Vongóðir um að halda tréhúsinu Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 28. mars 2023 23:46 Formaður heilbrigðisnefndar segist bjartsýnn á að lausn finnist á málunum þannig að sex vinir geti fengið að halda trjákofanum sínum sem þeim hafði verið fyrirskipað að rífa. Drengirnir segja verkefnið hafa styrkt vináttu sína heilmikið. Fréttablaðið greindi frá því um helgina að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefði fyrirskipað að rífa þyrfti trjáhús sem sex vinir á þrettánda ári hafa eytt miklum tíma í að smíða undanfarna mánuði. „Það var bara miði hérna á stiganum. Og við fengum bara tilkynningu að við þurfum að taka hann niður fyrir 7. apríl. Ef við tækjum hann ekki ætluðu þeir að gera það, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur,“ útskýrðu drengirnir. Þeir sögðust ekki hafa fengið almennilegar útskýringar á hvers vegna þyrfti að rífa kofann en það hefði eitthvað með það að gera að hann væri ekki nægilega traustur, að eldvörnum væri ábótavant og að hætta væri á að heimilislausir aðilar kynnu að hreiðra þar um sig. Fréttirnar um að rífa þyrfti kofann komu eðlilega illa við drengina enda höfðu þeir skipulagt sumarið með viðveru þar í huga. „Við vorum búnir að sjá fyrir okkur að kannski mæta hérna á hverjum einasta degi, fara kannski ofan í Reynisvatn, búa okkur til fleka og fara að veiða. Bara hafa kannski eitt af bestu sumrunum sem við gætum haft.“ Garðar Breki, Sigurður Logi, Alexander Logi, Andri Pétur, Arnar Magni og Andri Pétur hafa eytt miklum tíma undanfarna mánuði í að smíða þetta forláta tréhús. Vísir/Arnar Aðalsteinn Haukur Sverrisson er formaður heilbrigðisnefndar. Hann kom upp að Reynisvatni í dag þar sem kofinn er staðsettur, tók út meistaraverkið og ræddi við drengina. „Þetta er geggjaður kofi, flott að sjá þessa ungu duglegu stráka leika sér í náttúrunni. Ég vill sjá meira af þessu,“ sagði Aðalsteinn. Hann segir málið falla á milli hluta þar sem ekki séu til nein eyðublöð til að sækja um leyfi til að byggja tréhús í borgarlandi. „Heilbrigðiseftirlitið fékk bara tilkynningu um kofann á sínum tíma og út af ákveðnum reglum sem gilda í borgarlandinu er þeim skylt að sinna eftirlits og öryggiseftirliti með hlutum sem eru byggðir í borgarlandi,“ segir Aðalsteinn. Hann tekur fram að fyrst og fremst sé horft á málið út frá öryggissjónarmiðum. „Það er ekki af neinum illum ásetningi sem að er verið að gera þetta, þetta er bara náttúrulega ákall á auknar öryggisráðstafanir, sérstaklega til að passa upp á börnin okkar. Þegar ég var strákur hefði enginn skipt sér af þessu en því miður eru breyttir tímar.“ Formaður heilbrigðisnefndar segir málið falla á milli hluta þar sem ekki séu til nein eyðublöð til að sækja um leyfi til að byggja tréhús í borgarlandi.Vísir/Arnar Aðalsteinn segist þó bjartsýnn á að lausn finnist á málunum og segir samtalið komið af stað. Drengirnir eru líka vongóðir. „Við erum alveg til í að spyrja um leyfi og leysa það sem þarf að leysa, finna lausnir. Og viljum líka þakka fyrir að ef við fáum að hafa kofann, alveg innilega, því við vorum búnir að eyða svo miklum tíma í þetta verk.“ Reykjavík Börn og uppeldi Krakkar Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Sjá meira
Fréttablaðið greindi frá því um helgina að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefði fyrirskipað að rífa þyrfti trjáhús sem sex vinir á þrettánda ári hafa eytt miklum tíma í að smíða undanfarna mánuði. „Það var bara miði hérna á stiganum. Og við fengum bara tilkynningu að við þurfum að taka hann niður fyrir 7. apríl. Ef við tækjum hann ekki ætluðu þeir að gera það, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur,“ útskýrðu drengirnir. Þeir sögðust ekki hafa fengið almennilegar útskýringar á hvers vegna þyrfti að rífa kofann en það hefði eitthvað með það að gera að hann væri ekki nægilega traustur, að eldvörnum væri ábótavant og að hætta væri á að heimilislausir aðilar kynnu að hreiðra þar um sig. Fréttirnar um að rífa þyrfti kofann komu eðlilega illa við drengina enda höfðu þeir skipulagt sumarið með viðveru þar í huga. „Við vorum búnir að sjá fyrir okkur að kannski mæta hérna á hverjum einasta degi, fara kannski ofan í Reynisvatn, búa okkur til fleka og fara að veiða. Bara hafa kannski eitt af bestu sumrunum sem við gætum haft.“ Garðar Breki, Sigurður Logi, Alexander Logi, Andri Pétur, Arnar Magni og Andri Pétur hafa eytt miklum tíma undanfarna mánuði í að smíða þetta forláta tréhús. Vísir/Arnar Aðalsteinn Haukur Sverrisson er formaður heilbrigðisnefndar. Hann kom upp að Reynisvatni í dag þar sem kofinn er staðsettur, tók út meistaraverkið og ræddi við drengina. „Þetta er geggjaður kofi, flott að sjá þessa ungu duglegu stráka leika sér í náttúrunni. Ég vill sjá meira af þessu,“ sagði Aðalsteinn. Hann segir málið falla á milli hluta þar sem ekki séu til nein eyðublöð til að sækja um leyfi til að byggja tréhús í borgarlandi. „Heilbrigðiseftirlitið fékk bara tilkynningu um kofann á sínum tíma og út af ákveðnum reglum sem gilda í borgarlandinu er þeim skylt að sinna eftirlits og öryggiseftirliti með hlutum sem eru byggðir í borgarlandi,“ segir Aðalsteinn. Hann tekur fram að fyrst og fremst sé horft á málið út frá öryggissjónarmiðum. „Það er ekki af neinum illum ásetningi sem að er verið að gera þetta, þetta er bara náttúrulega ákall á auknar öryggisráðstafanir, sérstaklega til að passa upp á börnin okkar. Þegar ég var strákur hefði enginn skipt sér af þessu en því miður eru breyttir tímar.“ Formaður heilbrigðisnefndar segir málið falla á milli hluta þar sem ekki séu til nein eyðublöð til að sækja um leyfi til að byggja tréhús í borgarlandi.Vísir/Arnar Aðalsteinn segist þó bjartsýnn á að lausn finnist á málunum og segir samtalið komið af stað. Drengirnir eru líka vongóðir. „Við erum alveg til í að spyrja um leyfi og leysa það sem þarf að leysa, finna lausnir. Og viljum líka þakka fyrir að ef við fáum að hafa kofann, alveg innilega, því við vorum búnir að eyða svo miklum tíma í þetta verk.“
Reykjavík Börn og uppeldi Krakkar Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Sjá meira