HM 2018 í Rússlandi

Fréttamynd

Stríddu Lionel Messi mikið á Twitter

Fólkið á Twitter-síðunni Genius Football hefur verið svolítið upptekið af útnefningu Cristiano Ronaldo í gær en Portúgalinn fékk þá Gullboltann annað árið í röð og í fimmta sinn á ferlinum.

Fótbolti
Fréttamynd

Jón Daði: Ætlum okkur lengra en við gerðum á EM

Jón Daði Böðvarsson sat ekki límdur við skjáinn eins og flestir Íslendingar þegar drátturinn í riðla Heimsmeistaramótsins fór fram í Kremlin í Rússlandi fyrir viku síðan. Hann var í flugvél á leiðinni til Sunderland og missti af drættinum.

Fótbolti
Fréttamynd

Tugir þúsunda stefna á HM í Rússlandi

Samkvæmt könnun Fréttablaðsins ætla 14 prósent þeirra sem tóku afstöðu að rúlla til Rússlands að horfa á HM. Það gera um 37 þúsund manns, séu niðurstöðurnar yfirfærðar á alla landsmenn á aldrinum 18 ára og eldri.

Lífið
Fréttamynd

Helmingi ódýrara að bóka sjálfur ferð á HM

Aðeins um 3.200 miðar gætu verið eyrnamerktir Íslendingum á hvern leik í Rússlandi. Athugun Fréttablaðsins sýnir að tveggja nátta ferð til Moskvu fyrir tvo, sem þú bókar sjálfur, kostar heldur minna en pakkaferð fyrir einn.

Innlent
Fréttamynd

Gamanferðabræður gefa Lödu Sport

Þór og Bragi hjá Gaman Ferðum ætla að gefa eitt stykki Lödu Sport í felulitum. Gaman Ferðir verða með beint flug á heimsmeistaramótið í fótbolta í Rússlandi í sumar en félagarnir voru viðstaddir dráttinn í Kreml á föstudaginn.

Lífið
Fréttamynd

Ekkert mál að komast beint á leiki í HM

Ísland er í riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu og spilar í D-riðli á Heimsmeistaramótinu. Fréttablaðið skoðaði borgirnar sem Íslendingar munu heimsækja í sumar en auðvelt verður að komast á leikstaði.

Fótbolti