Klink með skilyrðum Pawel Bartoszek skrifar 5. desember 2015 07:00 Eflaust var góð meining á bak við frístundastyrki sveitarfélaga. En lokaniðurstaðan er samt sú að búið er að hólfa höfuðborgarsvæðið niður í eins konar tollsvæði með frístundir. Þeir sem starfa með krökkum þurfa nú ekki bara að sannfæra foreldra um ágæti starfsins heldur einnig skriffinna og pólitíkusa sex bæjarfélaga. Sem vita oft betur. Pole fitness? Klám! Box? Fyrir unglinga? Æfa með FH? Hvað er að Stjörnunni? Og svo framvegis. Um daginn bannaði Hafnarfjörður foreldrum að nota frístundastyrki til að borga fyrir móðurmálskennslu tvítyngdra barna um helgar, með þeim rökum að nám væri ekki tómstund. Svo undrast menn það að innflytjendur nýti peningana síður. Menn setja á ýmsar hömlur sem ýta fólki í faðm rótgróinna félaga í sama bæ. Sumar hömlurnar eru tæknilegar: „Nei, þetta félag er ekki inni í kerfinu. Þú verður að koma með reikning og við borgum eftir mánuð.“ En stundum segja menn beinlínis: við borgum ekki fyrir KR, þú verður að æfa með FH. Ef krakkarnir vilja ekki stunda neinar skipulagðar tómstundir (hugsa sér) þá falla styrkirnir niður. Fólk borgar þá í reynd hærri skatta. Hvar ertu, Frístundafélag zúista? Allt byggir þetta á hugmyndinni um að íþróttaþátttaka barna forði þeim frá vímuefnum. Þessu trúa margir. En sumar rannsóknir benda raunar til hins gagnstæða (sérstaklega hvað varðar hópíþróttir). Lestur, tölvuleikir eða óskipulagt dútl er ekki hættulegra en fótbolti. Það á ekki að sekta foreldra ef börn þeirra sneiða hjá skipulögðu tómstundastarfi. Afnemum þessa styrki. Já, það er gaman að fá pening. En margir bæjarsjóðir standa illa. Og peningunum fylgja oft hömlur og þvinganir sem best væri að losna við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun
Eflaust var góð meining á bak við frístundastyrki sveitarfélaga. En lokaniðurstaðan er samt sú að búið er að hólfa höfuðborgarsvæðið niður í eins konar tollsvæði með frístundir. Þeir sem starfa með krökkum þurfa nú ekki bara að sannfæra foreldra um ágæti starfsins heldur einnig skriffinna og pólitíkusa sex bæjarfélaga. Sem vita oft betur. Pole fitness? Klám! Box? Fyrir unglinga? Æfa með FH? Hvað er að Stjörnunni? Og svo framvegis. Um daginn bannaði Hafnarfjörður foreldrum að nota frístundastyrki til að borga fyrir móðurmálskennslu tvítyngdra barna um helgar, með þeim rökum að nám væri ekki tómstund. Svo undrast menn það að innflytjendur nýti peningana síður. Menn setja á ýmsar hömlur sem ýta fólki í faðm rótgróinna félaga í sama bæ. Sumar hömlurnar eru tæknilegar: „Nei, þetta félag er ekki inni í kerfinu. Þú verður að koma með reikning og við borgum eftir mánuð.“ En stundum segja menn beinlínis: við borgum ekki fyrir KR, þú verður að æfa með FH. Ef krakkarnir vilja ekki stunda neinar skipulagðar tómstundir (hugsa sér) þá falla styrkirnir niður. Fólk borgar þá í reynd hærri skatta. Hvar ertu, Frístundafélag zúista? Allt byggir þetta á hugmyndinni um að íþróttaþátttaka barna forði þeim frá vímuefnum. Þessu trúa margir. En sumar rannsóknir benda raunar til hins gagnstæða (sérstaklega hvað varðar hópíþróttir). Lestur, tölvuleikir eða óskipulagt dútl er ekki hættulegra en fótbolti. Það á ekki að sekta foreldra ef börn þeirra sneiða hjá skipulögðu tómstundastarfi. Afnemum þessa styrki. Já, það er gaman að fá pening. En margir bæjarsjóðir standa illa. Og peningunum fylgja oft hömlur og þvinganir sem best væri að losna við.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun