Pallborðið: Biskup Íslands og staða þjóðkirkjunnar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. mars 2024 11:31 Guðrún Karls Helgudóttir, Elínborg Sturludóttir og Guðmundur Karl Brynjarsson mæta í Pallborð dagsins. vísir/einar Pallborðið verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14 í dag en til umræðu að þessu sinni verða embætti biskups Íslands og málefni Þjóðkirkjunnar. Biskupskjör hefst 11. apríl næstkomandi og gestir Pallborðsins verða þremenningarnir sem tryggðu sér útnefningu þegar tilnefningar fóru fram; Guðrún Karls Helgudóttir, Guðmundur Karl Brynjarsson og Elínborg Sturludóttir. Það er óhætt að segja að það hafi gustað um biskupa Íslands síðustu ár og áratugi. Ólafur Skúlason, sem gengdi embættinu frá 1989 til 1997, var sakaður um fjölda kynferðisbrota og eftirmaður hans, Karl Sigurbjörnsson, harðlega gagnrýndur fyrir framgöngu sína í málinu og fyrir afstöðu sína til hjónabands samkynhneigðra. Fráfarandi biskup, Agnes M. Sigurðardóttir, hefur heldur ekki farið varhluta af gagnrýni og ekki síst vegna framgöngu hennar gagnvart prestum og starfsmönnum kirkjunnar. Þá var nú síðast sótt hart að henni þegar skipunartími hennar rann út, eftir að embættið breyttist í hefðbundið starf. Í sumum tilvikum má segja að gagnrýnin hafi verið ósanngjörn en þá hefur líka verið bent á að Agnes sé jú fyrsta konan til að sinna starfinu og að hún hafi verið dugleg við að taka umdeildar ákvarðanir, líkt og að standa með þolendum í kynferðisbrotamálum. En skiptir það mál í dag hvort biskup er kona eða karl? Er deilt um valdsvið biskups og hvert er hlutverk hans innan Þjóðkirkjunnar? Hver er staða kirkjunnar og hvað er hægt að gera til að auka veg hennar og virðingu? Við freistum þess að svara þessum spurningum og fleiri í Pallborðinu klukkan 14. Pallborðið Þjóðkirkjan Biskupskjör 2024 Trúmál Tengdar fréttir Tilnefningar hefjast 7. mars og kosningar 11. apríl Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur tilkynnt forsætisnefnd kirkjuþings ákvörðun sína um að hefja á ný kosningu til embættis biskups Íslands og forsætisnefnd lagt blessun sína yfir fyrirkomulagið. 16. febrúar 2024 11:22 Tilnefningaferlið frestast vegna svarleysis frá forsætisnefnd Ekkert verður af því að hefja endurtekningu tilnefninga í í biskupskjöri klukkan 12 á hádegi í dag, þar sem forsætisnefnd kirkjuþings hefur ekki lagt blessun sína yfir framkvæmdina. 9. febrúar 2024 09:42 Gátu ekki „opnað umslögin“ en taka aftur við tilnefningum á föstudag Kjörstjórn Þjóðkirkjunnar hefur ákveðið að tilnefningarferlið í fyrirætluðu biskupskjöri, sem hófst 1. febrúar síðastliðinn og lauk á hádegi í gær, sé enn í gangi en að endurtaka þurfi tæknilega framkvæmd þess. 7. febrúar 2024 16:54 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Biskupskjör hefst 11. apríl næstkomandi og gestir Pallborðsins verða þremenningarnir sem tryggðu sér útnefningu þegar tilnefningar fóru fram; Guðrún Karls Helgudóttir, Guðmundur Karl Brynjarsson og Elínborg Sturludóttir. Það er óhætt að segja að það hafi gustað um biskupa Íslands síðustu ár og áratugi. Ólafur Skúlason, sem gengdi embættinu frá 1989 til 1997, var sakaður um fjölda kynferðisbrota og eftirmaður hans, Karl Sigurbjörnsson, harðlega gagnrýndur fyrir framgöngu sína í málinu og fyrir afstöðu sína til hjónabands samkynhneigðra. Fráfarandi biskup, Agnes M. Sigurðardóttir, hefur heldur ekki farið varhluta af gagnrýni og ekki síst vegna framgöngu hennar gagnvart prestum og starfsmönnum kirkjunnar. Þá var nú síðast sótt hart að henni þegar skipunartími hennar rann út, eftir að embættið breyttist í hefðbundið starf. Í sumum tilvikum má segja að gagnrýnin hafi verið ósanngjörn en þá hefur líka verið bent á að Agnes sé jú fyrsta konan til að sinna starfinu og að hún hafi verið dugleg við að taka umdeildar ákvarðanir, líkt og að standa með þolendum í kynferðisbrotamálum. En skiptir það mál í dag hvort biskup er kona eða karl? Er deilt um valdsvið biskups og hvert er hlutverk hans innan Þjóðkirkjunnar? Hver er staða kirkjunnar og hvað er hægt að gera til að auka veg hennar og virðingu? Við freistum þess að svara þessum spurningum og fleiri í Pallborðinu klukkan 14.
Pallborðið Þjóðkirkjan Biskupskjör 2024 Trúmál Tengdar fréttir Tilnefningar hefjast 7. mars og kosningar 11. apríl Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur tilkynnt forsætisnefnd kirkjuþings ákvörðun sína um að hefja á ný kosningu til embættis biskups Íslands og forsætisnefnd lagt blessun sína yfir fyrirkomulagið. 16. febrúar 2024 11:22 Tilnefningaferlið frestast vegna svarleysis frá forsætisnefnd Ekkert verður af því að hefja endurtekningu tilnefninga í í biskupskjöri klukkan 12 á hádegi í dag, þar sem forsætisnefnd kirkjuþings hefur ekki lagt blessun sína yfir framkvæmdina. 9. febrúar 2024 09:42 Gátu ekki „opnað umslögin“ en taka aftur við tilnefningum á föstudag Kjörstjórn Þjóðkirkjunnar hefur ákveðið að tilnefningarferlið í fyrirætluðu biskupskjöri, sem hófst 1. febrúar síðastliðinn og lauk á hádegi í gær, sé enn í gangi en að endurtaka þurfi tæknilega framkvæmd þess. 7. febrúar 2024 16:54 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Tilnefningar hefjast 7. mars og kosningar 11. apríl Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur tilkynnt forsætisnefnd kirkjuþings ákvörðun sína um að hefja á ný kosningu til embættis biskups Íslands og forsætisnefnd lagt blessun sína yfir fyrirkomulagið. 16. febrúar 2024 11:22
Tilnefningaferlið frestast vegna svarleysis frá forsætisnefnd Ekkert verður af því að hefja endurtekningu tilnefninga í í biskupskjöri klukkan 12 á hádegi í dag, þar sem forsætisnefnd kirkjuþings hefur ekki lagt blessun sína yfir framkvæmdina. 9. febrúar 2024 09:42
Gátu ekki „opnað umslögin“ en taka aftur við tilnefningum á föstudag Kjörstjórn Þjóðkirkjunnar hefur ákveðið að tilnefningarferlið í fyrirætluðu biskupskjöri, sem hófst 1. febrúar síðastliðinn og lauk á hádegi í gær, sé enn í gangi en að endurtaka þurfi tæknilega framkvæmd þess. 7. febrúar 2024 16:54