Lífið samstarf

Vorfiðringur á dýnudögum

Vogue fyrir heimilið
„Þetta er einstaklega skemmtilegur tími því allir hlakka til sumarsins og það er gaman að græja bústaðinn og tjaldvagnana. Það verður oft handagangur í öskjunni," segir Halldór Snæland en Dýnudagar standa nú yfir í Vogue fyrir heimilið. 
„Þetta er einstaklega skemmtilegur tími því allir hlakka til sumarsins og það er gaman að græja bústaðinn og tjaldvagnana. Það verður oft handagangur í öskjunni," segir Halldór Snæland en Dýnudagar standa nú yfir í Vogue fyrir heimilið. 

Árlegir dýnudagar standa nú yfir í Vogue fyrir heimilið. Halldór Snæland hefur staðið vaktina í yfir þrjátíu ár og segir skemmtilega stemmingu alltaf myndast í versluninni á þessum tíma enda viðskiptavinir að gera sig klára fyrir sumarið og sólardagana framundan. 20 % afsláttur er af svampi og áklæði þessa daga.

Dýnudagarnir miðast við tjaldvagna, ferðabíla, sumarhús og skemmtibáta en við getum sérsniðið dýnur og sessur eftir máli. Þetta er einstaklega skemmtilegur tími því allir hlakka til sumarsins og það er gaman að græja bústaðinn og tjaldvagnana. Það verður oft handagangur í öskjunni því það er skynsamlegt að gera þetta í tíma til að hafa allt klárt. Það er leiðinlegt þegar sumarfríið er byrjað að uppgötva að dýnurnar koma ónýtar úr vetrargeymslu eða eru jafnvel myglaðar. Nú er því tíminn,“ segir Halldór.

Dýnur í sumarbústöðum og ferðabílum eru oft ekki í stöðluðum stærðum. Vogue fyrir heimilið sérsníður dýnur eftir máli.

Sama dýnan dugir ekki allsstaðar

„Dýnur í ferðabílum og sumarhúsum eru oft ekki af stöðluðum stærðum en við sérsníðum eftir máli. Eins þarf að huga að stífleika við hæfi, bæði eftir því hverjir sofa í rúminu og oft eru rúmstæðin einnig notuð sem sófi á daginn,“ útskýrir Halldór. Hann segir hægt að spara umtalsverðar upphæðir með því að velja réttan svamp fyrir hvert rúm.

20% afsláttur er af öllum svampi og áklæði á Dýnudögum.

„Það þarf að horfa í peningana og við höfum í áratugi hjálpað fólki við að velja réttar svamptegundir, réttar þykktir og áklæði fyrir ólík not. Þar sem sjaldan er sofið má til dæmis velja ódýrari dýnur. Ef við tökum sumarbústaðinn sem dæmi þá mælum við með því að velja vandaðar dýnur í rúm eigenda hússins sem oftast gista. Í gestaherbergjum má velja ódýrari dýnur og þar eru gjarnan kojur. Í neðri kojum þarf að gera ráð fyrir að fullorðnir geti gist meðan í efri koju gista oftast börn og unglingar, það þarf því ekki eins þykka eða stífa dýnu í efri kojuna. Á svefnloftið má svo kaupa enn þynnri dýnur þar sem þar er kannski sjaldnast er sofið og þá oftast börn sem er léttari en fullorðnir. Oft þarf heldur ekki að skipta dýnu út, kannski dugir að kaupa mjúka yfirdýnur til að skella ofan á. Við erum vel reynd í þessu og getum fundið lausnir með fólki. Á saumastofunni okkar eigum við mikið úrval af fallegu áklæði, vatnsheldu eða ekki. Það er alltaf skemmtilegt að hjálpa fólki að gera fallegt í kringum sig,“ segir Halldór.

Dýnudagar Vogue fyrir heimilið standa nú sem hæst og segir Halldór ráð að panta tímanlega svo allt sé klárt fyrir sumarið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.