Lífið

Hús Jóns og Jóhönnu loksins tilbúið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jóhanna og Jón endurgerðu einbýli sitt og tóku það alveg í gegn. 
Jóhanna og Jón endurgerðu einbýli sitt og tóku það alveg í gegn. 

Ljósmyndarinn Kári Sverrisson og innanhússarkitektinn Ragnar Sigurðsson fóru af stað með nýja þætti á Stöð 2 á árinu sem bera heitið Bætt um betur en í þáttunum taka þeir ýmiskonar rými í gegn og gera fallegri.

Í seríunni hefur verið fylgst með einu verkefni frá fyrsta þætti og er það einbýlishús Jóns Ólafs Magnússon og Jóhönnu Eyjólfsdóttur.

Í raun var einbýli þeirra hjóna tekið alveg í gegn frá a-ö og tók verkefnið sem mánuði.

Húsið átti að vera í New York loft stíl. Breytingin er í raun ótrúleg og má sjá brot úr þættinum í gærkvöldi hér að neðan.

Klippa: Hús Jóns og Jóhönnu loksins tilbúið





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.