Það er allt að fara til fjandans á þessu blessaða skeri! Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 30. desember 2015 08:00 Hugarfar heillar þjóðar er skemmtilegt fyrirbæri. Við þekkjum vel hvernig við alhæfum um heilu og hálfu þjóðirnar. Í viðskiptum mínum við Finna hef ég t.d. oft heyrt að finnska þjóðin sé svartsýn og skeptísk í hugarfari, hugsi sitt en segi fátt. Eg veit hins vegar vel að Finnar eru afar skemmtilegir og nauðalíkir okkur Íslendingum. Þegar við erum sjálf að tala saman um umræðuna hér á landi þá kvörtum við yfir neikvæðni og bölsýni en erum samt síbrosandi hvert til annars, heilsandi hægri vinstri til nágranna, kunningja, vina og jafnvel til ókunnugra þar sem við spígsporum um borg og bý að kaupa flugelda og gerum okkur klár fyrir gamlárskvöld. Í heitu pottunum lendum við á spjalli sem gjarnan byrjar með góðlátlegum umræðum um veðrið og færum okkur með einhverjum náttúrulegum hætti yfir í bölsýnisspjall um tíðina og pólitíkina sem endar yfirleitt með setningum eins og „það er allt að fara til fjandans á þessu blessaða skeri“. Í heita pottinum í minni hverfislaug lenti ég í spjalli sem endranær og nú fékk ég samúð frá pottalingum. Það er nú meira hvað þið unga fólkið eruð dugleg að reyna að breyta þessu landi, var sagt við mig. Ég lyftist öll upp enda afar gaman að vera kölluð unga fólkið þegar maður er að skríða inn á sextugsaldurinn. Ert þú ekki þarna konukonan? Sem er að stýra konum í atvinnulífinu. Já, mikill er máttur minn svara ég, en ég stýri nú ekki konum í atvinnulífinu þær stýra sér sjálfar en eftir útskýringar um hvert mitt hlutverk væri sem formaður FKA þá byrjaði spjallið um atvinnulífið af alvöru. Á einhvern undursamlegan hátt tókst okkur að ræða af mikilli ástríðu um ástandið í landinu árið 2015, verkföll, kjarasamninga, SALEK-hópinn, ferðaþjónustu, sjávarútveg, atvinnuástand, gjaldeyrishöftin og loftslagsbreytingar. Setningar eins og fussum svei yfir stjórnmálamönnum/konum og hvaða árátta þetta væri í konum þessa lands að vilja taka við stjórninni. Við ættum bara að vera dauðfegnar að þurfa ekki að vera að berjast í þessari leiðindapólitík. Eftir miklar umræður, útskýringar sem hljómuðu oft á tíðum eins og í amerískum dómssal. Umræðan var stórkostleg og það sem byrjaði sem tveggja manna spjall við unga konu var orðið að fullum potti af fólki sem hlustaði, fussaði og skellihló. Börnin heyrðu hlátrasköllum og komu hlaupandi. Hvað er að gerast afi? sagði einn snáði. Það er sosum ekki neitt, við erum bara að fara yfir árið 2015 og það er allt að fara til fjandans á þessu blessaða skeri, sagði maðurinn skælbrosandi. Samræðunum lauk með niðurstöðu um að það væri gott að búa á Íslandi við frið og nóg að bíta og brenna. Stjórnmálamenn væri barasta bestu skinn sem vildu vel og að það væri jú best að bæði kynin kæmu að stjórnum samfélagsins, fyrirtækja og fjölskyldunnar. Þetta sker er ekki að fara til fjandans heldur þvert á móti Hér býr góð og gestrisin þjóð, við góðan aðbúnað. Og ef allt fer til fjandans þá brosum við bara því við vitum að þetta reddast allt. Pottalingarnir úr Árbæjarlaug spá góðu ári 2016 við frið á vinnumarkaði, losun gjaldeyrishafta, kærleik til flóttamanna og almenna dásemd. Gleðilegt nýtt ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Hugarfar heillar þjóðar er skemmtilegt fyrirbæri. Við þekkjum vel hvernig við alhæfum um heilu og hálfu þjóðirnar. Í viðskiptum mínum við Finna hef ég t.d. oft heyrt að finnska þjóðin sé svartsýn og skeptísk í hugarfari, hugsi sitt en segi fátt. Eg veit hins vegar vel að Finnar eru afar skemmtilegir og nauðalíkir okkur Íslendingum. Þegar við erum sjálf að tala saman um umræðuna hér á landi þá kvörtum við yfir neikvæðni og bölsýni en erum samt síbrosandi hvert til annars, heilsandi hægri vinstri til nágranna, kunningja, vina og jafnvel til ókunnugra þar sem við spígsporum um borg og bý að kaupa flugelda og gerum okkur klár fyrir gamlárskvöld. Í heitu pottunum lendum við á spjalli sem gjarnan byrjar með góðlátlegum umræðum um veðrið og færum okkur með einhverjum náttúrulegum hætti yfir í bölsýnisspjall um tíðina og pólitíkina sem endar yfirleitt með setningum eins og „það er allt að fara til fjandans á þessu blessaða skeri“. Í heita pottinum í minni hverfislaug lenti ég í spjalli sem endranær og nú fékk ég samúð frá pottalingum. Það er nú meira hvað þið unga fólkið eruð dugleg að reyna að breyta þessu landi, var sagt við mig. Ég lyftist öll upp enda afar gaman að vera kölluð unga fólkið þegar maður er að skríða inn á sextugsaldurinn. Ert þú ekki þarna konukonan? Sem er að stýra konum í atvinnulífinu. Já, mikill er máttur minn svara ég, en ég stýri nú ekki konum í atvinnulífinu þær stýra sér sjálfar en eftir útskýringar um hvert mitt hlutverk væri sem formaður FKA þá byrjaði spjallið um atvinnulífið af alvöru. Á einhvern undursamlegan hátt tókst okkur að ræða af mikilli ástríðu um ástandið í landinu árið 2015, verkföll, kjarasamninga, SALEK-hópinn, ferðaþjónustu, sjávarútveg, atvinnuástand, gjaldeyrishöftin og loftslagsbreytingar. Setningar eins og fussum svei yfir stjórnmálamönnum/konum og hvaða árátta þetta væri í konum þessa lands að vilja taka við stjórninni. Við ættum bara að vera dauðfegnar að þurfa ekki að vera að berjast í þessari leiðindapólitík. Eftir miklar umræður, útskýringar sem hljómuðu oft á tíðum eins og í amerískum dómssal. Umræðan var stórkostleg og það sem byrjaði sem tveggja manna spjall við unga konu var orðið að fullum potti af fólki sem hlustaði, fussaði og skellihló. Börnin heyrðu hlátrasköllum og komu hlaupandi. Hvað er að gerast afi? sagði einn snáði. Það er sosum ekki neitt, við erum bara að fara yfir árið 2015 og það er allt að fara til fjandans á þessu blessaða skeri, sagði maðurinn skælbrosandi. Samræðunum lauk með niðurstöðu um að það væri gott að búa á Íslandi við frið og nóg að bíta og brenna. Stjórnmálamenn væri barasta bestu skinn sem vildu vel og að það væri jú best að bæði kynin kæmu að stjórnum samfélagsins, fyrirtækja og fjölskyldunnar. Þetta sker er ekki að fara til fjandans heldur þvert á móti Hér býr góð og gestrisin þjóð, við góðan aðbúnað. Og ef allt fer til fjandans þá brosum við bara því við vitum að þetta reddast allt. Pottalingarnir úr Árbæjarlaug spá góðu ári 2016 við frið á vinnumarkaði, losun gjaldeyrishafta, kærleik til flóttamanna og almenna dásemd. Gleðilegt nýtt ár.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar