Krakkar

Fréttamynd

Fögnuðu nýrri barnabók með tívolí þema í Nauthólsvík

Út er komin bókin Mía fer í Tívolí. Höfundur bókarinnar er Þórunn Eva G. Pálsdóttir en Bergrún Íris Sævarsdóttir myndskreytti. Jón Sverrir sonur Þórunnar fékk það skemmtilega hlutverk að aðstoða Bergrúnu og litaði teikningarnar í bókinni. 

Lífið
Fréttamynd

Upptakturinn hlaut alþjóðlegu verðlaunin YAMawards

Upptakturinn, tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna sem haldinn er árlega í Hörpu, hlaut fyrr í vikunni alþjóðlegu verðlaunin YAMawards eða The Young Audiences Music Awards sem Besta þátttökuverkefnið fyrir ungmenni.

Lífið
Fréttamynd

Þrá að komast í skóla á Íslandi

Tugir barna á flótta fylla leikherbergi Hjálpræðishersins flesta daga. Þar njóta þau þess að hitta jafnaldrana meðan þau bíða eftir því að komast í skóla en sumum finnst biðin frekar löng.

Innlent
Fréttamynd

„Hafnfirskar stelpur rokka“

Hafnfirskar stelpur rokka! er tónlistar vinnusmiðja sem unnin er í tengslum við Appolo listahátíð í Hafnarfirði. Ungar sís og trans stelpur, trans strákar, kynsegin og intersex ungmenni á aldrinum 13-25 ára eru öll velkomin og á vinnusmiðjan sér stað yfir tvær helgar í október.

Tónlist
Fréttamynd

Fimm ára með maríulax

Það að veiða fyrsta laxinn sinn er stórt skref fyrir alla veiðimenn og það er mjög misjafnt hvenær á lífsleiðinni hann kemur.

Veiði
Fréttamynd

Chicco bóndabærinn talar íslensku

Fyrsta íslenskumælandi leikfangið frá Chicco er komið á markað hér á landi, krúttlegur bóndabær þar sem börn á aldrinum eins til fjögurra ára geta leyst þrautir á íslensku og ensku.

Samstarf
Fréttamynd

Fjórtán ára meðhjálpari á Rauðasandi

Yngsti meðhjálpari landsins, Tryggvi Sveinn Eyjólfsson er ekki nema fjórtán ára gamall en hann þjónar í Saurbæjarkirkju á Rauðasandi í Patreksfjarðarprestakalli hjá séra Kristjáni Arasyni, sóknarpresti. Hann segir starfið mjög skemmtilegt þó að það sé unnið í sjálfboðavinnu.

Innlent
Fréttamynd

Tíu ára þjálfarar hjálpa yngri krökkunum að elta drauma sína

Tveir ungir drengir á Seltjarnarnesi bjóða um helgina upp á knattspyrnunámskeið fyrir börn á aldrinum fimm til sjö ára. Markmið þeirra er að hjálpa krökkunum að verða betri í fótbolta og elta drauma sína, en strákarnir skipulögðu námskeiðið og útfærðu æfingarnar sjálfir.

Innlent
Fréttamynd

Ung­linga­land­smót UMFÍ snýst um gleði og sam­veru

Unglingalandsmót UMFÍ fer fram á Selfossi 29. til 31. júlí. Skráning er í fullum gangi og stendur til mánudagsins 25. júlí. Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri móta UMFÍ, segir mótið langþráðan viðburð eftir tveggja ára hlé. Þar geti allir fundið eitthvað við sitt hæfi.

Samstarf
Fréttamynd

Keppti í 32 ára gömlum jakka af pabba sínum

Yngsti keppandinn á Landsmóti hestamanna, sem nú stendur yfir á Gaddstaðaflötum á Hellu, er á tíunda aldursári, eða því sem aldurstakmörk miða við á mótinu. Anna Sigríður Erlendsdóttir er yngst allra, eftir því sem fréttastofa kemst næst.

Sport
Fréttamynd

Nýrri EM aug­lýsingu N1 ætlað að hvetja ungt fólk til dáða

Ný auglýsing N1, sem gerð er í tilefni af EM kvenna 2022, var frumsýnd í gær og var auglýsingunni leikstýrt af Hannesi Þór Halldórssyni. Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður Bayern Munchen og íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, er í aðalhlutverki í auglýsingunni, ásamt Heiðdísi Björt Bernhardsdóttur. Markmið auglýsingarinnar er einna helst að hvetja unga krakka til að elta draumana sína.

Samstarf
Fréttamynd

14 ára og elskar gamlar dráttarvélar

Gamlar og uppgerðar dráttarvélar eru í miklu uppáhaldi hjá 14 ára strák á Reykhólum en hann hefur keyrt dráttarvélar frá því að hann var sex ára gamall. Á bænum er líka Læðan úr Dagvaktinni til sýnis, ásamt öllum dráttarvélunum.

Innlent
Fréttamynd

Börn leituðu eggja víða um borg

Börn leituðu páskaeggja víða um borgina í dag. Sjálfstæðisfélög Reykjavíkur héldu leit á þremur mismundandi stöðum og tóku hátt í þúsund manns þátt í henni.

Lífið
Fréttamynd

Stanslaust stuð á kóranámskeiðum í Selfosskirkju

Kóranámskeið fyrir börn í fyrsta og öðrum bekk hafa slegið í gegn í Selfosskirkju en þar er verið að þjálfa börnin upp áður en þau fara í barnakór kirkjunnar næsta vetur. Námskeiðiðin byggja á tónlistarleikjum og miklum söng.

Innlent
Fréttamynd

„Oftast hlusta fullorðnir ekki á okkur“

Við viljum að röddin okkar heyrist og að það sé tekið mark á henni segja þáttakendur á Barnaþingi sem var sett í Hörpu í dag. Ráðherrar sem mættu gáfu krökkunum ráð eins og að þau ættu að varðveita barnið í sjálfum sér og ræða við aðra um líðan sína.

Innlent