Svona gerum við Pawel Bartoszek skrifar 23. janúar 2016 07:00 Ef einhver hefði myrt annan mann í Íran fyrir 15 árum væri þessi maður löngu dauður sjálfur. Í Bandaríkjunum væri hann að bíða eftir því að vera tekinn af lífi. Í Tyrklandi væri hann enn fangelsi. Í Belgíu væri hann að losna úr fangelsi. En á Íslandi er maður í þessari stöðu búinn að vera frjáls í fimm ár og var að fá full borgaraleg réttindi að nýju. Það er mannlegt að finnast ósanngjarnt að maður sem meinaði öðrum um réttinn til að lifa lífinu til fulls vilji fá að gera það sjálfur. Auðvitað er það ekki sanngjarnt. Ekki fyrir fimm aura. En „sanngjarnt“ er ekki í boði. Við sem samfélag getum bara reynt að gera það sem er skást. Þegar einhver fremur glæp, jafnvel hinn versta glæp, er skárra að hann setjist niður og hugsi: „Það er von. Ég á mér von ef ég geri allt rétt. Jafnvel verstu morðingjar eiga von.“ Það er skárra en að hann hugsi bara: „Lífið er búið.“ Tilgangur með betrunarkerfum á, jú, að vera sá að gera fólk betra. Í Flórída eru 1,6 milljónir manna án kosningaréttar. Þetta eru fyrrverandi fangar. Þeir þurfa að sækja um að fá kosningarétt til ríkisstjórans. Á seinustu fjórum árum hafa rúm tíu þúsund gert það en aðeins um 1.500 fengið samþykki. Í Flórída er endurheimt borgaralegra réttinda því undantekning. Hér á landi er hún regla. Orðin „uppreist æru“ hljóma kannski fyrir sumum eins og samfélagið sé búið að gleyma og fyrirgefa. Það er ekki þannig enda er það ekki samfélagsins að gera það. Samfélagið tekur hins vegar af mönnum réttindi og veitir þau svo aftur. Ekki eftir geðþótta heldur að ákveðnum fyrirframþekktum skilyrðum uppfylltum. Því þannig gerum við þetta. Í mannvænum réttarríkjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Ef einhver hefði myrt annan mann í Íran fyrir 15 árum væri þessi maður löngu dauður sjálfur. Í Bandaríkjunum væri hann að bíða eftir því að vera tekinn af lífi. Í Tyrklandi væri hann enn fangelsi. Í Belgíu væri hann að losna úr fangelsi. En á Íslandi er maður í þessari stöðu búinn að vera frjáls í fimm ár og var að fá full borgaraleg réttindi að nýju. Það er mannlegt að finnast ósanngjarnt að maður sem meinaði öðrum um réttinn til að lifa lífinu til fulls vilji fá að gera það sjálfur. Auðvitað er það ekki sanngjarnt. Ekki fyrir fimm aura. En „sanngjarnt“ er ekki í boði. Við sem samfélag getum bara reynt að gera það sem er skást. Þegar einhver fremur glæp, jafnvel hinn versta glæp, er skárra að hann setjist niður og hugsi: „Það er von. Ég á mér von ef ég geri allt rétt. Jafnvel verstu morðingjar eiga von.“ Það er skárra en að hann hugsi bara: „Lífið er búið.“ Tilgangur með betrunarkerfum á, jú, að vera sá að gera fólk betra. Í Flórída eru 1,6 milljónir manna án kosningaréttar. Þetta eru fyrrverandi fangar. Þeir þurfa að sækja um að fá kosningarétt til ríkisstjórans. Á seinustu fjórum árum hafa rúm tíu þúsund gert það en aðeins um 1.500 fengið samþykki. Í Flórída er endurheimt borgaralegra réttinda því undantekning. Hér á landi er hún regla. Orðin „uppreist æru“ hljóma kannski fyrir sumum eins og samfélagið sé búið að gleyma og fyrirgefa. Það er ekki þannig enda er það ekki samfélagsins að gera það. Samfélagið tekur hins vegar af mönnum réttindi og veitir þau svo aftur. Ekki eftir geðþótta heldur að ákveðnum fyrirframþekktum skilyrðum uppfylltum. Því þannig gerum við þetta. Í mannvænum réttarríkjum.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun