Pallborðið

Pallborðið

Pallborðið er umræðuþáttur fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar þar sem helstu málefni eru krufin til mergjar með viðmælendum.

Fréttamynd

Manns­aldrar gætu liðið áður en næsta eldstöðvarkerfi vaknar

Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur telur að langur aðdragandi gæti orðið að því að næsta eldstöðvarkerfi vakni á Reykjanesskaga. Hann segir ótímabært að byggja upp varnargarða við Hafnarfjörð en nauðsynlegt sé að styrkja skipulagslög gagnvart eldgosavá.

Innlent
Fréttamynd

Segja fyrir­vara á næsta gosi við Grinda­vík geta orðið stuttan

Jarðvísindamenn Veðurstofu og Háskóla Íslands segja að líkurnar á nýju eldgosi norðan Grindavíkur teljist núna verulegar og vara við að fyrirvarinn geti orðið stuttur. Þeir segja líklegt að á næstu tveimur vikum eða jafnvel dögum nái kvikumagnið í kvikuhólfinu undir Svartsengi svipuðu rúmmáli og var fyrir síðasta eldgos þann 14. janúar.

Innlent
Fréttamynd

Al­gjör­lega ljóst að ekki sé búandi í Grinda­vík

Prófessor í jarðeðlisfræði segir að gera verði greinarmun á búsetu og vinnu í Grindavík. Við núverandi aðstæður sé algjörlega ljóst að ekki sé ekki hægt að búa í bænum, en að hans mati sé ásættanleg áhætta að hafa starfsemi þar. Hópstjóri náttúruvár segir að ekki sé tímabært að velta búsetu í bænum fyrir sér fyrr en kvika sé hætt að streyma inn undir Svartsengi. 

Innlent
Fréttamynd

Pall­borðið á Vísi í dag: Er ógn eld­gosa að færast nær höfuð­borgar­svæðinu?

Ógn sem íbúum höfuðborgarsvæðisins kann að stafa af eldsumbrotum verður umræðuefni Pallborðsins á Vísi í dag. Kristján Már Unnarsson fær til sín bæjarstjórann í Hafnarfirði, Rósu Guðbjartsdóttur, og tvo jarðvísindamenn, Kristínu Jónsdóttur, jarðskjálftafræðing á Veðurstofu Íslands, og Magnús Tuma Guðmundsson, jarðeðlisfræðing við Háskóla Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Deilan um þátt­töku Ís­lands í Euro­vision harðnar

Á Ísland að sniðganga Eurovision? Kiknar RÚV undan þrýstingi og hættir við þátttöku? Breytist allt með þátttöku Palestínumanns í Söngvakeppninni? Kristín Ólafsdóttir fer yfir Eurovision-deiluna með góðum gestum í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14.

Innlent
Fréttamynd

Sjálf­stæðis­menn með mikla fyrir­vara við frum­varp for­sætis­ráð­herra

Sjálfstæðisflokkurinn er sá flokkur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sem setur mestu fyrirvarana við eitt af lykilmálum forsætisráðherra, um Mannréttindastofnun. Frumvarpið hefur verið til umræðu í nefndinni í fimmtán vikur en samkomulag var um málið í stjórnarsáttmála. Fulltrúar stjórnarflokkanna ræddu þetta og fleiri mál í Pallborðinu í dag.

Innlent
Fréttamynd

Pall­borðið í dag: Hvað heldur stjórnar­flokkunum saman?

Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Vinstri græn hafa nú verið saman í ríkisstjórn í 62 mánuði og farið að gæta spennu og þreytu í stjórnarsamstarfinu. Þrír stjórnarþingmenn mæta í Pallborðið klukkan 14 til að ræða stöðuna á stjórnarheimilinu við Heimi Má Pétursson fréttamann í beinni útsendingu.

Innlent
Fréttamynd

Sig­mundur Davíð vill að byggð verði ný Grinda­vík

Breið samstaða er að myndast um að stjórnvöld leysi þá Grindvíkinga sem þess óska undan húseignum þeirra. Fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokka á Alþingi tóku undir þetta í Pallborðinu í dag. Formaður Miðflokksins vill að reist verði ný Grindavík.

Innlent
Fréttamynd

Ljónið í veginum ríkis­stjórnin sjálf

Þó að samstaða ríki meðal allra flokka á þingi um að greiða götu Grindvíkinga er ríkisstjórnin birtingarmynd pólitísks óstöðugleika í öllum öðrum málum, segir þingflokksformaður Samfylkingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Pall­borðið: Hvað er stjórnar­and­staðan að hugsa?

Viðvarandi verðbólga og vaxtahækkanir, húsnæðiskreppa, stöðugar jarðhræringar, óvinsæl ríkisstjórn, forsetakosningar framundan og hvað er stjórnarandstaðan að hugsa? Heimir Már Pétursson fær leiðtoga stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi í beina útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan 14:00 í dag.

Innlent
Fréttamynd

Pall­borðið: Biskups­kjör og staða þjóð­kirkjunnar

Ár er liðið frá því að Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands greindi frá því að hún hygðist láta af störfum. Síðan þá hefur nokkuð vatn runnið til sjávar; Agnes sem var ekki lengur embættismaður samkvæmt nýjum lögum var „endurráðin“ að loknum skipunartíma sínum en úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar sagði þá ráðstöfun „markleysu“.

Innlent