Ekkert mál að komast beint á leiki í HM Benedikt Bóas skrifar 2. desember 2017 07:00 Ísland er í riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu og spilar í D-riðli á Heimsmeistaramótinu. Íslenska landsliðið í knattspyrnu lenti í D-riðli þegar dregið var í riðla Heimsmeistaramótsins í gær. Ísland leikur gegn Argentínu í Moskvu 16. júní á Otkrytiye-vellinum. Sex dögum síðar er spilað gegn Nígeríu í Volgograd og lokaleikurinn er gegn Króatíu í Rostov 26. júní. Þó að mótið sé haldið í hinu geysistóra Rússlandi þá verður lítið vandamál að komast á leikvelli frá Íslandi. Icelandair og Gaman Ferðir munu fljúga beint á alla leikstaði Íslands og segir Þór Bæring, annar eigandi Gaman Ferða, að verði áhuginn meiri verði fleiri flugvélum bætt við. Þór er einmitt staddur í Rússlandi og var viðstaddur dráttinn. Vinnan við skipulagninguna fór á fullt þegar ljóst var hvar íslenska landsliðið léki. „Við erum að setja upp pakka á hvern einasta leik. Þá verður gist í eina eða tvær nætur þar sem innifalið verður flug, gisting og ferðir til og frá flugvelli en fólk fær sína miða hjá FIFA. Við verðum með pakkaferðir á þessa þrjá leiki í riðlinum og ef eftirspurnin verður meiri þá munum við bjarga fleiri flugvélum á þessa staði. Það er bara þannig,“ segir Þór. Hjá Icelandair verður flogið frá Íslandi daginn fyrir leik og til baka daginn eftir leik. „Við fáum mikið af fyrirspurnum um HM og ljóst að fjöldi Íslendinga mun gera sér ferð á keppnina. Eflaust munu margir nýta sér áætlunarflug til borga í Evrópu og taka þaðan flug eða lest á áfangastað, en nú liggur fyrir að Icelandair mun fljúga beint á alla þrjá leiki Íslands í riðlakeppninni,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Þór segir að hann búist við töluverðum fjölda þó að það verði ekki jafn mikið og í Frakklandi þegar Evrópumótið fór fram. „Það eru margir að hringja og spyrja og margir mjög áhugasamir en ég hef ekki alveg trú á að það verði jafn mikið og á EM. Rússland er kannski ekki alveg jafn heillandi staður og Frakkland en samt verður þetta geggjað sýnist manni. Rússarnir munu gera þetta gríðarlega vel sýnist mér en þetta er lengra ferðalag og dýrari pakki og erfiðara að fara á eigin vegum. En þeir sem munu fara munu gera þetta eftirminnilegt.“ Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Fleiri fréttir Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Sjá meira
Íslenska landsliðið í knattspyrnu lenti í D-riðli þegar dregið var í riðla Heimsmeistaramótsins í gær. Ísland leikur gegn Argentínu í Moskvu 16. júní á Otkrytiye-vellinum. Sex dögum síðar er spilað gegn Nígeríu í Volgograd og lokaleikurinn er gegn Króatíu í Rostov 26. júní. Þó að mótið sé haldið í hinu geysistóra Rússlandi þá verður lítið vandamál að komast á leikvelli frá Íslandi. Icelandair og Gaman Ferðir munu fljúga beint á alla leikstaði Íslands og segir Þór Bæring, annar eigandi Gaman Ferða, að verði áhuginn meiri verði fleiri flugvélum bætt við. Þór er einmitt staddur í Rússlandi og var viðstaddur dráttinn. Vinnan við skipulagninguna fór á fullt þegar ljóst var hvar íslenska landsliðið léki. „Við erum að setja upp pakka á hvern einasta leik. Þá verður gist í eina eða tvær nætur þar sem innifalið verður flug, gisting og ferðir til og frá flugvelli en fólk fær sína miða hjá FIFA. Við verðum með pakkaferðir á þessa þrjá leiki í riðlinum og ef eftirspurnin verður meiri þá munum við bjarga fleiri flugvélum á þessa staði. Það er bara þannig,“ segir Þór. Hjá Icelandair verður flogið frá Íslandi daginn fyrir leik og til baka daginn eftir leik. „Við fáum mikið af fyrirspurnum um HM og ljóst að fjöldi Íslendinga mun gera sér ferð á keppnina. Eflaust munu margir nýta sér áætlunarflug til borga í Evrópu og taka þaðan flug eða lest á áfangastað, en nú liggur fyrir að Icelandair mun fljúga beint á alla þrjá leiki Íslands í riðlakeppninni,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Þór segir að hann búist við töluverðum fjölda þó að það verði ekki jafn mikið og í Frakklandi þegar Evrópumótið fór fram. „Það eru margir að hringja og spyrja og margir mjög áhugasamir en ég hef ekki alveg trú á að það verði jafn mikið og á EM. Rússland er kannski ekki alveg jafn heillandi staður og Frakkland en samt verður þetta geggjað sýnist manni. Rússarnir munu gera þetta gríðarlega vel sýnist mér en þetta er lengra ferðalag og dýrari pakki og erfiðara að fara á eigin vegum. En þeir sem munu fara munu gera þetta eftirminnilegt.“
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Fleiri fréttir Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Sjá meira