Miðar í boði á leiki Íslands á HM þegar miðasala á HM 2018 hefst á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2017 19:45 Íslenskir stuðningsmenn. Vísir/Getty Ísland lenti í riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu þegar dregið var í riðla fyrir HM í Rússlandi fyrir helgi. Heimsmeistarakeppnin fer fram næsta sumar en á morgun hefst miðasala á leikina á HM 2018 í Rússlandi. Áhugsamir geta nú sótt um miða á staka leiki keppninnar ásamt öðrum gerðum miða til 31. janúar næstkomandi. Að þessu sinni er ekki um að ræða „fyrstur kemur, fyrstur fær” heldur er þetta í raun happdrætti. Ef miðaumsóknir verða fleiri en fjöldi miða verður dregið af handahófi. KSÍ segir frá á heimasíðu sinni. Það gæti farið að miðar seljist upp á leiki Íslands á þessu tímabili en ef ekki þá opnast næsti miðasölugluggi 13. mars og er opin til 3. apríl. Þar væri hægt að fá niðurstöðu um leið um hvort takist hafi að kaupa miða en svo er ekki í glugganum sem er opinn frá 5. desember til 31. janúar. Stuðningsmenn Íslands geta sótt um svokallaða stuðningsmannamiða. Um er að ræða miða á alla þrjá leiki liðsins í riðlakeppninni. Einnig verður hægt að sækja um miða á alla mögulega leiki Íslands í útsláttarkeppninni, en fari svo að liðið komist ekki áfram eru miðarnir ógildir.Hér er hægt að sækja um miða. Átta prósent af sölumiðum á leiki Íslands verða til sölu fyrir stuðningsmenn Íslands. KSÍ segir frá því á heimasíðu að íslenska sambandið, ásamt öðrum þjóðum, hafi verið í sambandi við FIFA og beðið um að þetta hlutfall verði hækkað. „Þegar svör hafa fengist frá FIFA verður þeim upplýsingum komið á framfæri á miðlum KSÍ,“ segir í fréttinni á KSÍ. Fólk hefur tækifæri til að hætta við kaupin á miðum. Þeir sem sækja um miða í þessum glugga geta breytt umsókn sinni allt til 31. janúar en eftir það verður umsókn þeirra orðin bindandi. Því verður ekki hægt að draga til baka umsókn sína um miða eftir þann tíma. KSÍ minnir fólk á að öll miðasala á leiki HM 2018 í Rússlandi fer fram í gegnum miðasöluvef FIFA. Það má lesa meira um fyrirkomulagi á heimasíðu FIFA eða með því að smella hér. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Ísland lenti í riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu þegar dregið var í riðla fyrir HM í Rússlandi fyrir helgi. Heimsmeistarakeppnin fer fram næsta sumar en á morgun hefst miðasala á leikina á HM 2018 í Rússlandi. Áhugsamir geta nú sótt um miða á staka leiki keppninnar ásamt öðrum gerðum miða til 31. janúar næstkomandi. Að þessu sinni er ekki um að ræða „fyrstur kemur, fyrstur fær” heldur er þetta í raun happdrætti. Ef miðaumsóknir verða fleiri en fjöldi miða verður dregið af handahófi. KSÍ segir frá á heimasíðu sinni. Það gæti farið að miðar seljist upp á leiki Íslands á þessu tímabili en ef ekki þá opnast næsti miðasölugluggi 13. mars og er opin til 3. apríl. Þar væri hægt að fá niðurstöðu um leið um hvort takist hafi að kaupa miða en svo er ekki í glugganum sem er opinn frá 5. desember til 31. janúar. Stuðningsmenn Íslands geta sótt um svokallaða stuðningsmannamiða. Um er að ræða miða á alla þrjá leiki liðsins í riðlakeppninni. Einnig verður hægt að sækja um miða á alla mögulega leiki Íslands í útsláttarkeppninni, en fari svo að liðið komist ekki áfram eru miðarnir ógildir.Hér er hægt að sækja um miða. Átta prósent af sölumiðum á leiki Íslands verða til sölu fyrir stuðningsmenn Íslands. KSÍ segir frá því á heimasíðu að íslenska sambandið, ásamt öðrum þjóðum, hafi verið í sambandi við FIFA og beðið um að þetta hlutfall verði hækkað. „Þegar svör hafa fengist frá FIFA verður þeim upplýsingum komið á framfæri á miðlum KSÍ,“ segir í fréttinni á KSÍ. Fólk hefur tækifæri til að hætta við kaupin á miðum. Þeir sem sækja um miða í þessum glugga geta breytt umsókn sinni allt til 31. janúar en eftir það verður umsókn þeirra orðin bindandi. Því verður ekki hægt að draga til baka umsókn sína um miða eftir þann tíma. KSÍ minnir fólk á að öll miðasala á leiki HM 2018 í Rússlandi fer fram í gegnum miðasöluvef FIFA. Það má lesa meira um fyrirkomulagi á heimasíðu FIFA eða með því að smella hér.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira