Svona gerum við Pawel Bartoszek skrifar 23. janúar 2016 07:00 Ef einhver hefði myrt annan mann í Íran fyrir 15 árum væri þessi maður löngu dauður sjálfur. Í Bandaríkjunum væri hann að bíða eftir því að vera tekinn af lífi. Í Tyrklandi væri hann enn fangelsi. Í Belgíu væri hann að losna úr fangelsi. En á Íslandi er maður í þessari stöðu búinn að vera frjáls í fimm ár og var að fá full borgaraleg réttindi að nýju. Það er mannlegt að finnast ósanngjarnt að maður sem meinaði öðrum um réttinn til að lifa lífinu til fulls vilji fá að gera það sjálfur. Auðvitað er það ekki sanngjarnt. Ekki fyrir fimm aura. En „sanngjarnt“ er ekki í boði. Við sem samfélag getum bara reynt að gera það sem er skást. Þegar einhver fremur glæp, jafnvel hinn versta glæp, er skárra að hann setjist niður og hugsi: „Það er von. Ég á mér von ef ég geri allt rétt. Jafnvel verstu morðingjar eiga von.“ Það er skárra en að hann hugsi bara: „Lífið er búið.“ Tilgangur með betrunarkerfum á, jú, að vera sá að gera fólk betra. Í Flórída eru 1,6 milljónir manna án kosningaréttar. Þetta eru fyrrverandi fangar. Þeir þurfa að sækja um að fá kosningarétt til ríkisstjórans. Á seinustu fjórum árum hafa rúm tíu þúsund gert það en aðeins um 1.500 fengið samþykki. Í Flórída er endurheimt borgaralegra réttinda því undantekning. Hér á landi er hún regla. Orðin „uppreist æru“ hljóma kannski fyrir sumum eins og samfélagið sé búið að gleyma og fyrirgefa. Það er ekki þannig enda er það ekki samfélagsins að gera það. Samfélagið tekur hins vegar af mönnum réttindi og veitir þau svo aftur. Ekki eftir geðþótta heldur að ákveðnum fyrirframþekktum skilyrðum uppfylltum. Því þannig gerum við þetta. Í mannvænum réttarríkjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Ef einhver hefði myrt annan mann í Íran fyrir 15 árum væri þessi maður löngu dauður sjálfur. Í Bandaríkjunum væri hann að bíða eftir því að vera tekinn af lífi. Í Tyrklandi væri hann enn fangelsi. Í Belgíu væri hann að losna úr fangelsi. En á Íslandi er maður í þessari stöðu búinn að vera frjáls í fimm ár og var að fá full borgaraleg réttindi að nýju. Það er mannlegt að finnast ósanngjarnt að maður sem meinaði öðrum um réttinn til að lifa lífinu til fulls vilji fá að gera það sjálfur. Auðvitað er það ekki sanngjarnt. Ekki fyrir fimm aura. En „sanngjarnt“ er ekki í boði. Við sem samfélag getum bara reynt að gera það sem er skást. Þegar einhver fremur glæp, jafnvel hinn versta glæp, er skárra að hann setjist niður og hugsi: „Það er von. Ég á mér von ef ég geri allt rétt. Jafnvel verstu morðingjar eiga von.“ Það er skárra en að hann hugsi bara: „Lífið er búið.“ Tilgangur með betrunarkerfum á, jú, að vera sá að gera fólk betra. Í Flórída eru 1,6 milljónir manna án kosningaréttar. Þetta eru fyrrverandi fangar. Þeir þurfa að sækja um að fá kosningarétt til ríkisstjórans. Á seinustu fjórum árum hafa rúm tíu þúsund gert það en aðeins um 1.500 fengið samþykki. Í Flórída er endurheimt borgaralegra réttinda því undantekning. Hér á landi er hún regla. Orðin „uppreist æru“ hljóma kannski fyrir sumum eins og samfélagið sé búið að gleyma og fyrirgefa. Það er ekki þannig enda er það ekki samfélagsins að gera það. Samfélagið tekur hins vegar af mönnum réttindi og veitir þau svo aftur. Ekki eftir geðþótta heldur að ákveðnum fyrirframþekktum skilyrðum uppfylltum. Því þannig gerum við þetta. Í mannvænum réttarríkjum.
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun