Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

Skoðanagreinar eftir kjörna fulltrúa á Alþingi og í sveitarstjórnum.

Fréttamynd

Múgurinn spurður II

Ögmundur vill hafa flugvöll í Vatnsmýrinni. Hann má þó eiga það að þrátt fyrir þessa afstöðu þá hefur hann gefið hina misráðnu hugmynd um samgöngumiðstöð upp á bátinn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Múgurinn spurður

Í þeim fræðum sem snúa að beinni þátttöku almennings í töku ákvarðana er stundum gerður greinarmunur á þeim þjóðaratkvæðagreiðslum sem stofnað er til að kröfu kjósenda, eða vegna þess að þeirra er krafist samkvæmt lögum, og svo þeim sem stjórnmálamennirnir sjálfir setja í gang. Á ensku kalla sumir fræðimenn þær fyrrnefndu „referendum“ en nefna þær síðarnefndu „plebiscite“. „Referendum“ er gjarnan þýtt sem þjóðaratkvæði. „Plebiscite“ mætti þýða sem „múgspurningu“.

Fastir pennar
Fréttamynd

Dómskerfi nr. 2

Það fyrirkomulag sem viðhaft er við ákærur og dómsmál á hendur ráðherrum hérlendis og í nokkrum nágrannalanda virkar hvorki sérlega rökrétt né raunar sérlega geðslegt. Hvorki ákæruferlið né dómsferlið samræmast hugmyndum um hvernig best skuli staðið að slíkum málum innan réttarkerfisins. Betra væri að hafa eitt dómskerfi í landinu en tvö.

Fastir pennar
Fréttamynd

Er þetta nýja Ísland?

Nú eru nærri þrjú ár frá hruni – meira en tvö og hálft ár frá því að ríkisstjórn VG og Samfylkingar tók við stjórnartaumum og sagðist ætla að breyta öllu til hins betra. Hver er staðan í raun?

Skoðun
Fréttamynd

Allt annað mál

Sú yfirlýsing RÚV að stöðin myndi ekki sýna barnaþætti þar sem erlendum orðum er skotið í samræður, gjarnan í kennsluskyni, er án efa með fýlupúkalegri fréttum á þeim hluta ársins 2011 sem er að líða.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sumarbústaðagettó

Það ríkir einstök og merkileg aðskilnaðarstefna í ferðamálum á Íslandi. Innfæddir keyra allt sjálfir, tjalda og gista í bústöðum. Útlendingarnir eru keyrðir og látnir gista á hótelum. Það þykir sérstakt markmið að bjóða hinum erlendu gestum sem dýrasta gistingu en hinum innlendu sem ódýrastan valkost við hana.

Fastir pennar
Fréttamynd

Laugavegur: Aðlaðandi sumargata

Laugavegurinn er ekki sérlega aðlaðandi fyrir fótgangandi þegar bílaumferðin er sem mest. Það er til að mynda ekkert gaman að vera þar á gangi með lítil börn.

Skoðun
Fréttamynd

Læknasmók

Menn segja stundum að frelsið glatist sjaldnast allt í einu heldur hægt og í smáum skrefum. Það er ekki alltaf satt. Stundum eru skrefin stór, hröð og endatakmarkið ljóst. Tillögur nokkurra þingmanna um því sem næst allsherjarbann á sölu, neyslu og umræðu um tóbak hafa fengið verðskuldaða athygli almennings. Þingmönnunum er það raunar til hróss að sýna okkur endastöðina í þessum leiðangri sínum. Hún liggur fyrir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Enn er beðið eftir lausn á skuldavandanum

Þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar féll veitti Framsókn minnihlutastjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna vernd fram að kosningum gegn því að hún uppfylltri þrjú skilyrði.

Skoðun
Fréttamynd

Hverjir elska okkur mest?

Fram undan er Eurovision. Sumir líta á Eurovision sem söngkeppni, ég lít á hana sem margvítt reikningsdæmi. Keppnin hefur nefnilega á undanförnum árum orðið mörgum merkum fræðimönnum tilefni vandaðra skrifa í virt vísindatímarit. Jæja, kannski ekki mjög virt. Og kannski hafa skrifin ekki alltaf verið vönduð. Og kannski hafa fræðimennirnir hvorki verið margir né merkir. En eitthvað hafa þeir nú fundið út.

Fastir pennar
Fréttamynd

Engar heimildir fyrir niðurníðslu

Fréttablaðið og aðrir fjölmiðlar hafa að undanförnu fjallað um fjölda niðurníddra húsa í miðborginni. Sú umfjöllun hefur verið málefnaleg og hún er mjög þörf. Niðurníðslan er óþolandi. Hún skaðar okkur öll því hún setur slæman svip á verðmæta sameign okkar, miðborgina. Hún verðfellir eignir í næsta nágrenni. Hún skapar íkveikjuhættu. Hún býr til hættuleg leiksvæði fyrir börn.

Skoðun
Fréttamynd

Þjóðiþjóð

Ég hef sjálfur aldrei hitt þjóðina. Það fólk sem það hefur gert hefur sagt mér af henni ýmsar sögur. Margar þeirra sýna þjóðina sem viðkunnanlega veru, tilfinningaríka, sem hagar sér þó rökrétt eftir aðstæðum. Þjóðin er þannig brjáluð út af hruninu og hún treystir ekki stjórnmálamönnum. Það er svo sem skiljanleg afstaða. En þjóðin er líka frjálslynd og vel menntuð, sem fær mig til að halda að mér ætti að líka vel við hana. Ég sjálfur er nefnilega líka frjálslyndur og vel menntaður.

Fastir pennar
Fréttamynd

Frestum 15 metrunum

Í borgarkerfinu er víðast hvar verið að leita nýrra leiða við að hagræða í þjónustu við borgarbúa. Hin svokallaða 15 metra regla í sorphirðu er ein slík leið. Þó að hugmyndafræðin sem liggur að baki reglunni sé góð má margt betur fara í hugmyndum um framkvæmd hennar.

Skoðun
Fréttamynd

Sjálfbært atvinnuleysi

Mér er sagt að það hafi tekið mörg ár að venja Íslendinga af því að spara. Fátækt fólk fær ekki lán, það þarf að spara.

Fastir pennar
Fréttamynd

Við borgum ekki… og þó

Við borgum ekki skuldir óreiðumanna er grunntónninn í málflutningi þeirra sem hyggjast hafna Icesave-samkomulaginu þann 9. apríl.

Skoðun
Fréttamynd

Rispur á bresku parketi

Þegar ég var nemandi á fyrsta ári í stærðfræði við Háskóla Íslands barst Félagi stærðfræði- og eðlisfræðinema stefna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Frankenstína

Að mati kærunefndar jafnréttismála braut Jóhanna Sigurðardóttir jafnréttislög. Þótt sjálfsagt er að rifja upp gömul ummæli hennar við sambærilegum uppákomum og velta málinu upp frá pólitískum flötum, þá á það einnig sér aðrar, praktískari, hliðar. Ef einni

Fastir pennar
Fréttamynd

Óupplýst börn í mestri áhættu

Í tengslum við frétt af manni sem var að reyna að lokka börn upp í bíl hefur spunnist mikil umræða um hvernig foreldrar geti best uppfrætt börn sín um hættur af þessum toga. Þessari umræðu ber að fagna eins og allri umræðu um hvernig við getum frætt og verndað

Skoðun
Fréttamynd

Óútfyllt ávísun afstýrir uppgjöri

Hrunið er bein afleiðing af samkrulli spilltrar stjórnmálastéttar og fjárglæframannanna í útrásarbönkunum. Almenningur hefur orðið vitni að því að furðu lítið hefur breyst í íslensku samfélagi á þeim rúmu tveimur árum sem liðin eru frá hruni nema, jú, að lífskjör

Skoðun
Fréttamynd

Ekki allir gordjöss

Fyrir um tveimur vikum tókst með samhentu átaki opinberra og hálfopinberra aðila að stöðva skemmtun á vegum eins ástsælasta og óumdeildasta tónlistarmanns landsins. Þótt Páll Óskar þyki vart mjög ögrandi lengur virðist sem sem

Fastir pennar
Fréttamynd

Afturkippur í jafnrétti

Staðan er þessi: um 540 opinberum starfsmönnum hefur verið sagt upp, þar af voru 470 konur en 70 karlar, fæðingarorlofsgreiðslur hafa verið stórlega lækkaðar, börn komast seinna inn á leikskóla og launamunur kynjanna hefur lítið minnkað.

Skoðun
Fréttamynd

Frystingarleið

Þær hugmyndir að breytingum í sjávarútvegskerfinu sem greint var frá á forsíðu Fréttablaðsins í gær gefa fullt tilefni til að álykta að réttast væri að slá af hvers kyns áformum um endurbætur greininni þangað til að markaðsvænni

Fastir pennar
Fréttamynd

Sköttum alla í drull

Myndin með þessum pistli sýnir hve mikið ráðstöfunartekjur fólks með ólík laun hækka þegar það eykur atvinnutekjur sínar um 10 þúsund krónur. Útreikningarnir miða við einstætt reykvískt foreldri með tvö börn, eitt í leikskóla og annað í grunnskóla. Tekið er

Fastir pennar
Fréttamynd

Breytingar til góðs í skólum borgarinnar

Það er mín einlæga skoðun að þær breytingar sem fyrirhugaðar eru í skóla- og frístundamálum Reykjavíkur séu af hinu góða. Niðurstaða samráðshóps um greiningu tækifæra til samreksturs skóla og frístundaheimila er tímamótavinna. Ver

Skoðun
Fréttamynd

Fyll'ann

Forsíður að minnsta kosti tveggja blaða í vikunni báru með sér fyrirsagnir eins og "Bensínverð í hæstu hæðum”. Með fréttunum fylgdu myndir sem sýndu bensínverðið í 230 krónum á hvern lítra. Ég mæli með að menn klippi þessar myndir út og geymi til að eiga þegar bensínverðið skríður yfir fimmhundruðkallinn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Í labbitúr með hjálm?

Ein rökin gegn lögfestingu skyldunotkunar á reiðhjólahjálmum hafa verið að hjólreiðar eru ekki hættulegri en til dæmis ganga, þannig að alveg eins mætti skylda gangandi vegfarendur til að klæðast höfuðhjálmum.

Fastir pennar