Helmingi ódýrara að bóka sjálfur ferð á HM Baldur Guðmundsson skrifar 5. desember 2017 08:00 Fjölmargir íslenskir stuðningsmenn fylgdu liði sínu til Frakklands. Ekki er víst að jafna margir fái miða á leikina í Rússlandi. vísir/vilhelm Par getur sparað sér meira en 200 þúsund krónur ef það velur að ferðast sjálft til Moskvu á leik Íslands og Argentínu á HM í knattspyrnu næsta sumar, frekar en að kaupa pakkaferð með íslenskri fararstjórn. Þetta leiðir athugun Fréttablaðsins í ljós. Framkvæmdastjóri KSÍ segir að svo gæti farið að aðeins um 3.200 miðar verði eyrnamerktir íslenskum stuðningsmönnum á leiki Íslands. Ekki sé víst að allir fái miða. Það kann því að vera óvarlegt að bóka ferð án þess að hafa tryggt sér miða áður. Ísland mætir Argentínu í fyrsta leik á HM í Rússlandi næsta sumar. Leikurinn fer fram laugardaginn 16. júní. Flug til og frá Moskvu með einu stoppi og gisting í tvær nætur á fjögurra stjörnu hóteli kostar tvo einstaklinga um 170 þúsund krónur, samkvæmt athugun Fréttablaðsins. Í þessu felst að ferðalangarnir gista saman í herbergi og hafa heimild til að taka með sér eina stóra tösku í flugið, auk handfarangurs.Leikvangurinn í Moskvu þar sem Íslendingar mæta Messi og félögum á HM 16. júní á næsta ári.Nordicphotos/AFPFlug frá Keflavík til Moskvu í Rússlandi og til baka, með einni millilendingu, kostar 61.978 krónur, þegar þetta er skrifað, eða um 120 þúsund fyrir tvo. Flogið út að morgni föstudags og heim að morgni sunnudags. Taska kostar 8.433 krónur og gerum við í þessu dæmi ráð fyrir að par deili einni stórri tösku. Fjögurra stjörnu hótel í Moskvu eru mörg uppseld helgina sem leikur Íslands og Argentínu fer fram. Mikið framboð er af þriggja stjörnu hótelum sem mörg fá ágætis einkunn notenda á bókunarvefjum. Blaðamaður gat, að morgni mánudags, bókað herbergi á fjögurra stjörnu hóteli, SunFlower Park, fyrir tvo aðfaranætur laugardagsins 16. júní og sunnudagsins 17. júní fyrir samtals 347 dollara. Það gerði hann á bókunarsíðunni hotels.com. Upphæðin samsvarar 35.800 krónum. Samanlagt kostar flug og hótel fyrir tvo því 168 þúsund krónur. Þær ferðir sem Icelandair hefur selt, þar sem gist er jafn margar nætur, kosta 195 þúsund krónur á mann, ef gist er í tvíbýli, eða 390 þúsund krónur fyrir tvo. Innifalið í slíkri ferð eru þó að auki ferðir til og frá flugvelli í Moskvu og íslensk fararstjórn.Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ.vísir/ernirKlara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að íslenskir stuðningsmenn fái 8% miða sem fara í almenna sölu. Völlurinn í Moskvu rúmar 45.360 áhorfendur. Klara segir að ef 40 þúsund miðar fari í almenna sölu fái íslenskir stuðningsmenn aðeins 3.200 miða. Það er innan við þriðjungur af áhorfendafjölda á Laugardalsvelli. Hún bendir þó á að einhverjir Íslendingar gætu þegar hafa keypt miða í almennri sölu á vef FIFA, þar sem miðasalan fer eingöngu fram. Þá gætu einhverjir fengið miða á síðari stigum miðasölunnar. „Við erum sammála um að þetta eru fáir miðar,“ segir Klara við Fréttablaðið. „En ég ætla að vera bjartsýn á að langflestir sem fari út finni miða á einn eða annan hátt.“ Í þessu samhengi má benda á að KSÍ er á meðal nokkurra knattspyrnusambanda sem þrýst hafa á FIFA um að fá fleiri miða fyrir sína stuðningsmenn. Hún bendir á að UEFA hafi orðið við slíkri beiðni frá KSÍ og fleirum þegar Evrópumótið fór fram fram í Frakklandi. Klara hefur ferðast nokkrum sinnum á vegum sambandsins til Rússlands. Hún segist hafa verið í „vernduðu umhverfi“ í þeim heimsóknum en að hún hafi ekkert séð sem gefi fólki ástæðu til að vera hræddari til við að ferðast til Rússlands en annarra Evrópulanda. Rússum sé auk þess mikið í mun að sýna sínar bestu hliðar á meðan á mótinu stendur. Klara segir borgina hreinni en Reykjavík en að sagan drjúpi af hverju strái. „Ég myndi senda fjölskylduna mína í skipulagða pakkaferð en þeir sem eru vanir að ferðast ættu ekki að lenda í neinum vandræðum.“ Uppfært klukkan 10:40 Í fyrri útgáfu fréttarinnar var rætt um beint flug með WOW til Moskvu, en hið rétta er að verðið miðast við flug með einu stoppi. WOW hefur ekki hafið sölu á beinum flugum. Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Sjá meira
Par getur sparað sér meira en 200 þúsund krónur ef það velur að ferðast sjálft til Moskvu á leik Íslands og Argentínu á HM í knattspyrnu næsta sumar, frekar en að kaupa pakkaferð með íslenskri fararstjórn. Þetta leiðir athugun Fréttablaðsins í ljós. Framkvæmdastjóri KSÍ segir að svo gæti farið að aðeins um 3.200 miðar verði eyrnamerktir íslenskum stuðningsmönnum á leiki Íslands. Ekki sé víst að allir fái miða. Það kann því að vera óvarlegt að bóka ferð án þess að hafa tryggt sér miða áður. Ísland mætir Argentínu í fyrsta leik á HM í Rússlandi næsta sumar. Leikurinn fer fram laugardaginn 16. júní. Flug til og frá Moskvu með einu stoppi og gisting í tvær nætur á fjögurra stjörnu hóteli kostar tvo einstaklinga um 170 þúsund krónur, samkvæmt athugun Fréttablaðsins. Í þessu felst að ferðalangarnir gista saman í herbergi og hafa heimild til að taka með sér eina stóra tösku í flugið, auk handfarangurs.Leikvangurinn í Moskvu þar sem Íslendingar mæta Messi og félögum á HM 16. júní á næsta ári.Nordicphotos/AFPFlug frá Keflavík til Moskvu í Rússlandi og til baka, með einni millilendingu, kostar 61.978 krónur, þegar þetta er skrifað, eða um 120 þúsund fyrir tvo. Flogið út að morgni föstudags og heim að morgni sunnudags. Taska kostar 8.433 krónur og gerum við í þessu dæmi ráð fyrir að par deili einni stórri tösku. Fjögurra stjörnu hótel í Moskvu eru mörg uppseld helgina sem leikur Íslands og Argentínu fer fram. Mikið framboð er af þriggja stjörnu hótelum sem mörg fá ágætis einkunn notenda á bókunarvefjum. Blaðamaður gat, að morgni mánudags, bókað herbergi á fjögurra stjörnu hóteli, SunFlower Park, fyrir tvo aðfaranætur laugardagsins 16. júní og sunnudagsins 17. júní fyrir samtals 347 dollara. Það gerði hann á bókunarsíðunni hotels.com. Upphæðin samsvarar 35.800 krónum. Samanlagt kostar flug og hótel fyrir tvo því 168 þúsund krónur. Þær ferðir sem Icelandair hefur selt, þar sem gist er jafn margar nætur, kosta 195 þúsund krónur á mann, ef gist er í tvíbýli, eða 390 þúsund krónur fyrir tvo. Innifalið í slíkri ferð eru þó að auki ferðir til og frá flugvelli í Moskvu og íslensk fararstjórn.Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ.vísir/ernirKlara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að íslenskir stuðningsmenn fái 8% miða sem fara í almenna sölu. Völlurinn í Moskvu rúmar 45.360 áhorfendur. Klara segir að ef 40 þúsund miðar fari í almenna sölu fái íslenskir stuðningsmenn aðeins 3.200 miða. Það er innan við þriðjungur af áhorfendafjölda á Laugardalsvelli. Hún bendir þó á að einhverjir Íslendingar gætu þegar hafa keypt miða í almennri sölu á vef FIFA, þar sem miðasalan fer eingöngu fram. Þá gætu einhverjir fengið miða á síðari stigum miðasölunnar. „Við erum sammála um að þetta eru fáir miðar,“ segir Klara við Fréttablaðið. „En ég ætla að vera bjartsýn á að langflestir sem fari út finni miða á einn eða annan hátt.“ Í þessu samhengi má benda á að KSÍ er á meðal nokkurra knattspyrnusambanda sem þrýst hafa á FIFA um að fá fleiri miða fyrir sína stuðningsmenn. Hún bendir á að UEFA hafi orðið við slíkri beiðni frá KSÍ og fleirum þegar Evrópumótið fór fram fram í Frakklandi. Klara hefur ferðast nokkrum sinnum á vegum sambandsins til Rússlands. Hún segist hafa verið í „vernduðu umhverfi“ í þeim heimsóknum en að hún hafi ekkert séð sem gefi fólki ástæðu til að vera hræddari til við að ferðast til Rússlands en annarra Evrópulanda. Rússum sé auk þess mikið í mun að sýna sínar bestu hliðar á meðan á mótinu stendur. Klara segir borgina hreinni en Reykjavík en að sagan drjúpi af hverju strái. „Ég myndi senda fjölskylduna mína í skipulagða pakkaferð en þeir sem eru vanir að ferðast ættu ekki að lenda í neinum vandræðum.“ Uppfært klukkan 10:40 Í fyrri útgáfu fréttarinnar var rætt um beint flug með WOW til Moskvu, en hið rétta er að verðið miðast við flug með einu stoppi. WOW hefur ekki hafið sölu á beinum flugum.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Sjá meira