Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar 10. desember 2024 12:32 Sjaldan hafa friðarverðlaun Nóbels verið jafn verðskulduð og í dag, þegar Nihon Hidankyō veita þeim viðtöku fyrir baráttu sína fyrir kjarnavopnalausum heimi. Friðarverðlaunin eru sérstaklega mikilvæg nú á tímum þar sem við höfum upplifað fordæmalausar hótanir um beitingu kjarnavopna. Nihon Hidankyō eru samtök fólks sem lifði af kjarnorkuárásirnar á Hiroshima og Nagasaki, fólks einnig er þekkt sem Hibakusha. Upphaflega var það gildishlaðið heiti, hluti af þeirri skömm sem eftirlifendur árásanna upplifðu. Því hefur hins vegar verið snúið við með því að ótal eftirlifendur hafa deilt sögum sínum til að sýna heiminum hvaða afleiðingar kjarnavopn hafa raunverulega á líf fólks. Þannig hafa Hibakusha skilað skömminni þangað sem hún á heima: á ómannúðleg vopnin og fólkið sem samþykkir notkun þeirra. Þó að mikið hafi áunnist er ennþá langt í land að afvopnun – og þar getur Ísland lagt mun meira af mörkum. Ríkisstjórnin sem dró lappirnar Einn stærsti áfangasigur Hibakusha er að hafa átt þátt í að gera samning Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnavopnum (TPNW) að veruleika. Samningurinn var samþykktur árið 2017 og tók gildi snemma árs 2021 og nú er svo komið að 94 ríki hafa skrifað undir samninginn og þar af hafa 73 fullgilt hann. Því miður er Ísland ekki í þeim hópi. Raunin er sú að þegar kemur að TPNW hefur ríkisstjórn Íslands tekið upp eina mestu harðlínustefnu andstæðinga samningsins. Þar spilar aðildin að NATO stórt hlutverk, enda er möguleg beiting kjarnavopna einn af hornsteinum sameiginlegrar varnarstefnu þess. Þess vegna unnu NATO-ríkin markvisst gegn því að samningurinn yrði að veruleika á sínum tíma. Þegar sá slagur tapaðist snéru þau sér að því að grafa undan samningnum og hundsa hann. Svona þarf þetta ekki að vera. Í bæði skiptin sem aðildarríkjafundur TPNW hefur verið haldinn hafa fulltrúar nokkurra NATO-ríkja þegið boð aðalritara Sameinuðu þjóðanna og mætt sem áheyrnarfulltrúar. Þar halda þau á lofti öðrum eldri samningum sem þau segja líklegri til að ná árangri, þó að það sé augljóslega ekki rétt því kjarnorkuveldin hafa siglt hverjum einasta fundi þeirra í strand á undanförnum árum. En samt mæta þau og eiga í uppbyggilegu samtali við þann helming ríkja heims sem hafa fylkt sér á bakvið TPNW sem verkfæri til að styðja við afvopnun á heimsvísu. Utanríkisráðherrar Íslands hefur hins vegar ítrekað tekið illa í áskoranir þingmanna um að senda áheyrnarfulltrúa á fundi samningsins um bann við kjarnavopnum. Afstaða Íslands er sögð sú að stefna skuli að kjarnorkuvopnalausri veröld, en okkar fólk vill ekki sitja við borðið þar sem stærstu skrefin í þá átt eru tekin þessa dagana. Næsta ríkisstjórn getur gert betur Sú ríkisstjórn sem verið er að mynda þessa dagana getur gripið til miklu róttækari aðgerða í þágu afvopnunar og útrýmingar kjarnavopna. Best væri auðvitað ef Ísland myndi gerast aðili að samningi Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnavopnum (TPNW). Því miður er líklegt að ráðherrum muni þykja erfitt að láta aðild að samningnum samrýmast því að vera í NATO. Í ljósi þess að stefna NATO kveður á um að stefnt skuli að heimi án kjarnavopna, þá ætti hins vegar að vera leið til að láta þetta fara saman – nema ef lítið er að marka stefnu NATO. Auðveldara fyrsta skref væri að fara að senda áheyrnarfulltrúa á fundi TPNW og leggja eitthvað til aðgerða í átt að heimi án kjarnavopna. Við eigum fordæmi þess að NATO-ríki hafa mætt á síðustu tvo aðildarríkjafundi, sá næsti er í mars 2025 og því nógur tími til að ákveða að Ísland bætist í hópinn. Í stjórnarmyndunarviðræðum gæti nýtt þingfólk horft til kollega sinna í Noregi. Þar var skrifað í stjórnarsáttmála fyrir þremur árum að hluti af stefnu í þágu friðar og öryggis sé aukin þátttaka Noregs í afvopnunarviðræðum og vinna í átt að heimi án kjarnavopna, með einfaldri lokasetningu: „Að Noregur taki þátt sem áheyrnarfulltrúi á fundum aðildarríkja samningsins um bann við kjarnavopnum.“ Í dag fá Nihon Hidankyō verðskulduð friðarverðlaun Nóbels. Hibakusha, eftirlifendur árásanna á Hiroshima og Nagasaki, hafa náð að lýsa hinu ólýsanlega, hjálpað okkur að hugsa um hið óhugsanlega og auðveldað okkur að skilja óskiljanlega þjáninguna sem kjarnavopn valda. Ég skora á næstu ríkisstjórn Íslands að heiðra framlag þeirra, snúa af braut síðustu ríkisstjórnar og beita afli Íslands í þágu friðar og kjarnorkuafvopnunar. Höfundur er friðarsinni og fyrrverandi þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Nóbelsverðlaun Kjarnorka Japan Mest lesið Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Sjá meira
Sjaldan hafa friðarverðlaun Nóbels verið jafn verðskulduð og í dag, þegar Nihon Hidankyō veita þeim viðtöku fyrir baráttu sína fyrir kjarnavopnalausum heimi. Friðarverðlaunin eru sérstaklega mikilvæg nú á tímum þar sem við höfum upplifað fordæmalausar hótanir um beitingu kjarnavopna. Nihon Hidankyō eru samtök fólks sem lifði af kjarnorkuárásirnar á Hiroshima og Nagasaki, fólks einnig er þekkt sem Hibakusha. Upphaflega var það gildishlaðið heiti, hluti af þeirri skömm sem eftirlifendur árásanna upplifðu. Því hefur hins vegar verið snúið við með því að ótal eftirlifendur hafa deilt sögum sínum til að sýna heiminum hvaða afleiðingar kjarnavopn hafa raunverulega á líf fólks. Þannig hafa Hibakusha skilað skömminni þangað sem hún á heima: á ómannúðleg vopnin og fólkið sem samþykkir notkun þeirra. Þó að mikið hafi áunnist er ennþá langt í land að afvopnun – og þar getur Ísland lagt mun meira af mörkum. Ríkisstjórnin sem dró lappirnar Einn stærsti áfangasigur Hibakusha er að hafa átt þátt í að gera samning Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnavopnum (TPNW) að veruleika. Samningurinn var samþykktur árið 2017 og tók gildi snemma árs 2021 og nú er svo komið að 94 ríki hafa skrifað undir samninginn og þar af hafa 73 fullgilt hann. Því miður er Ísland ekki í þeim hópi. Raunin er sú að þegar kemur að TPNW hefur ríkisstjórn Íslands tekið upp eina mestu harðlínustefnu andstæðinga samningsins. Þar spilar aðildin að NATO stórt hlutverk, enda er möguleg beiting kjarnavopna einn af hornsteinum sameiginlegrar varnarstefnu þess. Þess vegna unnu NATO-ríkin markvisst gegn því að samningurinn yrði að veruleika á sínum tíma. Þegar sá slagur tapaðist snéru þau sér að því að grafa undan samningnum og hundsa hann. Svona þarf þetta ekki að vera. Í bæði skiptin sem aðildarríkjafundur TPNW hefur verið haldinn hafa fulltrúar nokkurra NATO-ríkja þegið boð aðalritara Sameinuðu þjóðanna og mætt sem áheyrnarfulltrúar. Þar halda þau á lofti öðrum eldri samningum sem þau segja líklegri til að ná árangri, þó að það sé augljóslega ekki rétt því kjarnorkuveldin hafa siglt hverjum einasta fundi þeirra í strand á undanförnum árum. En samt mæta þau og eiga í uppbyggilegu samtali við þann helming ríkja heims sem hafa fylkt sér á bakvið TPNW sem verkfæri til að styðja við afvopnun á heimsvísu. Utanríkisráðherrar Íslands hefur hins vegar ítrekað tekið illa í áskoranir þingmanna um að senda áheyrnarfulltrúa á fundi samningsins um bann við kjarnavopnum. Afstaða Íslands er sögð sú að stefna skuli að kjarnorkuvopnalausri veröld, en okkar fólk vill ekki sitja við borðið þar sem stærstu skrefin í þá átt eru tekin þessa dagana. Næsta ríkisstjórn getur gert betur Sú ríkisstjórn sem verið er að mynda þessa dagana getur gripið til miklu róttækari aðgerða í þágu afvopnunar og útrýmingar kjarnavopna. Best væri auðvitað ef Ísland myndi gerast aðili að samningi Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnavopnum (TPNW). Því miður er líklegt að ráðherrum muni þykja erfitt að láta aðild að samningnum samrýmast því að vera í NATO. Í ljósi þess að stefna NATO kveður á um að stefnt skuli að heimi án kjarnavopna, þá ætti hins vegar að vera leið til að láta þetta fara saman – nema ef lítið er að marka stefnu NATO. Auðveldara fyrsta skref væri að fara að senda áheyrnarfulltrúa á fundi TPNW og leggja eitthvað til aðgerða í átt að heimi án kjarnavopna. Við eigum fordæmi þess að NATO-ríki hafa mætt á síðustu tvo aðildarríkjafundi, sá næsti er í mars 2025 og því nógur tími til að ákveða að Ísland bætist í hópinn. Í stjórnarmyndunarviðræðum gæti nýtt þingfólk horft til kollega sinna í Noregi. Þar var skrifað í stjórnarsáttmála fyrir þremur árum að hluti af stefnu í þágu friðar og öryggis sé aukin þátttaka Noregs í afvopnunarviðræðum og vinna í átt að heimi án kjarnavopna, með einfaldri lokasetningu: „Að Noregur taki þátt sem áheyrnarfulltrúi á fundum aðildarríkja samningsins um bann við kjarnavopnum.“ Í dag fá Nihon Hidankyō verðskulduð friðarverðlaun Nóbels. Hibakusha, eftirlifendur árásanna á Hiroshima og Nagasaki, hafa náð að lýsa hinu ólýsanlega, hjálpað okkur að hugsa um hið óhugsanlega og auðveldað okkur að skilja óskiljanlega þjáninguna sem kjarnavopn valda. Ég skora á næstu ríkisstjórn Íslands að heiðra framlag þeirra, snúa af braut síðustu ríkisstjórnar og beita afli Íslands í þágu friðar og kjarnorkuafvopnunar. Höfundur er friðarsinni og fyrrverandi þingmaður.
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar