Frambjóðendur um Ísraelsleikinn: „Undir UEFA komið að taka þessa ákvörðun“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. febrúar 2024 09:01 Ísland mætir Ísrael í Ungverjalandi 21. mars. vísir/hulda margrét Frambjóðendur til formanns KSÍ eru á því að Ísland eigi að spila leikinn gegn Ísrael í umspili um sæti á EM í Þýskalandi í næsta mánuði. Guðni Bergsson, Vignir Már Þormóðsson og Þorvaldur Örlygsson eru í framboði til formanns KSÍ en kosið verður á ársþingi sambandsins á morgun. Þremenningarnir mættu í Pallborðið til Henrys Birgis Gunnarssonar í gær. Þar voru þeir meðal annars spurðir út í afstöðu þeirra til þess hvort karlalandsliðið ætti að spila leikinn gegn Ísrael í næsta mánuði. „Það hefur verið tekin afstaða óbeint. Við erum bara að undirbúa okkur fyrir leikinn, starfsfólkið og svo framvegis. Ég held að stjórnin hafi ekki ályktað um þetta formlega. En við erum að gera þetta eins og mér sýnist og svo er það bara viðkomandi stjórnar sem tekur við að fara yfir það mál og taka afstöðu með öllum gögnum,“ sagði Guðni. „Ég vil hafa öll gögn í málinu, bæði frá UEFA og fleiri samskipti KSÍ við UEFA og svo framvegis. Það er mjög mikilvægt. Þetta er leikur sem er á dagskrá og þannig er það.“ Mjög erfið staða Þorvaldur og Vignir eru á því að Íslendingar eigi að spila leikinn gegn Ísraelum. „Þetta er mjög umdeilt og mjög erfið staða en mín skoðun er að við, KSÍ, skráum okkur í mót og tökum þátt í því. UEFA raðar niður og við lendum á móti Ísrael. Við erum sem betur fer ekki að spila í Ísrael eins og þeir óskuðu eftir. Ég tel að það sé undir UEFA komið að taka þessa ákvörðun. Þetta er stór ákvörðun. Ef við ætlum að draga okkur úr keppni verðum við fyrir sektum og öðru,“ sagði Þorvaldur. „Þetta er stór leikur fyrir okkur. Stjórnin þarf klárlega að setjast yfir það hvað er best í stöðunni en mér finnst þetta vera meira í höndum UEFA að taka ákvörðun hvort þessi leikur á að fara fram.“ Vignir tók í sama streng og Þorvaldur og Guðni. „Ég tek undir með kollegum mínum. Eins og Guðni segir höfum við kannski ekki öll gögn, hvernig UEFA er að hugsa þetta. En það er klárt, við erum að spila í Ungverjalandi í mars við Ísrael. Þetta er ekki þægileg staða en við erum undir hatti UEFA. Alþjóðasamfélagið er ekkert búið að útiloka Ísrael yfirleitt,“ sagði Vignir. „Það er alltaf verið að bera þetta saman við Rússland. Það má segja að það sé stríð á báðum stöðum en á meðan Rússarnir voru bara útilokaðir strax frá keppni innan UEFA og FIFA fórum við ekki að spila við þá. Eins og staðan er núna erum við að fara að spila þennan leik og ég held að besta leiðin fyrir okkur sé að við vinnum hann og sláum þá út.“ Horfa má á Pallborðið í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Pallborðið er einnig aðgengilegt í hlaðvarpi íþróttadeildar, Besta sætinu. Það er á öllum hlaðvarpsveitum og má hlusta hér á Spotify. KSÍ EM 2024 í Þýskalandi Pallborðið Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Guðni: Hefði ég átt að fara í þetta viðtal? Nei Guðni Bergsson, frambjóðandi í formannskosningu Knattspyrnusambands Íslands, svaraði í dag fyrir gagnrýni á störf sín þegar hann var áður formaður KSÍ. Guðni segir að málin sem urðu til þess að hann hafi sagt af sér hafi tekið mikið á sig og sína. Segist hafa tekið ábyrgð með því að hætta sem formaður og að hann sé nú reynslunni ríkari. 22. febrúar 2024 14:42 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fleiri fréttir Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Sjá meira
Guðni Bergsson, Vignir Már Þormóðsson og Þorvaldur Örlygsson eru í framboði til formanns KSÍ en kosið verður á ársþingi sambandsins á morgun. Þremenningarnir mættu í Pallborðið til Henrys Birgis Gunnarssonar í gær. Þar voru þeir meðal annars spurðir út í afstöðu þeirra til þess hvort karlalandsliðið ætti að spila leikinn gegn Ísrael í næsta mánuði. „Það hefur verið tekin afstaða óbeint. Við erum bara að undirbúa okkur fyrir leikinn, starfsfólkið og svo framvegis. Ég held að stjórnin hafi ekki ályktað um þetta formlega. En við erum að gera þetta eins og mér sýnist og svo er það bara viðkomandi stjórnar sem tekur við að fara yfir það mál og taka afstöðu með öllum gögnum,“ sagði Guðni. „Ég vil hafa öll gögn í málinu, bæði frá UEFA og fleiri samskipti KSÍ við UEFA og svo framvegis. Það er mjög mikilvægt. Þetta er leikur sem er á dagskrá og þannig er það.“ Mjög erfið staða Þorvaldur og Vignir eru á því að Íslendingar eigi að spila leikinn gegn Ísraelum. „Þetta er mjög umdeilt og mjög erfið staða en mín skoðun er að við, KSÍ, skráum okkur í mót og tökum þátt í því. UEFA raðar niður og við lendum á móti Ísrael. Við erum sem betur fer ekki að spila í Ísrael eins og þeir óskuðu eftir. Ég tel að það sé undir UEFA komið að taka þessa ákvörðun. Þetta er stór ákvörðun. Ef við ætlum að draga okkur úr keppni verðum við fyrir sektum og öðru,“ sagði Þorvaldur. „Þetta er stór leikur fyrir okkur. Stjórnin þarf klárlega að setjast yfir það hvað er best í stöðunni en mér finnst þetta vera meira í höndum UEFA að taka ákvörðun hvort þessi leikur á að fara fram.“ Vignir tók í sama streng og Þorvaldur og Guðni. „Ég tek undir með kollegum mínum. Eins og Guðni segir höfum við kannski ekki öll gögn, hvernig UEFA er að hugsa þetta. En það er klárt, við erum að spila í Ungverjalandi í mars við Ísrael. Þetta er ekki þægileg staða en við erum undir hatti UEFA. Alþjóðasamfélagið er ekkert búið að útiloka Ísrael yfirleitt,“ sagði Vignir. „Það er alltaf verið að bera þetta saman við Rússland. Það má segja að það sé stríð á báðum stöðum en á meðan Rússarnir voru bara útilokaðir strax frá keppni innan UEFA og FIFA fórum við ekki að spila við þá. Eins og staðan er núna erum við að fara að spila þennan leik og ég held að besta leiðin fyrir okkur sé að við vinnum hann og sláum þá út.“ Horfa má á Pallborðið í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Pallborðið er einnig aðgengilegt í hlaðvarpi íþróttadeildar, Besta sætinu. Það er á öllum hlaðvarpsveitum og má hlusta hér á Spotify.
KSÍ EM 2024 í Þýskalandi Pallborðið Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Guðni: Hefði ég átt að fara í þetta viðtal? Nei Guðni Bergsson, frambjóðandi í formannskosningu Knattspyrnusambands Íslands, svaraði í dag fyrir gagnrýni á störf sín þegar hann var áður formaður KSÍ. Guðni segir að málin sem urðu til þess að hann hafi sagt af sér hafi tekið mikið á sig og sína. Segist hafa tekið ábyrgð með því að hætta sem formaður og að hann sé nú reynslunni ríkari. 22. febrúar 2024 14:42 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fleiri fréttir Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Sjá meira
Guðni: Hefði ég átt að fara í þetta viðtal? Nei Guðni Bergsson, frambjóðandi í formannskosningu Knattspyrnusambands Íslands, svaraði í dag fyrir gagnrýni á störf sín þegar hann var áður formaður KSÍ. Guðni segir að málin sem urðu til þess að hann hafi sagt af sér hafi tekið mikið á sig og sína. Segist hafa tekið ábyrgð með því að hætta sem formaður og að hann sé nú reynslunni ríkari. 22. febrúar 2024 14:42