Katrín noti mögulega orðróm um forsetaframboð í pólitískri skák Jón Þór Stefánsson skrifar 14. mars 2024 15:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gæti verið að nota umræðu um mögulegt forsetaframboð sitt til að styrkja pólitíska stöðu sína. Þessari tilgátu vörpuðu bæði Einar Bárðarson, umboðsmaður Íslands, og Stefanía Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Viðreisnar og fyrrverandi forsetaframboðsstýra, í Pallborðinu á Vísi í dag. „Framboð Katrínar yrði algjör leikbreytir,“ sagði Anna Lilja Þórisdóttir blaðamaður sem ræddi einnig um komandi forsetakosningar í þættinum. Eftir stæðu þá Vinstri grænir og ríkisstjórnin í miklu uppnámi. Aðspurð um hvort það væri skynsamlegt fyrir Katrínu segir Stefanía varla trúa því að hún fari fram. Mögulega noti hún það mikla umtal sem hafi verið í samfélaginu undanfarið um framboð hennar til að styrkja stöðu sína. Að því sögðu segir hún mörg teikn á lofti um framboð hennar. „En hún þyrfti þá að fara að tilkynna,“ sagði Stefanía. Einar Bárðarsson og Stefanía Sigurðardóttir ræddu um komandi forsetakosningar. Vísir/Vilhelm Einar tók í svipaðan streng um að Katrín sé mögulega að nota stöðuna í pólitískum tilgangi. „Allt þetta truflar Katrínu ekki neitt. Þetta hjálpar henni,“ sagði hann og bætti við að mögulega trufli orðrómur um framboð forsætisráðherra hins vegar aðra mögulega frambjóðendur sem séu undir feldi að velta fyrir sér hvort þeir fari fram eður ei. „Ef hún fer fram þá fellur þessi ríkisstjórn inn í sjálfa sig,“ sagði Einar. „Hún gæti verið að gera þetta til að minna Sigurð Inga og Bjarna Benediktsson á hver leiðir þessa ríkisstjórn, hver er ljósmóðir hennar.“ Hólmfríður Gísladóttir, þáttarstjórnandi Pallborðsins, spurði hvort það væri virkilega svo mikil eftirspurn eftir Katrínu að hún hreinlega stjórnaði því hverjir færu fram og hverjir ekki. Stefanía sagðist ekki sannfærð um að Katrín myndi bera sigur úr býtum í forsetakosningum og nefndi sem dæmi Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðing, og Salvöru Nordal, umboðsmann barna, sem bæði hafa sagst vera að hugleiða framboð. Einar var á öðru máli: „Það veit engin úti á landi hver Salvör Nordal er. Þar er kosið.“ Einar og Stefanía segjast þó bæði telja ólíklegt að Katrín fari fram. Anna Lilja segist hreinlega ekki viss. Öll þrjú voru þó sammála um að staða Vinstri grænna myndi breytast umtalsvert tæki hún skrefið. Hægt er að horfa á þátt Pallborðsins í spilaranum hér fyrir neðan, en þar var bæði rætt um komandi forsetakosningar sem og mál Katrínar Middleton, prinsessunar af Wales, og samsæriskenningar sem umlykja hana. Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forseti Íslands Pallborðið Vinstri græn Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
„Framboð Katrínar yrði algjör leikbreytir,“ sagði Anna Lilja Þórisdóttir blaðamaður sem ræddi einnig um komandi forsetakosningar í þættinum. Eftir stæðu þá Vinstri grænir og ríkisstjórnin í miklu uppnámi. Aðspurð um hvort það væri skynsamlegt fyrir Katrínu segir Stefanía varla trúa því að hún fari fram. Mögulega noti hún það mikla umtal sem hafi verið í samfélaginu undanfarið um framboð hennar til að styrkja stöðu sína. Að því sögðu segir hún mörg teikn á lofti um framboð hennar. „En hún þyrfti þá að fara að tilkynna,“ sagði Stefanía. Einar Bárðarsson og Stefanía Sigurðardóttir ræddu um komandi forsetakosningar. Vísir/Vilhelm Einar tók í svipaðan streng um að Katrín sé mögulega að nota stöðuna í pólitískum tilgangi. „Allt þetta truflar Katrínu ekki neitt. Þetta hjálpar henni,“ sagði hann og bætti við að mögulega trufli orðrómur um framboð forsætisráðherra hins vegar aðra mögulega frambjóðendur sem séu undir feldi að velta fyrir sér hvort þeir fari fram eður ei. „Ef hún fer fram þá fellur þessi ríkisstjórn inn í sjálfa sig,“ sagði Einar. „Hún gæti verið að gera þetta til að minna Sigurð Inga og Bjarna Benediktsson á hver leiðir þessa ríkisstjórn, hver er ljósmóðir hennar.“ Hólmfríður Gísladóttir, þáttarstjórnandi Pallborðsins, spurði hvort það væri virkilega svo mikil eftirspurn eftir Katrínu að hún hreinlega stjórnaði því hverjir færu fram og hverjir ekki. Stefanía sagðist ekki sannfærð um að Katrín myndi bera sigur úr býtum í forsetakosningum og nefndi sem dæmi Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðing, og Salvöru Nordal, umboðsmann barna, sem bæði hafa sagst vera að hugleiða framboð. Einar var á öðru máli: „Það veit engin úti á landi hver Salvör Nordal er. Þar er kosið.“ Einar og Stefanía segjast þó bæði telja ólíklegt að Katrín fari fram. Anna Lilja segist hreinlega ekki viss. Öll þrjú voru þó sammála um að staða Vinstri grænna myndi breytast umtalsvert tæki hún skrefið. Hægt er að horfa á þátt Pallborðsins í spilaranum hér fyrir neðan, en þar var bæði rætt um komandi forsetakosningar sem og mál Katrínar Middleton, prinsessunar af Wales, og samsæriskenningar sem umlykja hana.
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forseti Íslands Pallborðið Vinstri græn Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira