Mýrarljós í loftslagsmálum Sigríður Á. Andersen skrifar 1. desember 2015 07:00 Nýlega barst mér svar umhverfisráðherra við fyrirspurn minni á Alþingi um skiptingu losunar koltvísýrings hér á landi. Í svarinu kemur fram að gróðurhúsalofttegundir myndast í miklu magni eftir að votlendi er ræst fram. Af framræstu landi stafa því 72% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda hér á landi. Til samanburðar er hlutur fólksbíla í heildarlosun tæp 4% og sjávarútvegs um 3%. Þessi mikla losun frá framræstu landi skýrist af því að þegar vatni er veitt burt úr mýrunum á súrefni greiðari leið að lífmassanum sem þar hefur safnast um aldir. Þegar súrefnið gengur í samband við lífmassann myndast gríðarlegt magn gróðurhúsalofttegundanna koltvísýrings (CO2) og hláturgass (N2O). Hér er því um að ræða beina losun gróðurhúsalofttegunda, rétt eins og þegar steinolíu er brennt í þotu með gesti á leið á loftslagsráðstefnu. Tölurnar í svari ráðherrans um þessa miklu losun eru samkvæmt nýjasta mati á losun gróðurhúsalofttegunda frá framræstu landi í leiðbeiningum loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna IPCC. Það er því mjög miður að í upplýsingum sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur dreift til fjölmiðla að undanförnu eru þessar nýjustu og nákvæmustu upplýsingar um losun frá framræstu landi ekki notaðar. Í glærukynningu ráðuneytisins fyrir fjölmiðla í síðustu viku til að mynda er losun frá framræstu landi sögð vera núll, engin. Nú þegar kallað er eftir aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum er hins vegar mikilvægt að réttar upplýsingar séu lagðar til grundvallar. Ég veiti því athygli að sumir þeir sem ákafast krefjast 40% samdráttar í losun nefna nær eingöngu samgöngur þegar þeir eru inntir eftir því hvar eigi að draga saman. Það er hins vegar ljóst af svari ráðherrans að kostnaðarsamar aðgerðir til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda frá bílum hafa lítið að segja þar sem fólksbílaflotinn ber aðeins ábyrgð á tæpum 4% losunarinnar. Það er útilokað að heimilin í landinu verði látin bera himinháan kostnað vegna slíkrar erindisleysu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Sigríður Á. Andersen Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega barst mér svar umhverfisráðherra við fyrirspurn minni á Alþingi um skiptingu losunar koltvísýrings hér á landi. Í svarinu kemur fram að gróðurhúsalofttegundir myndast í miklu magni eftir að votlendi er ræst fram. Af framræstu landi stafa því 72% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda hér á landi. Til samanburðar er hlutur fólksbíla í heildarlosun tæp 4% og sjávarútvegs um 3%. Þessi mikla losun frá framræstu landi skýrist af því að þegar vatni er veitt burt úr mýrunum á súrefni greiðari leið að lífmassanum sem þar hefur safnast um aldir. Þegar súrefnið gengur í samband við lífmassann myndast gríðarlegt magn gróðurhúsalofttegundanna koltvísýrings (CO2) og hláturgass (N2O). Hér er því um að ræða beina losun gróðurhúsalofttegunda, rétt eins og þegar steinolíu er brennt í þotu með gesti á leið á loftslagsráðstefnu. Tölurnar í svari ráðherrans um þessa miklu losun eru samkvæmt nýjasta mati á losun gróðurhúsalofttegunda frá framræstu landi í leiðbeiningum loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna IPCC. Það er því mjög miður að í upplýsingum sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur dreift til fjölmiðla að undanförnu eru þessar nýjustu og nákvæmustu upplýsingar um losun frá framræstu landi ekki notaðar. Í glærukynningu ráðuneytisins fyrir fjölmiðla í síðustu viku til að mynda er losun frá framræstu landi sögð vera núll, engin. Nú þegar kallað er eftir aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum er hins vegar mikilvægt að réttar upplýsingar séu lagðar til grundvallar. Ég veiti því athygli að sumir þeir sem ákafast krefjast 40% samdráttar í losun nefna nær eingöngu samgöngur þegar þeir eru inntir eftir því hvar eigi að draga saman. Það er hins vegar ljóst af svari ráðherrans að kostnaðarsamar aðgerðir til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda frá bílum hafa lítið að segja þar sem fólksbílaflotinn ber aðeins ábyrgð á tæpum 4% losunarinnar. Það er útilokað að heimilin í landinu verði látin bera himinháan kostnað vegna slíkrar erindisleysu.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar