Katrín noti mögulega orðróm um forsetaframboð í pólitískri skák Jón Þór Stefánsson skrifar 14. mars 2024 15:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gæti verið að nota umræðu um mögulegt forsetaframboð sitt til að styrkja pólitíska stöðu sína. Þessari tilgátu vörpuðu bæði Einar Bárðarson, umboðsmaður Íslands, og Stefanía Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Viðreisnar og fyrrverandi forsetaframboðsstýra, í Pallborðinu á Vísi í dag. „Framboð Katrínar yrði algjör leikbreytir,“ sagði Anna Lilja Þórisdóttir blaðamaður sem ræddi einnig um komandi forsetakosningar í þættinum. Eftir stæðu þá Vinstri grænir og ríkisstjórnin í miklu uppnámi. Aðspurð um hvort það væri skynsamlegt fyrir Katrínu segir Stefanía varla trúa því að hún fari fram. Mögulega noti hún það mikla umtal sem hafi verið í samfélaginu undanfarið um framboð hennar til að styrkja stöðu sína. Að því sögðu segir hún mörg teikn á lofti um framboð hennar. „En hún þyrfti þá að fara að tilkynna,“ sagði Stefanía. Einar Bárðarsson og Stefanía Sigurðardóttir ræddu um komandi forsetakosningar. Vísir/Vilhelm Einar tók í svipaðan streng um að Katrín sé mögulega að nota stöðuna í pólitískum tilgangi. „Allt þetta truflar Katrínu ekki neitt. Þetta hjálpar henni,“ sagði hann og bætti við að mögulega trufli orðrómur um framboð forsætisráðherra hins vegar aðra mögulega frambjóðendur sem séu undir feldi að velta fyrir sér hvort þeir fari fram eður ei. „Ef hún fer fram þá fellur þessi ríkisstjórn inn í sjálfa sig,“ sagði Einar. „Hún gæti verið að gera þetta til að minna Sigurð Inga og Bjarna Benediktsson á hver leiðir þessa ríkisstjórn, hver er ljósmóðir hennar.“ Hólmfríður Gísladóttir, þáttarstjórnandi Pallborðsins, spurði hvort það væri virkilega svo mikil eftirspurn eftir Katrínu að hún hreinlega stjórnaði því hverjir færu fram og hverjir ekki. Stefanía sagðist ekki sannfærð um að Katrín myndi bera sigur úr býtum í forsetakosningum og nefndi sem dæmi Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðing, og Salvöru Nordal, umboðsmann barna, sem bæði hafa sagst vera að hugleiða framboð. Einar var á öðru máli: „Það veit engin úti á landi hver Salvör Nordal er. Þar er kosið.“ Einar og Stefanía segjast þó bæði telja ólíklegt að Katrín fari fram. Anna Lilja segist hreinlega ekki viss. Öll þrjú voru þó sammála um að staða Vinstri grænna myndi breytast umtalsvert tæki hún skrefið. Hægt er að horfa á þátt Pallborðsins í spilaranum hér fyrir neðan, en þar var bæði rætt um komandi forsetakosningar sem og mál Katrínar Middleton, prinsessunar af Wales, og samsæriskenningar sem umlykja hana. Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forseti Íslands Pallborðið Vinstri græn Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Sjá meira
„Framboð Katrínar yrði algjör leikbreytir,“ sagði Anna Lilja Þórisdóttir blaðamaður sem ræddi einnig um komandi forsetakosningar í þættinum. Eftir stæðu þá Vinstri grænir og ríkisstjórnin í miklu uppnámi. Aðspurð um hvort það væri skynsamlegt fyrir Katrínu segir Stefanía varla trúa því að hún fari fram. Mögulega noti hún það mikla umtal sem hafi verið í samfélaginu undanfarið um framboð hennar til að styrkja stöðu sína. Að því sögðu segir hún mörg teikn á lofti um framboð hennar. „En hún þyrfti þá að fara að tilkynna,“ sagði Stefanía. Einar Bárðarsson og Stefanía Sigurðardóttir ræddu um komandi forsetakosningar. Vísir/Vilhelm Einar tók í svipaðan streng um að Katrín sé mögulega að nota stöðuna í pólitískum tilgangi. „Allt þetta truflar Katrínu ekki neitt. Þetta hjálpar henni,“ sagði hann og bætti við að mögulega trufli orðrómur um framboð forsætisráðherra hins vegar aðra mögulega frambjóðendur sem séu undir feldi að velta fyrir sér hvort þeir fari fram eður ei. „Ef hún fer fram þá fellur þessi ríkisstjórn inn í sjálfa sig,“ sagði Einar. „Hún gæti verið að gera þetta til að minna Sigurð Inga og Bjarna Benediktsson á hver leiðir þessa ríkisstjórn, hver er ljósmóðir hennar.“ Hólmfríður Gísladóttir, þáttarstjórnandi Pallborðsins, spurði hvort það væri virkilega svo mikil eftirspurn eftir Katrínu að hún hreinlega stjórnaði því hverjir færu fram og hverjir ekki. Stefanía sagðist ekki sannfærð um að Katrín myndi bera sigur úr býtum í forsetakosningum og nefndi sem dæmi Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðing, og Salvöru Nordal, umboðsmann barna, sem bæði hafa sagst vera að hugleiða framboð. Einar var á öðru máli: „Það veit engin úti á landi hver Salvör Nordal er. Þar er kosið.“ Einar og Stefanía segjast þó bæði telja ólíklegt að Katrín fari fram. Anna Lilja segist hreinlega ekki viss. Öll þrjú voru þó sammála um að staða Vinstri grænna myndi breytast umtalsvert tæki hún skrefið. Hægt er að horfa á þátt Pallborðsins í spilaranum hér fyrir neðan, en þar var bæði rætt um komandi forsetakosningar sem og mál Katrínar Middleton, prinsessunar af Wales, og samsæriskenningar sem umlykja hana.
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forseti Íslands Pallborðið Vinstri græn Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Sjá meira