Landsliðsþjálfari Nígeríu segir að leikur Íslands og Nígeríu gæti orðið einn sá stærsti í sögu HM.
„Í dag er Ísland lið sem veit hvernig á að spila fótbolta en er mjög líkamlega sterkt,“ sagði landsliðsþjálfarinn, Gernot Rohr í nígerskum fjölmiðlum.
„Leikurinn í Volgograd verður mjög erfiður. Stuðningsmennirnir munu koma í stórum skammti og hvetja liðið áfram.“
Rohr sagði íslensku stuðningsmennina vera þá bestu í fótboltaheiminum í dag.
„Þessi leikur á sér engan líkann í sögu Heimsmeistaramótnsins, sem kryddar viðureignina upp.“
„Það er skemmtilegt að sjá að liðin í riðlinum þekkja hvort annað mjög vel í pörum. Króatar og Íslendingar voru saman í undanriðli, og Nígería og Argentína hafa mæst í lokakeppninni fimm sinnum,“ sagði Gernot Rohr.
