Þrettán ára strákur í Njarðvík búinn með fimm þúsund tíma í flughermi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. nóvember 2022 20:23 Kacper Agnar Kozlowski, 13 ára Njarðvíkingur, sem hefur mikinn áhuga á flugvélum og öllu, sem þeim tengist. Vísir/Magnús Hlynur Þrettán ára strákur í Reykjanesbæ er löngubúinn að ákveða hvað hann ætlar að verða í framtíðinni því hann ætlar að vera flugmaður og fljúga stórum breiðþotum. Það er kannski engin furða því hann er með flughermi inn í herbergi hjá sér þar sem hann er búinn að taka fimm þúsund tíma í herminum. Hér erum við að tala um Kacper Agnar, 13 ára nemanda í Njarðvíkurskóla. Hann er fæddur á Íslandi en foreldrar hans eru pólskir. Það var gaman að koma inn í herbergið hjá stráknum því þar er fullt af flugvélamódelum upp á hillum, flugvélabókum og svo eru það flugvélasætin og tölvan með stórum skjáum með flughermi þar sem Kacper Agnar eyðir sínum tíma meira og minna þegar hann er ekki í skólanum, að læra á mismunandi flugvélar og fljúga þeim um loftin blá. „Mér finnst bara alltaf gaman að fljúga, ég veit ekki af hverju ég hef svona mikinn áhuga, ég fæddist með flugáhuga. Núna er ég búinn að taka í kringum fimm þúsund tíma í herminum en ég byrjaði að fljúga í kringum 2018,“ segir Kacper Agnar. Og er þetta alltaf jafn skemmtilegt? „Já, spennan fer aldrei niður, það er alltaf gaman. Stundum er mikil rigning, stundum þarf að snúa við vegna vindsins.“ Kacper Agnar er með nokkur flott flugvélamódel inn í herberginu sínu.Vísir/Magnús Hlynur Það er allt fullt af tökkum og alls konar mælum inni í flugstjórnarklefanum en Kacper kann á alla takkana upp á tíu og les af mælunum eins og ekkert sé. En hver er uppáhalds flugvélin hans að fljúga? „Ég var að fljúga mjög mikið Boeing 737–800, sem er eiginlega uppáhalds flugvélin mín og mér finnst líka gaman að fljúga Airbus A–320 en núna er ég að fljúga á HondaJet 420, svona lítil viðskiptaflugvél,“ segir Kacper Agnar. Og þú getur bara valið veður, sem þú ætlar að fljúga í? „Já, ég get líka valið raunverulegt veður eins og það er úti, núna er til dæmis rigning og svo get ég valið flott veður með sól og hita. Ég er alveg ákveðinn að verða flugmaður þegar ég er orðinn stór og gera allt mitt besta til að verða góður flugmaður,“ segir Kacper Agnar, þrettán ára strákur í Njarðvík. Reykjanesbær Fréttir af flugi Krakkar Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sjá meira
Hér erum við að tala um Kacper Agnar, 13 ára nemanda í Njarðvíkurskóla. Hann er fæddur á Íslandi en foreldrar hans eru pólskir. Það var gaman að koma inn í herbergið hjá stráknum því þar er fullt af flugvélamódelum upp á hillum, flugvélabókum og svo eru það flugvélasætin og tölvan með stórum skjáum með flughermi þar sem Kacper Agnar eyðir sínum tíma meira og minna þegar hann er ekki í skólanum, að læra á mismunandi flugvélar og fljúga þeim um loftin blá. „Mér finnst bara alltaf gaman að fljúga, ég veit ekki af hverju ég hef svona mikinn áhuga, ég fæddist með flugáhuga. Núna er ég búinn að taka í kringum fimm þúsund tíma í herminum en ég byrjaði að fljúga í kringum 2018,“ segir Kacper Agnar. Og er þetta alltaf jafn skemmtilegt? „Já, spennan fer aldrei niður, það er alltaf gaman. Stundum er mikil rigning, stundum þarf að snúa við vegna vindsins.“ Kacper Agnar er með nokkur flott flugvélamódel inn í herberginu sínu.Vísir/Magnús Hlynur Það er allt fullt af tökkum og alls konar mælum inni í flugstjórnarklefanum en Kacper kann á alla takkana upp á tíu og les af mælunum eins og ekkert sé. En hver er uppáhalds flugvélin hans að fljúga? „Ég var að fljúga mjög mikið Boeing 737–800, sem er eiginlega uppáhalds flugvélin mín og mér finnst líka gaman að fljúga Airbus A–320 en núna er ég að fljúga á HondaJet 420, svona lítil viðskiptaflugvél,“ segir Kacper Agnar. Og þú getur bara valið veður, sem þú ætlar að fljúga í? „Já, ég get líka valið raunverulegt veður eins og það er úti, núna er til dæmis rigning og svo get ég valið flott veður með sól og hita. Ég er alveg ákveðinn að verða flugmaður þegar ég er orðinn stór og gera allt mitt besta til að verða góður flugmaður,“ segir Kacper Agnar, þrettán ára strákur í Njarðvík.
Reykjanesbær Fréttir af flugi Krakkar Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sjá meira