinn til að hljóta Nóbelsverðlaun.

Japanskur Nóbelsverðlaunahafi í bókmenntum látinn
Japanski rithöfundurinn Kenzaburō Ōe, sem hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1994, er látinn. Hann varð 88 ára gamall.

Bernanke í hópi nýrra handhafa Nóbelsins í hagfræði
Bandarísku hagfræðingarnir Ben S. Bernanke, Douglas W. Diamond og Philip H. Dybvig fá hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans til minningar um Alfred Nóbel í ár fyrir rannsóknir sínar á bönkum og fjármálakreppum.

Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans?
Tilkynnt verður hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans til minningar um Alfred Nobel í ár á fréttamannafundi klukkan 9:45.

Hljóta friðarverðlaunin fyrir mannréttindabaráttu í Rússlandi, Úkraínu og Hvíta-Rússlandi
Hvítrússneski baráttumaðurinn Ales Bialiatski, rússnesku mannréttindasamtökin Memorial og úkraínsku mannréttindasamtökin Miðstöð um borgararéttindi hljóta í sameiningu friðarverðlaun Nóbels í ár.

Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels?
Norska Nóbelsnefndin tilkynnir í dag hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels fyrir árið í ár.

Annie Ernaux hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels
Franski rithöfundurinn Annie Ernaux hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár.

Bein útsending: Hver fær bókmenntaverðlaun Nóbels?
Sænska akademían tilkynnir í dag hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels. Tilkynnt verður um verðlaunahafa á fréttamannafundi sem hefst klukkan 11 að íslenskum tíma.

Hljóta Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir á sviði smellefnafræði
Efnafræðingarnir Carolyn R. Bertozzi frá Bandaríkjunum, Morten Meldal frá Danmörku and K. Barry Sharpless frá Bandaríkjunum hljóta Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár. Þeir fá verðlaunin fyrir rannsóknir sínar á sviði smellefnafræði.

Bein útsending: Hver hlýtur Nóbelsverðlaunin í efnafræði?
Sænska vísindaakademían mun í dag tilkynna um hver hlýtur Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár.

Hljóta Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði
Eðlisfræðingarnir Alain Aspect frá Frakklandi, John F. Clauser frá Bandaríkjunum og Anton Zeilinger frá Austurríki hljóta Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði í ár fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði.

Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði?
Sænska vísindaakademían mun í dag tilkynna um hver hlýtur Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði í ár.

Hlýtur Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir á genamengi útdauðra manntegunda
Sænski erfðafræðingurinn Svante Pääbo hlýtur Nóbelsverðlaunin í lífefnafræði og læknisfræði í ár fyrir rannsóknir sínar á erfðamengi útdauðra manntegunda og þróun mannsins.

Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði?
Nóbelsnefnd Karólínsku stofnunarinnar í Svíþjóð mun tilkynna innan skamms hver hlýtur Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði.

Nóbelsverðlaunahafinn David Trimble er látinn
Norður-Írinn David Trimble er látinn. Trimble hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1998 ásamt John Hume fyrir þeirra þátttöku í gerð Good Friday-sáttmálans.

Fyrirskipa enn og aftur lokun fréttaveitu Nóbelsverðlaunahafa
Yfirvöld á Filippseyjum hafa enn á ný fyrirskipað að fréttaveitunni Rappler verði lokað en hún er stofnuð af Maríu Ressa, sem fékk friðarverðlaun Nóbels fyrir mannréttindabaráttu sína á síðasta ári.

Nóbelsmedalía Muratov slegin á 13 milljarða króna
Nóbelsmedalía rússneska blaðamannsins Dmitry Muratov var seld á uppboði í gær og slegin á 103,5 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 13,5 milljarða króna. Féð mun renna til UNICEF, til að aðstoða börn sem hafa flúið heimili sín í Úkraínu.

Card, Angrist og Imbens fá Nóbelinn í hagfræði
Sænska akademían tilkynnti í morgun að Kanadamaðurinn David Card annars vegar og hinn bandarísk-ísraelski Joshua D. Angrist og hollensk-bandaríski Guido W. Imbens hins vegar hafi hlotið hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans.

Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans?
Tilkynnt verður hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans til minningar um Alfred Nobel í ár á fréttamannafundi klukkan 9:45.

Nóbelsverðlaunahafinn Maria Ressa: Segir Facebook ógna lýðræðinu
Blaðakonan Maria Ressa, sem var sæmd friðarverðlaunum Nóbels í gær ásamt rússneskum kollega sínum Dmitry Muratov, sakar samfélagsmiðlarisann Facebook um að ógna lýðræði með því að „dreifa lygum, gegnsýrðum af reiði og hatri“.

Tileinkar friðarverðlaunin sex blaðamönnum hans sem voru myrtir
Dmitry Muratov, blaðamaður og ritstjóri rússneska miðilsins Novaya Gazeta tileinkaði friðarverðlaun Nóbels sem hann hlaut í morgun þeim sex blaðamönnum sem hafa verið myrtir á meðan þau störfuðu fyrir hann í Rússlandi.

Tveir blaðamenn hljóta friðarverðlaun Nóbels
Filippseyska blaðakonan og rithöfundurinn Maria Ressa og rússneski blaðamaðurinn Dmitry Muratov hljóta friðarverðlaun Nóbels í ár fyrir baráttu sína til að tryggja tjáningarfrelsi í heiminum sem sé forsenda lýðræðis og varanlegs friðar.

Bein útsending: Hver fær friðarverðlaun Nóbels?
Norska Nóbelsnefndin tilkynnir í dag hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels fyrir árið í ár.

Abdulrazak Gurnah hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels
Tansaníski skáldsagnahöfundurinn Abdulrazak Gurnah hlaut í dag bókmenntaverðlaun Nóbels.

Bein útsending: Hver fær bókmenntaverðlaun Nóbels?
Sænska akademían tilkynnir í dag hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels. Tilkynnt verður um verðlaunahafa á fréttamannafundi sem hefst klukkan 11 að íslenskum tíma.

Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun ósamhverfra lífrænna efnahvata
Þjóðverjinn Benjamin List og Bandaríkjamaðurinn David W.C. MacMillan fengu í morgun Nóbelsverðlaunin í efnafræði fyrir þróun á ósamhverfum lífrænum efnahvötum (e. assymetric organocatalysis).

Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í efnafræði?
Sænska vísindaakademían mun í dag tilkynna um hver hlýtur Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár.

Fá Nóbelinn í eðlisfræði fyrir loftslagsrannsóknir
Bandaríkjamaðurinn Syukuro Manabe, Þjóðverjinn Klaus Hasselmann og Ítalinn Giorgio Parisi hafa fengið Nóbelsverðlaun í eðlisfræði í ár fyrir smíði líkana og loftslagsrannsóknir sínar.