Verðlaunaðir fyrir rannsóknir á áhrifum stofnana á auðlegð þjóða Kjartan Kjartansson skrifar 14. október 2024 11:40 Fulltrúar Nóbelsnefndarinnar undir glæru með myndum af verðlaunahöfunum þremur í hagfræði árið 2024. AP/Christine Olsson/TT News Agency Þrír hagfræðingar deila Nóbelsverðlaunum í hagfræði fyrir rannsóknir sem sýna hvaða þýðingu stofnanir samfélagsins hafa fyrir velgengni þess. Rannsóknir þeirra eru sagðar hafa varpað ljósi á hvers vegna sumum þjóðum vegnar vel en öðrum illa. Þeir Daron Acemoglu og Simon Johnson frá Tæknisháskóla Massachusetts (MIT) hlutu Nóbelsverðlaunin ásamt James A. Robinson frá Háskólanum í Chicago í Bandaríkjunum. Í rökstuðningi fyrir valinu segir að rannsóknir þremenninganna skýri hvers vegna ríki þar sem réttarríkið stendur höllum fæti og stofnanir eru veikar ná ekki að vaxa og dafna. Rannsóknir þeirra sýni ennfremur hvaða áhrif stofnanir samfélagsins hafi á velgengni þjóða. Þeir Acemoglu og Robinson skrifuðu saman bókina „Why Nations Fail: The Origins of Power, Prosperity and Poverty“ árið 2012. Í henni færðu þeir rök fyrir því að manngerð vandamál væru ástæða þess að sum ríki festust í fátæktargildru. Tóku þeir sem dæmi tvær landamæraborgir hvor sínu megin við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó sem deila sama landslagi, loftslagi og að stórum hluta uppruna og menningu. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að bandarísku borginni vegnaði mun betur en þeirri mexíkósku vegna þess að bandaríska kerfið tryggði eignarrétt borgaranna og að þeir hefðu áhrif á stjórn samfélagsins. Acemoglu sagði í dag að rannsóknir þeirra sýndu fram á gildi lýðræðislegra stofnana. Lýðræðið sem slíkt væri þó ekki undralyf og mjög erfitt væri að koma því á þar sem það væri ekki fyrir. „Þegar maður bæti kosningum við, skapar það stundum átök,“ sagði Acemoglu þegar Nóbelsnefndin náði í skottið á honum eftir að hún tilkynnti um verðlaunahafana. Svíþjóð Stjórnsýsla Nóbelsverðlaun Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira
Þeir Daron Acemoglu og Simon Johnson frá Tæknisháskóla Massachusetts (MIT) hlutu Nóbelsverðlaunin ásamt James A. Robinson frá Háskólanum í Chicago í Bandaríkjunum. Í rökstuðningi fyrir valinu segir að rannsóknir þremenninganna skýri hvers vegna ríki þar sem réttarríkið stendur höllum fæti og stofnanir eru veikar ná ekki að vaxa og dafna. Rannsóknir þeirra sýni ennfremur hvaða áhrif stofnanir samfélagsins hafi á velgengni þjóða. Þeir Acemoglu og Robinson skrifuðu saman bókina „Why Nations Fail: The Origins of Power, Prosperity and Poverty“ árið 2012. Í henni færðu þeir rök fyrir því að manngerð vandamál væru ástæða þess að sum ríki festust í fátæktargildru. Tóku þeir sem dæmi tvær landamæraborgir hvor sínu megin við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó sem deila sama landslagi, loftslagi og að stórum hluta uppruna og menningu. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að bandarísku borginni vegnaði mun betur en þeirri mexíkósku vegna þess að bandaríska kerfið tryggði eignarrétt borgaranna og að þeir hefðu áhrif á stjórn samfélagsins. Acemoglu sagði í dag að rannsóknir þeirra sýndu fram á gildi lýðræðislegra stofnana. Lýðræðið sem slíkt væri þó ekki undralyf og mjög erfitt væri að koma því á þar sem það væri ekki fyrir. „Þegar maður bæti kosningum við, skapar það stundum átök,“ sagði Acemoglu þegar Nóbelsnefndin náði í skottið á honum eftir að hún tilkynnti um verðlaunahafana.
Svíþjóð Stjórnsýsla Nóbelsverðlaun Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira