Það er allt að fara til fjandans á þessu blessaða skeri! Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 30. desember 2015 08:00 Hugarfar heillar þjóðar er skemmtilegt fyrirbæri. Við þekkjum vel hvernig við alhæfum um heilu og hálfu þjóðirnar. Í viðskiptum mínum við Finna hef ég t.d. oft heyrt að finnska þjóðin sé svartsýn og skeptísk í hugarfari, hugsi sitt en segi fátt. Eg veit hins vegar vel að Finnar eru afar skemmtilegir og nauðalíkir okkur Íslendingum. Þegar við erum sjálf að tala saman um umræðuna hér á landi þá kvörtum við yfir neikvæðni og bölsýni en erum samt síbrosandi hvert til annars, heilsandi hægri vinstri til nágranna, kunningja, vina og jafnvel til ókunnugra þar sem við spígsporum um borg og bý að kaupa flugelda og gerum okkur klár fyrir gamlárskvöld. Í heitu pottunum lendum við á spjalli sem gjarnan byrjar með góðlátlegum umræðum um veðrið og færum okkur með einhverjum náttúrulegum hætti yfir í bölsýnisspjall um tíðina og pólitíkina sem endar yfirleitt með setningum eins og „það er allt að fara til fjandans á þessu blessaða skeri“. Í heita pottinum í minni hverfislaug lenti ég í spjalli sem endranær og nú fékk ég samúð frá pottalingum. Það er nú meira hvað þið unga fólkið eruð dugleg að reyna að breyta þessu landi, var sagt við mig. Ég lyftist öll upp enda afar gaman að vera kölluð unga fólkið þegar maður er að skríða inn á sextugsaldurinn. Ert þú ekki þarna konukonan? Sem er að stýra konum í atvinnulífinu. Já, mikill er máttur minn svara ég, en ég stýri nú ekki konum í atvinnulífinu þær stýra sér sjálfar en eftir útskýringar um hvert mitt hlutverk væri sem formaður FKA þá byrjaði spjallið um atvinnulífið af alvöru. Á einhvern undursamlegan hátt tókst okkur að ræða af mikilli ástríðu um ástandið í landinu árið 2015, verkföll, kjarasamninga, SALEK-hópinn, ferðaþjónustu, sjávarútveg, atvinnuástand, gjaldeyrishöftin og loftslagsbreytingar. Setningar eins og fussum svei yfir stjórnmálamönnum/konum og hvaða árátta þetta væri í konum þessa lands að vilja taka við stjórninni. Við ættum bara að vera dauðfegnar að þurfa ekki að vera að berjast í þessari leiðindapólitík. Eftir miklar umræður, útskýringar sem hljómuðu oft á tíðum eins og í amerískum dómssal. Umræðan var stórkostleg og það sem byrjaði sem tveggja manna spjall við unga konu var orðið að fullum potti af fólki sem hlustaði, fussaði og skellihló. Börnin heyrðu hlátrasköllum og komu hlaupandi. Hvað er að gerast afi? sagði einn snáði. Það er sosum ekki neitt, við erum bara að fara yfir árið 2015 og það er allt að fara til fjandans á þessu blessaða skeri, sagði maðurinn skælbrosandi. Samræðunum lauk með niðurstöðu um að það væri gott að búa á Íslandi við frið og nóg að bíta og brenna. Stjórnmálamenn væri barasta bestu skinn sem vildu vel og að það væri jú best að bæði kynin kæmu að stjórnum samfélagsins, fyrirtækja og fjölskyldunnar. Þetta sker er ekki að fara til fjandans heldur þvert á móti Hér býr góð og gestrisin þjóð, við góðan aðbúnað. Og ef allt fer til fjandans þá brosum við bara því við vitum að þetta reddast allt. Pottalingarnir úr Árbæjarlaug spá góðu ári 2016 við frið á vinnumarkaði, losun gjaldeyrishafta, kærleik til flóttamanna og almenna dásemd. Gleðilegt nýtt ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hugarfar heillar þjóðar er skemmtilegt fyrirbæri. Við þekkjum vel hvernig við alhæfum um heilu og hálfu þjóðirnar. Í viðskiptum mínum við Finna hef ég t.d. oft heyrt að finnska þjóðin sé svartsýn og skeptísk í hugarfari, hugsi sitt en segi fátt. Eg veit hins vegar vel að Finnar eru afar skemmtilegir og nauðalíkir okkur Íslendingum. Þegar við erum sjálf að tala saman um umræðuna hér á landi þá kvörtum við yfir neikvæðni og bölsýni en erum samt síbrosandi hvert til annars, heilsandi hægri vinstri til nágranna, kunningja, vina og jafnvel til ókunnugra þar sem við spígsporum um borg og bý að kaupa flugelda og gerum okkur klár fyrir gamlárskvöld. Í heitu pottunum lendum við á spjalli sem gjarnan byrjar með góðlátlegum umræðum um veðrið og færum okkur með einhverjum náttúrulegum hætti yfir í bölsýnisspjall um tíðina og pólitíkina sem endar yfirleitt með setningum eins og „það er allt að fara til fjandans á þessu blessaða skeri“. Í heita pottinum í minni hverfislaug lenti ég í spjalli sem endranær og nú fékk ég samúð frá pottalingum. Það er nú meira hvað þið unga fólkið eruð dugleg að reyna að breyta þessu landi, var sagt við mig. Ég lyftist öll upp enda afar gaman að vera kölluð unga fólkið þegar maður er að skríða inn á sextugsaldurinn. Ert þú ekki þarna konukonan? Sem er að stýra konum í atvinnulífinu. Já, mikill er máttur minn svara ég, en ég stýri nú ekki konum í atvinnulífinu þær stýra sér sjálfar en eftir útskýringar um hvert mitt hlutverk væri sem formaður FKA þá byrjaði spjallið um atvinnulífið af alvöru. Á einhvern undursamlegan hátt tókst okkur að ræða af mikilli ástríðu um ástandið í landinu árið 2015, verkföll, kjarasamninga, SALEK-hópinn, ferðaþjónustu, sjávarútveg, atvinnuástand, gjaldeyrishöftin og loftslagsbreytingar. Setningar eins og fussum svei yfir stjórnmálamönnum/konum og hvaða árátta þetta væri í konum þessa lands að vilja taka við stjórninni. Við ættum bara að vera dauðfegnar að þurfa ekki að vera að berjast í þessari leiðindapólitík. Eftir miklar umræður, útskýringar sem hljómuðu oft á tíðum eins og í amerískum dómssal. Umræðan var stórkostleg og það sem byrjaði sem tveggja manna spjall við unga konu var orðið að fullum potti af fólki sem hlustaði, fussaði og skellihló. Börnin heyrðu hlátrasköllum og komu hlaupandi. Hvað er að gerast afi? sagði einn snáði. Það er sosum ekki neitt, við erum bara að fara yfir árið 2015 og það er allt að fara til fjandans á þessu blessaða skeri, sagði maðurinn skælbrosandi. Samræðunum lauk með niðurstöðu um að það væri gott að búa á Íslandi við frið og nóg að bíta og brenna. Stjórnmálamenn væri barasta bestu skinn sem vildu vel og að það væri jú best að bæði kynin kæmu að stjórnum samfélagsins, fyrirtækja og fjölskyldunnar. Þetta sker er ekki að fara til fjandans heldur þvert á móti Hér býr góð og gestrisin þjóð, við góðan aðbúnað. Og ef allt fer til fjandans þá brosum við bara því við vitum að þetta reddast allt. Pottalingarnir úr Árbæjarlaug spá góðu ári 2016 við frið á vinnumarkaði, losun gjaldeyrishafta, kærleik til flóttamanna og almenna dásemd. Gleðilegt nýtt ár.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun