Litlu kjánaprikin Hildur Sverrisdóttir skrifar 13. nóvember 2015 07:00 Í vikunni benti vinkona mín á tvískinnunginn í því að bannað sé að kaupa áfengi í smásölu af öðrum en ríkinu en ekkert mál að kaupa það í netverslun, með því að taka mynd af nokkrum heimsendum vínflöskum til sönnunar um skrítið kerfi. Viðbrögðin urðu frekar fyrirsjáanleg; unga fólkið legði eingöngu áherslu á áfengi og drykkju og rugl. Lítið fór fyrir efnislegum rökum um hvað það væri í málflutningnum sem væri ekki rétt heldur var bara talað í frekar niðrandi tón um vonda forgangsröðun og einhvers konar veruleikafirringu og yfir vötnum sveif frasinn „unga fólkið nú til dags“ þó að enginn hefði kannski beinlínis sett hann í orð. Ungt fólk er hvorki allt eins né með áfengi á heilanum. En almennt virðist það meira til í frelsi en ekki og þá auðvitað líka frelsi í viðskiptum með áfengi. Hugmyndir eru alls ekki misréttháar eftir því á hvaða aldri þeir eru sem setja þær fram. Nú er hins vegar eitthvað merkilegt að gerast; hugmyndir sem ekki hafa átt upp á pallborðið undanfarna áratugi eru að ryðja sér til rúms. Með hávaðaköllum í gegnum tollfrjáls gjallarhorn er talað fyrir frelsi og frjálslyndi, víðsýni, samhug, borgaralegum réttindum og betri borgarbrag. Krafturinn og sannfæringin er af slíku afli að það væri óskynsamlegt að ætla að afgreiða það sem eitthvert suð sem er í lagi að skella skollaeyrum við. Þetta eru gildin sem eru að ná í gegn og skipta máli hjá ungu fólki og það er mun skynsamlegra að ræða þau efnislega í stað þess að afgreiða sem tímabundið ungæðisrugl sem sé ekki svaravert. Slík viðbrögð stuðla að því að hinir virðulegu álitsgjafar útiloka sjálfa sig hratt og örugglega frá umræðu og ákvörðunum, ekki unga fólkið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun
Í vikunni benti vinkona mín á tvískinnunginn í því að bannað sé að kaupa áfengi í smásölu af öðrum en ríkinu en ekkert mál að kaupa það í netverslun, með því að taka mynd af nokkrum heimsendum vínflöskum til sönnunar um skrítið kerfi. Viðbrögðin urðu frekar fyrirsjáanleg; unga fólkið legði eingöngu áherslu á áfengi og drykkju og rugl. Lítið fór fyrir efnislegum rökum um hvað það væri í málflutningnum sem væri ekki rétt heldur var bara talað í frekar niðrandi tón um vonda forgangsröðun og einhvers konar veruleikafirringu og yfir vötnum sveif frasinn „unga fólkið nú til dags“ þó að enginn hefði kannski beinlínis sett hann í orð. Ungt fólk er hvorki allt eins né með áfengi á heilanum. En almennt virðist það meira til í frelsi en ekki og þá auðvitað líka frelsi í viðskiptum með áfengi. Hugmyndir eru alls ekki misréttháar eftir því á hvaða aldri þeir eru sem setja þær fram. Nú er hins vegar eitthvað merkilegt að gerast; hugmyndir sem ekki hafa átt upp á pallborðið undanfarna áratugi eru að ryðja sér til rúms. Með hávaðaköllum í gegnum tollfrjáls gjallarhorn er talað fyrir frelsi og frjálslyndi, víðsýni, samhug, borgaralegum réttindum og betri borgarbrag. Krafturinn og sannfæringin er af slíku afli að það væri óskynsamlegt að ætla að afgreiða það sem eitthvert suð sem er í lagi að skella skollaeyrum við. Þetta eru gildin sem eru að ná í gegn og skipta máli hjá ungu fólki og það er mun skynsamlegra að ræða þau efnislega í stað þess að afgreiða sem tímabundið ungæðisrugl sem sé ekki svaravert. Slík viðbrögð stuðla að því að hinir virðulegu álitsgjafar útiloka sjálfa sig hratt og örugglega frá umræðu og ákvörðunum, ekki unga fólkið.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun