Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. desember 2024 08:35 Kennedy verður seint sagður maður vísindanna. Getty/Washington Post/Jabin Botsford Fleiri en 75 Nóbelsverðlaunahafar á sviði heilbrigðisvísinda, efnafræði, eðlisfræði og hagfræði hafa undirritað bréf þar sem skorað er á öldungadeildarþingmenn í Bandaríkjunum að staðfesta ekki Robert F. Kennedy Jr. í embætti heilbrigðisráðherra. Að sögn Richard Roberts, sem vann til Nóbelsverðlauna í lífeðlisfræði árið 1993, sá hópurinn sig tilneyddan til að grípa til varna fyrir hönd vísindanna gegn Kennedy, sem hefur sótt að bæði vísindamönnum og stofnunum sem heyra undir heilbrigðisráðuneytið. Nóbelsverðlaunahafarnir segja Kennedy hvorki hafa menntun né reynslu til að gegna embættinu og þá séu uppi verulegar efasemdir um að hann sé hæfur til að fara fyrir ráðuneytinu sem sé falið að standa vörð um líf og heilsu almennings. Í bréfinu segir meðal annars að útnefning Kennedy sé ógn við lýðheilsu og þá grafi hún undan leiðtogahlutverki Bandaríkjanna í heilbrigðisvísindum. Andstaða Kennedy við forvarnir á borð við bólusetningar og flúor í drykkjarvatni stofni velferð almennings í hættu. Kennedy hefur talað fyrir ýmsum samsæriskenningum og meðal annars sagt bólusetningar orsök einhverfu og hafnað því að H.I.V. valdi alnæmi. Þá hefur hann haldið því fram að kórónuveiran hafi verið sniðin að ákveðnum hópum og hlíft öðrum. Kennedy hefur einnig sagt að fangelsa ætti vísindamenn sem vinna að þróun bóluefna og hótað því að reka fjölda starfsmanna opinbera heilbrigðiskerfisins ef hann kemst í ráðherrastól. Talsmenn Donald Trump, sem útnefndi Kennedy, svöruðu bréfinu í gær og sögðu almenning langþreyttan á að fara að boðum og bönnum „elítunnar“. Kennedy myndi knýja fram þær breytingar sem Trump vildi gera á meingölluðu heilbrigðiskerfi. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Nóbelsverðlaun Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira
Að sögn Richard Roberts, sem vann til Nóbelsverðlauna í lífeðlisfræði árið 1993, sá hópurinn sig tilneyddan til að grípa til varna fyrir hönd vísindanna gegn Kennedy, sem hefur sótt að bæði vísindamönnum og stofnunum sem heyra undir heilbrigðisráðuneytið. Nóbelsverðlaunahafarnir segja Kennedy hvorki hafa menntun né reynslu til að gegna embættinu og þá séu uppi verulegar efasemdir um að hann sé hæfur til að fara fyrir ráðuneytinu sem sé falið að standa vörð um líf og heilsu almennings. Í bréfinu segir meðal annars að útnefning Kennedy sé ógn við lýðheilsu og þá grafi hún undan leiðtogahlutverki Bandaríkjanna í heilbrigðisvísindum. Andstaða Kennedy við forvarnir á borð við bólusetningar og flúor í drykkjarvatni stofni velferð almennings í hættu. Kennedy hefur talað fyrir ýmsum samsæriskenningum og meðal annars sagt bólusetningar orsök einhverfu og hafnað því að H.I.V. valdi alnæmi. Þá hefur hann haldið því fram að kórónuveiran hafi verið sniðin að ákveðnum hópum og hlíft öðrum. Kennedy hefur einnig sagt að fangelsa ætti vísindamenn sem vinna að þróun bóluefna og hótað því að reka fjölda starfsmanna opinbera heilbrigðiskerfisins ef hann kemst í ráðherrastól. Talsmenn Donald Trump, sem útnefndi Kennedy, svöruðu bréfinu í gær og sögðu almenning langþreyttan á að fara að boðum og bönnum „elítunnar“. Kennedy myndi knýja fram þær breytingar sem Trump vildi gera á meingölluðu heilbrigðiskerfi.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Nóbelsverðlaun Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira