Hús og heimili

Fréttamynd

Marta María og Páll selja eignina í Fossvoginum

„Lognmolla og kyrrstaða eru ekki til í orðabók okkar Páls. Í öldugangi lífsins getur allt gerst eins og við höfum kynnst með harkalegum hætti. Þrátt fyrir allt heldur lífið áfram og því höfum við ákveðið að flytja. Ef ykkur vantar geggjaða íbúð í Fossvogi þá er þessi komin á sölu,“ skrifar Marta María Jónasdóttir, ritstjóri Smartlands, á Mbl.is en hún og Páll Winkel hafa sett jarðhæð sína við Lautarveg í Fossvoginum á sölu.

Lífið
Fréttamynd

Högni selur fallega íbúð við Bergstaðastræti

„Nú eru tímamót í lífi mínu og ég kveð heimilið mitt á Bergstaðastræti og eitthvað nýtt og spennandi tekur við. Margar eru minningarnar frá þessum skemmtilega stað þar sem alltaf virtist vera nægileg ástæða til þess að gleðjast og fagna,“ skrifar tónlistarmaðurinn Högni Egilsson í færslu á Facebook.

Lífið
Fréttamynd

Enginn eytt meiru í breytingar á Hvíta húsinu

Enginn forseti Bandaríkjanna hefur eytt meiri pening í því að endurhanna Hvíta húsið en Donald Trump. Forsetar Bandaríkjanna hafa leyfi til þess að breyta innanhússhönnuninni í húsinu þegar þeir taka við embætti.

Lífið
Fréttamynd

Fjörutíu fermetra fjölskylduíbúð

Töluvert margir búa við heldur þröngan húsakost í Hong Kong en arkitektarnir Chi Chun og Etain Ho hönnuðu fjörutíu fermetra íbúð þar í borg fyrir þriggja manna fjölskyldu.

Lífið
Fréttamynd

„Megi ævintýrin halda áfram á öðrum stað“

„Þar sem ævintýrið byrjaði,“ skrifar fjölmiðlakonan Helga Arnardóttir í stöðufærslu á Facebook en hún og leikstjórinn Bragi Þór Hinriksson hafa sett íbúð sína við Drápuhlíð í hlíðahverfinu á sölu.

Lífið
Fréttamynd

„Vendu þig af því að henda öllu inn í geymslu til að flýja draslið“

„Geymsurýmið er líklega það rými sem oftast er óskipulagt á heimilum og það er auðvelt að flýja draslið með því að setja það inn í geymslu. Aftur á móti borgar það sig að dótið í geymslunni þvælist ekki fyrir manni og hægt sé að ganga að hlutunum vísum,“ segir Sólrún Diego höfundur bókanna Skipulag og Heima.

Lífið
Fréttamynd

Skreytum hús: Með­ferðar­heimili gert að fal­legu hreiðri

„Hlaðgerðarkot er elsta nústarfandi meðferðarstofnun landsins,“ segir Helga Lind Pálsdóttir forstöðukona. Í fimmta þætti af hönnunarþáttunum Skreytum hús er kvennaálman á Hlaðgerðarkoti tekin í gegn. Soffía Dögg Garðarsdóttir sá strax að þarna þyrfti að taka mikið til hendinni og vildi hún endilega leggja sitt af mörkum.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Pascale Elísabet smíðaði sjálf fimmtán fermetra færanlegt hús

Leiðsögumaðurinn Pascale Elísabet Skúladóttir ákvað að byggja sjálf íbúðarhús fyrir sig og eiginkonu sína Heru og án aðstoðar, hús sem er bara 15 fermetrar að stærð. En Pascale lenti illa í hruninu 2008. Og ekki bætti svo úr skák þegar hún missti vinnuna núna við Covid faraldurinn.

Lífið